Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Óskað var eftir hugmyndum að uppbyggingu verslunar, þjónustu og íbúðabyggðar á Flúðum.
Óskað var eftir hugmyndum að uppbyggingu verslunar, þjónustu og íbúðabyggðar á Flúðum.
Mynd / Hrunamannahr.
Fréttir 12. desember 2023

Vilja nýjungar í miðju Flúða

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Hrunamannahreppur auglýsti nýverið eftir áhugasömum aðilum til að byggja upp verslun, þjónustu og íbúðabyggð á landi miðsvæðis á Flúðum.

Um er að ræða lóðir við Reynihlíð og Víðihlíð. Gerir núverandi landnotkun svæðisins ráð fyrir verslun og þjónustu við Reynihlíð en þar eru í dag byggingar sem eru víkjandi skv. deiliskipulagi. Samtals fermetrar skipulagðra lóða við báðar götur eru 9.365m2.

Segir í tilkynningu frá Hrunamannahreppi að ríkir möguleikar séu á lóðunum til fjölbreyttrar uppbyggingar en komi fram óskir um að vikið verði frá gildandi aðal- og/eða deiliskipulagi beri lóðarhafa að sjá um þær breytingar sem og að bera allan kostnað við þá vinnu. Frestur til að skila inn hugmyndum var til 13. nóvember sl.

Að sögn Aldísar Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra Hrunamannahrepps, barst eitt tilboð í lóðirnar, frá Torfa G. Ingvasyni, sem hyggur á uppbyggingu þar sem byggt verði á samspili gróðurhúsa og ferðatengdrar þjónustu. „Við erum að vonast til að geta náð fundi með sveitarstjórnarmönnum og Torfa í fyrstu vikunni í desember en sveitarstjórn er afar ánægð með þær hugmyndir sem Torfi hefur sett fram um uppbyggingu á svæðinu,“ segir Aldís.

Skylt efni: Flúðir

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...