Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Linde Gas hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda svo leyft verði að byggja iðnaðarhúsnæði.
Linde Gas hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda svo leyft verði að byggja iðnaðarhúsnæði.
Mynd / hgs
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda í Grímsnesi.

Á svæðinu fer fram vinnsla fyrirtækisins á koltvísýringi úr vatni sem dælt er upp úr borholum á jörðinni. Í umsókninni óskar Linde Gas eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi á þann hátt að leyfð verði bygging á nýju 300 fm iðnaðarhúsnæði á lóðinni auk þess að leyfa stækkun við núverandi vinnsluhús um 100 fm. Þá verði heimilt að byggja aðstöðuhús fyrir starfsfólk og skrifstofu, allt að 70 fm. Allt að átta metra háir tankar verði þá leyfðir til geymslu á afurðum stöðvarinnar. Skv. upplýsingum frá skipulagsfulltrúa umhverfis- og tæknisviði Uppsveita barst umsókn Linde Gas um breytt deiliskipulag þann 11. september en ekki liggja fyrir neinar umsóknir vegna hugsanlegra framkvæmda á grundvelli hins nýja skipulags, enda slíkt ekki hægt fyrr en nýtt skipulag tekur gildi.

Tillaga um nýtt deiliskipulag er nú í auglýsingu hjá sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps en hægt er að skila inn athugasemdum til 22. nóvember nk.

Skylt efni: Linde Gas

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...