Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu koltrefjaverksmiðju í Skagafirði. F.v: Gísli Sigurðsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Sigfús Ingi Sigfússon.
Frá undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu koltrefjaverksmiðju í Skagafirði. F.v: Gísli Sigurðsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Sigfús Ingi Sigfússon.
Fréttir 8. júní 2020

Viljayfirlýsing um uppbyggingu koltrefjaverksmiðju

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Skrifað hefur verið undir vilja­yfir­lýsingu um uppbyggingu koltrefjaverksmiðju í Skagafirði. Samræmist viljayfirlýsingin stefnu stjórnvalda um eflingu nýfjár­festingar í íslensku atvinnu­lífi og samkeppnishæfni Íslands á sviði nýfjárfestingar, sérstaklega á dreif­býlum svæðum líkt og á Norðurlandi vestra.
 
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og nýsköp­unar­ráðherra og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitar­félagsins Skagafjarðar, skrifuðu undir yfirlýsinguna.
 
Tryggja þarf raforkuöryggi
 
Í henni kemur fram að stjórnvöld munu vinna með Sveitarfélaginu Skagafirði að innviðauppbyggingu á svæðinu með það að markmiði að fá mannaflsfreka og umhverfis­væna fjárfestingu inn á svæðið. Liður í þeirri uppbyggingu er m.a. að tryggja raforkuöryggi á svæðinu með Sauðárkrókslínu 2 en framkvæmdir við lagningu hennar hófust í vor.
 
Sveitarfélagið Skagafjörður í samvinnu við menntastofnanir og hagsmunaaðila á svæðinu hafa verið leiðandi á Íslandi í rannsóknum og undirbúningi að uppbyggingu koltrefjaframleiðslu á Íslandi. Er það stefna Sveitarfélagsins Skagafjaðar að vera í fararbroddi á Íslandi á sviði trefjaframleiðslu og tengdrar starfsemi, segir í frétt á vef sveitarfélagsins.
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f