Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Vistvæn vottun marklaus
Fréttir 26. júní 2014

Vistvæn vottun marklaus

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Vottunin Vistvæn landbúnaðarafurð hefur enga raunverulega þýðingu lengur sökum þess að ekkert eftirlit er með notkun vottunarinnar. Framleiðendur hafa notað merkið Vistvæn landbúnaðarafurð án þess að hafa fengið vottunina. Á þetta einkum við í grænmetisframleiðslu. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu sem kom út í morgun.

Vottunin á sér stoð í reglugerð um vistvænan landbúnað sem sett var árið 1998. Að sögn Ólafs Dýrmundssonar ráðunauts í lífrænni ræktun hjá Bændasamtökunum er kerfið orðið algjörlega munaðarlaust. „Eftirlit með þessu er í molum“, segir Ólafur í samtali við Fréttablaðið.

Formaður Neytendasamtakanna segir að tal um vistvænan landbúnað sé villandi fyrir neytendur enda rugli þeir saman vistvænu og lífrænu. Undir þetta tekur Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og sömuleiðis Þórður Halldórsson formaður Vors, félags framleiðenda í lífrænum búskap.

Sjá frétt Fréttablaðsins.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...