Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Linde Gas hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda svo leyft verði að byggja iðnaðarhúsnæði.
Linde Gas hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda svo leyft verði að byggja iðnaðarhúsnæði.
Mynd / hgs
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda í Grímsnesi.

Á svæðinu fer fram vinnsla fyrirtækisins á koltvísýringi úr vatni sem dælt er upp úr borholum á jörðinni. Í umsókninni óskar Linde Gas eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi á þann hátt að leyfð verði bygging á nýju 300 fm iðnaðarhúsnæði á lóðinni auk þess að leyfa stækkun við núverandi vinnsluhús um 100 fm. Þá verði heimilt að byggja aðstöðuhús fyrir starfsfólk og skrifstofu, allt að 70 fm. Allt að átta metra háir tankar verði þá leyfðir til geymslu á afurðum stöðvarinnar. Skv. upplýsingum frá skipulagsfulltrúa umhverfis- og tæknisviði Uppsveita barst umsókn Linde Gas um breytt deiliskipulag þann 11. september en ekki liggja fyrir neinar umsóknir vegna hugsanlegra framkvæmda á grundvelli hins nýja skipulags, enda slíkt ekki hægt fyrr en nýtt skipulag tekur gildi.

Tillaga um nýtt deiliskipulag er nú í auglýsingu hjá sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps en hægt er að skila inn athugasemdum til 22. nóvember nk.

Skylt efni: Linde Gas

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f