Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Vistvæn vottun marklaus
Fréttir 26. júní 2014

Vistvæn vottun marklaus

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Vottunin Vistvæn landbúnaðarafurð hefur enga raunverulega þýðingu lengur sökum þess að ekkert eftirlit er með notkun vottunarinnar. Framleiðendur hafa notað merkið Vistvæn landbúnaðarafurð án þess að hafa fengið vottunina. Á þetta einkum við í grænmetisframleiðslu. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu sem kom út í morgun.

Vottunin á sér stoð í reglugerð um vistvænan landbúnað sem sett var árið 1998. Að sögn Ólafs Dýrmundssonar ráðunauts í lífrænni ræktun hjá Bændasamtökunum er kerfið orðið algjörlega munaðarlaust. „Eftirlit með þessu er í molum“, segir Ólafur í samtali við Fréttablaðið.

Formaður Neytendasamtakanna segir að tal um vistvænan landbúnað sé villandi fyrir neytendur enda rugli þeir saman vistvænu og lífrænu. Undir þetta tekur Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og sömuleiðis Þórður Halldórsson formaður Vors, félags framleiðenda í lífrænum búskap.

Sjá frétt Fréttablaðsins.

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar
Fréttir 11. apríl 2024

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra matvælaráðuneytis en Svandís Svavars...

Greiðslumark færist til Norðvesturlands
Fréttir 11. apríl 2024

Greiðslumark færist til Norðvesturlands

Um sjötíu prósent mjólkurkvóta sem skipti um eigendur á síðasta tilboðsmarkaði f...

Nemendur vilja betri hádegismat
Fréttir 10. apríl 2024

Nemendur vilja betri hádegismat

Fulltrúar ungmennaráðs Mýrdalshrepps vöktu máls á skólamáltíðum á sveitarstjórna...