Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vísindin efla alla dáð
Leiðari 20. mars 2014

Vísindin efla alla dáð

Höfundur: Sindri Sigurgeirsson

Umræða um landbúnaðarmál getur tekið á sig ýmsar birtingarmyndir. Margir sjá ástæðu til þess að viðra sjónarmið sín um málefni er tengjast bændum, afurðum þeirra, framleiðsluháttum, starfsumhverfi og hagsmunasamtökum bænda. Hverjum og einum er að sjálfsögðu frjálst að hafa sínar skoðanir á landbúnaðarmálum en eðlilegt er að gera þá kröfu að menn gæti sanngirni í málflutningi og meðhöndlun gagna.


Því miður virðast sumir kjósa að fjalla um mál með því að ákveða fyrst hver niðurstaðan á að verða og leita síðan að rökum fyrir henni. Oftast er einskis svifist við þá leit; ef rökin finnast ekki eru þau búin til. Allt er túlkað eftir fyrir fram gefnum niðurstöðum og aldrei litið nema á eina hlið mála. Það má segja að þeir sem þetta stunda séu fastir í hlekkjum hugarfarsins, því þeir hlusta aldrei á röksemdir annarra og endurtaka sífellt það sama, líklega í því augnamiði að dropinn holi steininn.


Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur farið mikinn í greinaskrifum í Fréttablaðinu og Vísbendingu að undanförnu. Þó svo að röksemdafærsla hans byggist yfirleitt á opinberum gögnum er meðhöndlun og framsetning oft á tíðum gagnrýnisverð. Í grein sem birtist nýverið í 8. tbl. Vísbendingar meðhöndlar prófessorinn gögn Hagstofunnar með afar frjálslegum hætti. Þar velur hann að birta afkomutölur landbúnaðarins með því að draga framleiðslustyrki frá tekjum til að sýna fram á neikvæða afkomu. Prófessorinn kallar þessa framsetningu sína „smá útsjónarsemi“ en Hagstofan birtir hins vegar afkomu í landbúnaði án þess að draga hluta tekna frá og fær eðlilega allt aðra niðurstöðu. Hvorki Þórólfur né þeir fjölmiðlar sem hafa tekið þennan málflutning gagnrýnislaust upp hirða um að greina frá hinu augljósa. Ef ekki væru niðurgreiðslur á búvörum yrði afurðaverð einfaldlega að vera hærra, sem þýðir hærra smásöluverð til neytenda.


Svo má velta fyrir sér. Ef afkoma landbúnaðarins væri jákvæð, þ.e. hagnaður fyrir framleiðslustyrki. Hvað myndu skattgreiðendur þá segja? Væri þá verið að greiða bændum styrki sem hvergi sæi stað í verðlagningunni og bændur hefðu enga þörf fyrir í ljósi þess að afgangur væri áður en niðurgreiðslurnar kæmu til?


Það er óumdeilt að við núverandi aðstæður er afkoman neikvæð án styrkja. En það segir okkur líka að styrkjunum er skilað aftur til almennings í formi lægra matvælaverðs. Það má því með góðum vilja segja að kerfið sé að virka! Það heldur verðinu í skefjum.


Ýmislegt annað í málflutningi Þórólfs Matthíassonar er kunnuglegt og hefur margoft verið svarað án sýnilegs árangurs. Þrátt fyrir að stuðningur við landbúnað sé föst upphæð árlega sem ræðst ekki af framleiðslumagni er því enn haldið fram að útflutningur landbúnaðarvara sé niðurgreiddur og ekki tekið tillit til þess gjaldeyris eða þeirra starfa sem skapast. Einnig er kunnuglegur málflutningur þess efnis að ekki sé færð til gjalda úthagabeit húsdýra. Þar virðast ekki alveg hafa skilað sér þau skilaboð að bændur leggja mikla áherslu á sjálfbæra landnotkun og að þeir hafi alla tíð verið megin­drifkraftur í landgræðslu á Íslandi. Sumir spyrja sig hvort þess sé að vænta að háskólaprófessorinn muni í sínum kúnstugu útreikningum leggja til að færa til gjalda afnotagjöld af sólinni. Eða hvort hann leggi til að allir notendur náttúrunnar á Íslandi eigi að greiða fyrir afnotin – og þá væntanlega fá greitt fyrir það sem þeir leggja til á móti.


Þórólfur Matthíasson fékk árið 2012, í krafti upplýsingalaga, ársreikninga Bændasamtakanna afhenta frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Nýverið létu Bændasamtökin Háskóla Íslands í té ársreikninga samtakanna fyrir árin 2011–2013. Það vekur að sjálfsögðu upp ýmsar spurningar. Óskar Háskóli Íslands reglulega eftir ársreikningum félagasamtaka í landinu? Er einhver fræðilegur tilgangur þar að baki? Ef svo er; í hvers konar vísindastarf eru slíkar upplýsingar helst notaðar við Háskólann? Hver greiðir fyrir slíkar rannsóknir?


Þeir sem starfa í landbúnaði sýna vísindarannsóknum við Háskóla Íslands mikinn skilning og átta sig á mikilvægi þeirra. Séu fjárreiður Bændasamtakanna sannanlega andlag vísindarannsókna á vegum starfsmanna Háskóla Íslands eru samtökin að sjálfsögðu reiðubúin að liðka fyrir um slíkt rannsóknastarf.

Af forystusætum og valdastólum

Ár hvert fá Bændasamtökin fjölmargar óskir um stuðning af einhverju tagi og því hafa samtökin stutt við margvísleg verkefni. Má þar nefna Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, Mæðrastyrksnefnd, nemendafélag Landbúnaðarháskólans og fleira. Þá var m.a. stutt við gerð sjónvarpsþáttanna „Stóra þjóðin“og „Hið blómlega bú“ sem hvorir tveggja voru sýndir á Stöð 2.


Sérkennilegt upphlaup varð í vikunni út af gömlum húsgögnum sem Bændasamtökin lánuðu Heimssýn, baráttusamtökum gegn aðild að ESB. Samtök bænda og Heimssýn hafa unnið saman að baráttu gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu og auk hinna margfrægu húsgagna hafa Bændasamtökin stutt við starf Heimssýnar með fjárframlögum undanfarin ár. Á nýliðnu búnaðarþingi tók fjárhagsnefnd þó ákvörðun um að veita Heimssýn ekki fjárhagslegan stuðning vegna ársins 2014.


Umræða um þessi húsgögn hefur kallað fram umræðu um fjármögnun samtaka bænda víða í samfélaginu. Það er því mikilvægt að minna á að Bændasamtökin eru félagasamtök og í bókhaldi þeirra er skilið á milli þeirra fjármuna sem koma frá ríkinu til verkefna samkvæmt búnaðarlagasamningi og fjármuna sem fara í að reka hagsmunabaráttu bænda. Um rekstrarstyrki er ekki að ræða.


Verkefni búnaðarlagasamnings eru lögbundin, en kjarni þeirra er ráðgjafarþjónusta í landbúnaði. Auk slíkra verkefna annast Bænda­samtökin ýmis verkefni fyrir ríkisvaldið, svo sem greiðslumiðlun vegna búvörusamninga og fleira sem sérstakir samningar gilda um. Ríkisendurskoðun hefur eftirlit með framkvæmdinni. 

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...