Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Grasengjavist við Eyjafjarðará. Mynd / Starri Heiðmarsson
Grasengjavist við Eyjafjarðará. Mynd / Starri Heiðmarsson
Fréttir 7. apríl 2017

Vistgerðir á Íslandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur sent frá sér rit um Vistgerðir á Íslandi ásamt kortum um vistgerðir landsins í kortasjá sem nálgast má á vef stofnunarinnar.

Með útgáfunni er í fyrsta sinn birt heildstætt yfirlit og lýsing á vistgerðum Íslands, útbreiðslu þeirra, stærð og verndargildi. Með vistgerðalýsingum fyrir landið er tekin upp ný aðferðafræði við flokkun og kortlagningu lífríkis.

Umfangsmikið verkefni

Lýsing og kortlagning vistgerða á Íslandi er umfangsmesta verkefni sem stofnunin hefur ráðist í en grunnur að því var lagður árið 1999 með rannsóknum á vistgerðum miðhálendisins. Vistgerðum á öðrum hálendissvæðum, láglendi, í ferskvatni og fjöru var lýst og þær kortlagðar á árunum 2012 til 2016. Mikil vettvangsvinna og úrvinnsla liggur að baki niðurstöðum og byggðir hafa verið upp gagnagrunnar er nýtast munu til framtíðar. Verkefnið var unnið í samstarfi við fjölda einstaklinga og stofnanir á sviði náttúrufræða.

105 vistgerðum lýst

Í ritinu er alls 105 vistgerðum lýst en af þeim eru 64 á landi, 17 í ám og vötnum og 24 í fjörum. Með útgáfunni leggur Náttúrufræðistofnun Íslands fram flokkun vistgerða sem á sér fyrirmynd í samræmdri og viðurkenndri flokkun vistgerða í Evrópu. Náttúra Íslands er um margt frábrugðin náttúru annarra Evrópulanda, hvað varðar jarðfræði og lífríki, og því var ekki unnt að taka beint upp flokkunarkerfi sem þróuð hafa verið í Evrópu. Mörgum vistgerðum er lýst sem ekki hafa verið skráðar áður og eru einstakar fyrir Ísland.

Hagnýtar upplýsingar um náttúru landsins

Í Vistgerðum á Íslandi er hverri vistgerð lýst á staðreyndasíðum sem eru lykill fyrir leika og lærða að vistgerðunum, einkennum þeirra, útbreiðslu og verndargildi. Jafnframt eru staðreyndasíðurnar mikilvægt hjálpartæki þegar kemur að greiningu vistgerða og kortlagningu á vettvangi.

Vistgerðakortin veita hagnýtar upplýsingar um náttúru landsins sem munu nýtast stjórnvöldum, sveitarfélögum, atvinnulífi og almenningi. Þau munu leggja mikilvægan grunn fyrir upplýstar ákvarðanir um alla landnotkun og áætlanagerð  vegna náttúruverndar, skipulagsmála, mats á umhverfisáhrifum framkvæmda og náttúruvöktunar. Þau gera Íslandi jafnframt kleift að sinna betur alþjóðlegum skyldum sínum á sviði náttúruverndarmála.

Ritið Vistgerðir á Íslandi og tenging við kortasjá verður aðgengileg á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands, www.ni.is. 

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...