Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vilja undanþágu frá samkeppnislögum fyrir afurðastöðvar í kjötiðnaði
Mynd / Bbl
Fréttir 6. nóvember 2018

Vilja undanþágu frá samkeppnislögum fyrir afurðastöðvar í kjötiðnaði

Tveir þingmenn Framsóknarflokksins, þær Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem tilgangurinn er að undanskilja afurðastöðvar í kjötiðnaði ákvæðum samkeppnislaga. Ástæðan er erfið staða á kjötmarkaði og vaxandi samkeppni að utan sem kalli á aukna hagræðingu og lægri kostnað. Lögð er til breyting á búvörulögum sem gerir afurðastöðvum heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Í frumvarpinu kemur fram að ráðherra skuli upplýstur um samninga og samstarf fyrirtækjanna.

Jákvæð áhrif á rekstur afurðastöðva og hagstæðara verð fyrir neytendur

Í greinargerð með frumvarpinu segir að flutningsmenn telji að samþykkt frumvarpsins muni hafa jákvæð áhrif fyrir afurðastöðvar og bændur og hafa í för með sér hagstæðara verð fyrir neytendur.

„Tilgangurinn er að veita innlendum kjötiðnaði tækifæri til að hagræða og til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan. Í alþjóðlegum samanburði eru innlendar afurðastöðvar í kjötiðnaði örsmáar og því ekki samkeppnishæfar við afurðastöðvar á erlendum mörkuðum sem eru mun stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Innlendur kjötiðnaður er engu síður í vaxandi samkeppni við afurðir frá erlendum mörkuðum. Afurðarstöðvar í kjötiðnaði geta mjög takmarkað sameinast þar sem það er í andstöðu við ákvæði samkeppnislaga. Það skilar sér í of háum rekstrarkostnaði, háu verði til neytenda og lágu afurðaverði til bænda,“ segir í greinargerð.

Kjötframleiðendur standa höllum fæti

Þá benda flutningsmenn á að síðustu misseri hafi innflutningur á kjöti aukist umtalsvert og að innlendir aðilar standi þar höllum færi. „Samkeppnin er við erlenda framleiðendur sem eru margfalt stærri en þeir sem hér er að finna. Með frumvarpinu er því lagt til að afurðastöðvar í kjötiðnaði verði undanþegnar ákvæðum samkeppnislaga en fyrir því eru fordæmi þar sem mjólkuriðnaður er samkvæmt búvörulögum undanþeginn ákvæðum samkeppnislaga.“

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...