Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Anna María Pétursdóttir frumkvöðull með vistvænar kælipakkningar með einangrunarfóðringum úr sauðfjárull.  / Mynd HKr.
Anna María Pétursdóttir frumkvöðull með vistvænar kælipakkningar með einangrunarfóðringum úr sauðfjárull. / Mynd HKr.
Fréttir 22. september 2017

Vistvænt kælikerfi úr sauðfjárull

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ull er besta fáanlega náttúru­vænsta einangrunarefni sem fyrirfinnst á jörðinni,“ segir Anna María Pétursdóttir, sem hefur framleitt nothæfa frumgerð af  kæliumbúðum. Fyrirtæki í lyfja­iðnaði og fiskútflutningi sýna umbúðunum mikinn áhuga.

„Ull er gríðarlega verðmæt náttúruauðlind sem við eigum að nýta eins vel og hægt er. Íslendingar hafa nýtt ull og hún hefur fylgt okkur allt frá landnámi og hér er því að finna gríðarlega mikla þekkingu á ullariðnaði. Síðustu áratugi höfum við ekki verið nægilega öflug við að nýta allt þetta frábæra hráefni sem fellur til,“ segir Anna María.

Anna María segir að það sé korter í að frauðplast verði bannað af umhverfisástæðum og að þá sé ullin góður valkostur. 

Betri einangrun en frauðplast

Að sögn Önnu Maríu sýna erlendar rannsóknir að ull viðheldur hitastigi, hvort sem það er hiti eða kuldi, í allt að 50% lengri tíma en frauðplast yfir 72 klukkustunda tímabil.

„Sjötíu og tvær klukkustundir er krítískur tími varðandi flutning á matvælum og lyfjum en á þeim má flökt á temprun ekki vera mikið.“

Anna María segir að flutningar á lyfjum og matvælum séu mjög viðkvæmur flutningur og allt of oft er það sem sendingar eyðileggjast vegna hitabreytinga á flutningstíma og allt að 50% bólusetningalyfja eyðileggjast á flutningstíma.  

„Ullin er því góður kostur til að taka á þessum vanda auk þess sem hún virkar sem púðavörn og ver vörur fyrir hnjaski.“

Eins og Anna María orðar það er korter í að frauðplast verði bannað af umhverfisástæðum og þá er ullin góður valkostur.

„Kosturinn við frauðplast er að það er létt en förgunarkostnaðurinn er hár og það er óumhverfisvænt. Umbúðirnar sem ég er að bjóða eru umhverfisvænar með ullarfóðringum sem má endurnýja til að einangra meðal annars hús eða spinna band í klæði. Við erum að tala um lífrænt flutningskerfi með þessari lausn."

Í dag er nýtt um 420 tonn af ull til band- og textílframleiðslu hér á landi og um 330 tonn eru flutt út til iðnaðarframleiðslu.

Ekkert nýtt undir sólinni

Anna María segir að það sé ekkert nýtt undir sólinni. „Ég er alin upp við ull. Ullarvinnslufyrirtækið Álafoss var í eigu fjölskyldunnar og samræður beindust mikið að möguleikum ullarvinnslu hjá okkur. Íslenska ullin hefur sína annmarka en um leið hefur hún sína sérstæðu kosti. Faðir minn hafði óbilandi trú á eiginleikum íslensku ullarinnar sem er í raun blendingsull og hefur sína sérstöðu vegna þess.

Oft komu upp góðar hugmyndir í samræðum okkar varðandi möguleika ullarinnar og kom vísir að þessari hugmynd þar fyrst fram. Þegar ég fór að tala um þessa hugmynd ranghvolfdi fólk hreinlega augunum og spurði hvers vegna ég væri að vasast í þessu, engin trú var á hugmyndinni.

Ég hef starfað við stjórnunarstörf síðastliðinn tuttugu ár, en þetta hefur kallað á mig og sumarið 2016 gafst mér tækifæri til að útfæra hugmyndina og vinna að því að framleiða virka frumgerð að vistvænum kælipakkningum með einangrunarfóðringu úr ull í samstarfi við Prentsmiðjuna Odda.“

Virk frumgerð vekur athygli

„Ég hef bæði unnið með Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Matís að þróun ullarfóðringarinnar. Það er bæði búið að mæla varmaleiðni ullarinnar og einangrunargildi hinna vistvænu kælipakkninga. Allar niðurstöður eru mjög jákvæðar og ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram þessu þróunarstarfi og þróa þessa virku frumgerð áfram til fjöldaframleiðslu.

Útflytjendur á ferskum laxi sjá fyrir sér brýna nauðsyn til breytinga á kælipakkningum. Þessi lausn felur í sér að minna þarf af ís eða kæligeli sem gerir það að verkum þyngd vöru á flutningsleið verður léttari. Lausnin skilur því eftir sig á allan hátt minna kolefnisspor en eldri kælilausnir og hafa nokkrir útflytjendur á ferskum laxi viljað leggja hugmyndinni lið.

Hagrænn ávinningur

Í dag er nýtt um 420 tonn af ull til band- og textílframleiðslu hér á landi og um 330 tonn eru flutt út til iðnaðarframleiðslu.

Anna María segir að ef alvara verður úr framleiðslu vistvænna kæliumbúða verði hagrænn ávinningur mikill. „Ekki einungis sé verið að auka virðisauka ullar sem ekki er nýtt hér á landi, heldur sé einnig hagrænn ávinningur vegna umhverfisáhrifa.

Ullarvinnsla var stór iðnaður á Íslandi í eina tíð og nýting á henni mun betri þá en í dag. Í dag er ull nánast eingöngu nýtt til textílframleiðslu og í fatnaði. Ístex er stærsti og eini framleiðandinn á bandi hér á landi og þeir gera það mjög vel. Svo eru einnig til staðar fyrirtæki sem eru að framleiða vefnaðarvöru úr ull og standa að þróunarvinnu.“

Anna María Pétursdóttir frumkvöðull með vistvænar kælipakkningar með einangrunarfóðringum úr sauðfjárull. Mynd / HKr. 

Vertu Kind

Anna María hefur stofnað fyrirtæki í kringum hugmyndina sem heitir Be Kind. „Mér finnst nafnið geta höfðað til svo margs. Vertu Kind, vertu góður við umhverfið eða vertu bara góður. Nafnið höfðar til svo margs,“ segir Anna María Pétursdóttir frumkvöðull að lokum. 

Skylt efni: Nýsköpu | ull | kæliumbúðir

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...