Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Linde Gas hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda svo leyft verði að byggja iðnaðarhúsnæði.
Linde Gas hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda svo leyft verði að byggja iðnaðarhúsnæði.
Mynd / hgs
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda í Grímsnesi.

Á svæðinu fer fram vinnsla fyrirtækisins á koltvísýringi úr vatni sem dælt er upp úr borholum á jörðinni. Í umsókninni óskar Linde Gas eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi á þann hátt að leyfð verði bygging á nýju 300 fm iðnaðarhúsnæði á lóðinni auk þess að leyfa stækkun við núverandi vinnsluhús um 100 fm. Þá verði heimilt að byggja aðstöðuhús fyrir starfsfólk og skrifstofu, allt að 70 fm. Allt að átta metra háir tankar verði þá leyfðir til geymslu á afurðum stöðvarinnar. Skv. upplýsingum frá skipulagsfulltrúa umhverfis- og tæknisviði Uppsveita barst umsókn Linde Gas um breytt deiliskipulag þann 11. september en ekki liggja fyrir neinar umsóknir vegna hugsanlegra framkvæmda á grundvelli hins nýja skipulags, enda slíkt ekki hægt fyrr en nýtt skipulag tekur gildi.

Tillaga um nýtt deiliskipulag er nú í auglýsingu hjá sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps en hægt er að skila inn athugasemdum til 22. nóvember nk.

Skylt efni: Linde Gas

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...