Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vistvæn vottun marklaus
Fréttir 26. júní 2014

Vistvæn vottun marklaus

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Vottunin Vistvæn landbúnaðarafurð hefur enga raunverulega þýðingu lengur sökum þess að ekkert eftirlit er með notkun vottunarinnar. Framleiðendur hafa notað merkið Vistvæn landbúnaðarafurð án þess að hafa fengið vottunina. Á þetta einkum við í grænmetisframleiðslu. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu sem kom út í morgun.

Vottunin á sér stoð í reglugerð um vistvænan landbúnað sem sett var árið 1998. Að sögn Ólafs Dýrmundssonar ráðunauts í lífrænni ræktun hjá Bændasamtökunum er kerfið orðið algjörlega munaðarlaust. „Eftirlit með þessu er í molum“, segir Ólafur í samtali við Fréttablaðið.

Formaður Neytendasamtakanna segir að tal um vistvænan landbúnað sé villandi fyrir neytendur enda rugli þeir saman vistvænu og lífrænu. Undir þetta tekur Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og sömuleiðis Þórður Halldórsson formaður Vors, félags framleiðenda í lífrænum búskap.

Sjá frétt Fréttablaðsins.

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...