Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Vinna hafin við frumvarp að lögum um landgræðslu
Fréttir 3. desember 2014

Vinna hafin við frumvarp að lögum um landgræðslu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að hefja vinnu við frumvarp að nýjum lögum um landgræðslu.

Núgildandi lög voru staðfest 24. apríl 1965. Margt hefur breyst í okkar samfélagi síðan og hefur lengi verið talin ástæða til að endurskoða núgildandi lög.

Í frétt á vef Umhverfisráðuneytisins segir að við gerð frumvarpsins verði m.a. byggt á vinnu nefndar um endurskoðun laga um landgræðslu, sem skilaði greinargerð í júní 2012. Í greinagerðinni er lagt til að tilgangur laganna skuli vera: „að vernda, endurheimta og auka þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í jarðvegi og gróðri landsins og stuðla að sjálfbærri vernd og nýtingu þeirra. Jafnframt að vistkerfi  landsins geti veitt samfélaginu fjölbreytta þjónustu.“
Við gerð frumvarpsins er lögð áhersla á að skýra ákvæði um verndun vistkerfa og jarðvegs, sjálfbæra nýtingu þeirra, sem og leiðir til landgræðslu með það meginmarkmið að byggja upp og endurheimta gróður- og jarðvegsauðlindir landsins.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun njóta aðstoðar samráðsvettvangs við gerð frumvarpsins. Hann verður skipaður tveimur fulltrúum fyrri nefndar, og fulltrúum Bændasamtaka Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landverndar. Hlutverk vettvangsins er að vera ráðuneytinu til ráðgjafar um innihald og uppbyggingu nýs frumvarps, m.a. á grunni fyrirliggjandi vinnu.

Miðað er við að frumvarp til nýrra laga um landgræðslu verði lagt fram á haustþingi 2015.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...