Linde Gas hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda svo leyft verði að byggja iðnaðarhúsnæði.
Linde Gas hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda svo leyft verði að byggja iðnaðarhúsnæði.
Mynd / hgs
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda í Grímsnesi.

Á svæðinu fer fram vinnsla fyrirtækisins á koltvísýringi úr vatni sem dælt er upp úr borholum á jörðinni. Í umsókninni óskar Linde Gas eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi á þann hátt að leyfð verði bygging á nýju 300 fm iðnaðarhúsnæði á lóðinni auk þess að leyfa stækkun við núverandi vinnsluhús um 100 fm. Þá verði heimilt að byggja aðstöðuhús fyrir starfsfólk og skrifstofu, allt að 70 fm. Allt að átta metra háir tankar verði þá leyfðir til geymslu á afurðum stöðvarinnar. Skv. upplýsingum frá skipulagsfulltrúa umhverfis- og tæknisviði Uppsveita barst umsókn Linde Gas um breytt deiliskipulag þann 11. september en ekki liggja fyrir neinar umsóknir vegna hugsanlegra framkvæmda á grundvelli hins nýja skipulags, enda slíkt ekki hægt fyrr en nýtt skipulag tekur gildi.

Tillaga um nýtt deiliskipulag er nú í auglýsingu hjá sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps en hægt er að skila inn athugasemdum til 22. nóvember nk.

Skylt efni: Linde Gas

Sjónum beint að fiskauganu
Fréttir 12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ekki hefur enn fundist flötur á því hér á Íslandi að nýta fiskaugu sérstaklega ú...

Ný Hrútaskrá og hrútafundir
Fréttir 12. nóvember 2024

Ný Hrútaskrá og hrútafundir

Von er á prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar mánudaginn 18. nóvember, þar sem 54 sæ...

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardó...

Hækkun á minkaskinnum
Fréttir 12. nóvember 2024

Hækkun á minkaskinnum

Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir ...

Land tryggt undir vindmyllusvæðin
Fréttir 11. nóvember 2024

Land tryggt undir vindmyllusvæðin

Skipulagsstofnun hefur fengið fyrirhugaðan vindorkugarð í Fljótsdalshreppi inn á...

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt
Fréttir 11. nóvember 2024

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt

Erfðarannsóknir í íslenskri kornrækt sækja í sig veðrið um þessar mundir, ekki s...

Nóg af sæði í hafrastöðinni
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að...

Eggjaskortur vegna dýravelferðar
Fréttir 8. nóvember 2024

Eggjaskortur vegna dýravelferðar

Litlar birgðir á eggjum í verslunum má rekja til umfangsmikilla breytinga sem bæ...