Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eldhraun í Vestur-Skaftafellssýslu.
Eldhraun í Vestur-Skaftafellssýslu.
Mynd / TB
Lesendarýni 27. júlí 2016

Vísindaskáldskapur Sveins Runólfssonar

Höfundur: Steinn Orri Erlendsson

Barátta bænda í Landbroti fyrir náttúrulegu rennsli vatns í læki og lindir hefur staðið yfir í áratugi. Eftir að aur og vatn barst nær þjóðveginum í kringum miðja síð- ustu öld hafa ríkisstofnanir reist varnargarða sem hindra náttúrulegt flæði Skaftár út á Eldhraunið í þeim tilgangi að vernda veg og mosa. Með þessari aðgerð hefur rennsli Skaftár út á Eldhraun verið skert sem leitt hefur af sér takmarkað rennsli þess vatns sem kemur undan hrauninu.

Steinn Orri Erlendsson.

Í greininni „Hernaðinum gegn Eldhrauni verður að linna“ úr síð- asta tölublaði Bændablaðsins fer Sveinn Runólfsson mikinn og staðhæfir margt um vatnaveitingar bænda í Landbroti út á Eldhraunið undanfarna áratugi. Gerir hann það án þess að færa fram rök, benda á skýrslur eða ályktanir máli sínu til stuðnings, þó hann segi að gögnin séu til. Kemur það spánskt fyrir sjónir að heiðursmaður sem setið hefur í virðulegu embætti landgræðslustjóra til áratuga skuli láta slíkt frá sér fara í virtum fréttamiðli.

Deilurnar um vatnsþurrð lindarlækja í Landbroti ná lengra aftur en elstu menn muna. Grenlækur og Tungulækur eru eldri en Eldhraunið sjálft. Er sú staðreynd óumdeilanleg, það sýna gömul kort og frásagnir skýrt. Skaftáin bar aur í Eldgjárhraunið og lækirnir runnu sinn veg. Skaftáreldahraunið rann yfir stórt landsvæði og enn runnu lækirnir. Þessir lækir sem lengst af hafa verð með merkari sjóbirtings- ám á landinu. Þá eru bleikjustofnar þessa vatnasvæðis ein af grunnstoð- um í íslensku bleikjueldi. Frá þessu landsvæði komu merkir menn í sögu rafvæðingar landsbyggðarinnar. Ber þar að nefna Bjarna í Hólmi, Sigfús á Geirlandi og Eirík í Svínadal. Bjarni í Hólmi átti fyrsta bíl sveitarinnar og fræg er sagan þegar hann raðaði honum saman part fyrir part niður við Skaftárós og ók honum heim að Hólmi. Þetta voru öflugir menn sem voru kappsamir og bráðgreindir. Þeir lærðu að nýta sér kosti og gæði íslenskrar náttúru þ.m.t. lindarlæki til virkjana til að færa bæjum í samfé- laginu bæði birtu og yl. Lindarlæki sem þeir vissu að voru með tryggu vatnsrennsli sem hélst óbreytt allt þar til opinberir aðilar fóru að hefta nátt- úrulegt flæði Skaftár út á Eldhraunið. Það er því með öllu óskiljanlegt hvað Sveini gengur til með að ýja að því að þeir hafi staðið að virkjanaframkvæmdum við þurra árfarvegi í sinni eigin sveit.

Sveinn ber bændur í Landbroti þungum sökum um ólöglegt athæfi. Að þeir hafi farið inn í annarra manna land og breytt stefnu kvísla og ála til að eiga vatn á rafstöðvar sem þeir reistu við þurra læki. Sú gamla tugga sem hann rifjar upp: „Með lögum skal land byggja og ólögum eyða“ er góð og sönn. Við lifum í réttarríki og ætti endilega að kæra þessar „ólöglegu“ aðgerðir sem hann segir bændur hafa staðið í. Sveini tekst þó að opinbera að málaferlin eru á hendur stjórnsýslunni en ekki bændum og hafa aldrei verið. Þær framkvæmdir, sem unnar hafa verið af eða skv. beiðni landeigenda, hafa alla tíð verið mótvægisaðgerðir við þeim vatnaveitingum sem ríkisstofnanir hafa staðið fyrir án mats á áhrifum þeirra og án samráðs við landeigendur sem sátu síðan eftir með skert vatnsrennsli.

Engar rannsóknir sýna tengingu vatnsmagns Árkvísla við lindarlækina?

Sveinn segir engar rannsóknir sýna tengingu vatnsmagns í Árkvíslum við lindarlækina. Staðreyndir sýna aftur á móti að fyrirstöðugarðar sem hefta vatn í Árkvíslar hafa veruleg áhrif á vatnsmagn lindarlækjanna í Landbroti. Fyrirstöðugarðarnir sem byggðir voru 1992 drógu fljótlega úr vatnsmagni lindarlækjanna, að Grenlæk meðtöldum, og fór svo að stórir kaflar þeirra stóðu á þurru árið 1998.

Samkvæmt greinargerð Orkustofnunar frá 1997 veitir títtnefndur garður í Árkvíslum 12 til 15 m3/s (u.þ.b 3 Elliðaár) frá hrauninu og í Skaftá aftur og rennur síðan framhjá Kirkjubæjarklaustri. Lækirnir voru þurrari en aurarnir í Eldhrauni sem birtast í martröðum landgræðslumanna. Það var ekki fyrr en þessi stífla, sem kallaður er flóð- varnargarður, var rofinn að lækirnir runnu á ný. Nú veit ég ekki hvort menn efist um að vatnið úr baðkarinu renni um niðurfallið þegar tappinn er tekinn. Ef svo er, skil ég að þessi tilraun vefjist fyrir þeim.

Í greinargerð Orkustofnunar frá 1997 segir orðrétt um garðinn við Brest.

„Árið 1992 var lokað fyrir þessa veitu að mestu, þar sem sumum þóttu rökin fyrir tilvist hennar og vatnsmagnið orka tvímælis. Greina má breytingar af völdum þeirra aðgerða á rennslissíritum. Eftir að hætt var að beina ánni út á lekasvæði hefur meðalrennsli Skaftár við Kirkjubæjarklaustur, sem var lengst af 35 til 38 m3/s aukist í 50 m3/s síðustu fjögur ár. Þetta þýðir að það hefur alltaf lekið mikið vatn út í hraunið, sennilega svipað og rann út um Brest.“

Aurburður til baga í lækjum?

Rök þeirra sem vilja hefta eða takmarka stórlega það vatn sem fellur úr Skaftá út á hraunið um Árkvíslar eru m.a. að jökulvatnið í Skaftá muni á endanum ná til lindarlækjanna sem koma undan hrauninu og rústa lífríkinu í þeim.

Það vita þeir sem kunnugir eru sjóbirtingnum í Skaftárhreppi að hann gerist vart stærri en í Kúðafljóti sem er jökulvatn og að sjóbirtingsstofninn hrundi í Eldvatninu eftir að „jökullinn“ var tekinn af því.

Á Suðurlandi eru stórar jökulár, Ölfusá og Þjórsá. Í þeim eru einna stærstu náttúrulegu laxastofnar landsins. Rétt austar eru lindárnar Eystri- og Ytri-Rangá, í þeim er lítið um náttúrulegan laxasporð og er þeim haldið uppi með seiðasleppingum. Þvert á móti hefur það vatn sem kemur ofan af Eldhrauni að sumri alltaf verið ríkt af snefilefnum, haldið uppi hitastigi Grenlækjar og Tungulækjar og skapað þá einstöku flóru og fánu sem í þeim er. Að taka „jökulinn“ af þessum lækjum er og verður glæpur gegn lífríki þeirra. Stíflugerð opinberra aðila frá 1992 hefur orðið til þess að bleikjustofninn er nánast útdauður. Urriðaveiði hefur dregist saman um tæp 90%. Það ástand sem nú er upp komið með þurrum árfarvegum og þá einkum hrygningarstöðvum á löngum köflum hefur að auki ófyrirsjáanlegar afleiðingar á lífríkið. Hvers eiga komandi kynslóðir að gjalda, Sveinn minn?

Ábyrgð bænda

Landeigendum ber siðferðisleg skylda til að standa vörð um þá náttúru sem er innan eignar þeirra. Það er ótækt að þeir þurfi að standa í eilífðar stappi við stjórnsýslu um að vatni skuli ekki veitt frá þeirra landi. Það er hneisa að fyrrverandi stórlaxar í náttúruvernd skuli meta gamburmosa ofar auðugum vistkerfum. Mosa sem bændur eyða ekki, heldur náttúrulegt rennsli jökulvatns. Bændur eru ekki að leysa einn umhverfisvanda með því að bæta á annan. Því er bersýnilega öfugt farið.

Það er leiðinlegt að sjá hvernig fyrrverandi landgræðslustjóra tekst að afskræma niðurstöður greinargerða og sögu þessa máls og með því ómerka ritaðar heimildir fræðimanna. Vona ég að honum sjálfum farnist sú gæfa að hans óeigingjarna starf að hinum ýmsu málum, sem snerta þjóðina og ekki síst landsbyggðina alla, verði virt um ókomna tíð. Mál er svo sannarlega að linni.

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi
Fréttir 27. febrúar 2024

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi

Deildarfundur garðyrkjubænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar ...