Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Vistvæn vottun marklaus
Fréttir 26. júní 2014

Vistvæn vottun marklaus

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Vottunin Vistvæn landbúnaðarafurð hefur enga raunverulega þýðingu lengur sökum þess að ekkert eftirlit er með notkun vottunarinnar. Framleiðendur hafa notað merkið Vistvæn landbúnaðarafurð án þess að hafa fengið vottunina. Á þetta einkum við í grænmetisframleiðslu. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu sem kom út í morgun.

Vottunin á sér stoð í reglugerð um vistvænan landbúnað sem sett var árið 1998. Að sögn Ólafs Dýrmundssonar ráðunauts í lífrænni ræktun hjá Bændasamtökunum er kerfið orðið algjörlega munaðarlaust. „Eftirlit með þessu er í molum“, segir Ólafur í samtali við Fréttablaðið.

Formaður Neytendasamtakanna segir að tal um vistvænan landbúnað sé villandi fyrir neytendur enda rugli þeir saman vistvænu og lífrænu. Undir þetta tekur Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og sömuleiðis Þórður Halldórsson formaður Vors, félags framleiðenda í lífrænum búskap.

Sjá frétt Fréttablaðsins.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...