Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Óskað var eftir hugmyndum að uppbyggingu verslunar, þjónustu og íbúðabyggðar á Flúðum.
Óskað var eftir hugmyndum að uppbyggingu verslunar, þjónustu og íbúðabyggðar á Flúðum.
Mynd / Hrunamannahr.
Fréttir 12. desember 2023

Vilja nýjungar í miðju Flúða

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Hrunamannahreppur auglýsti nýverið eftir áhugasömum aðilum til að byggja upp verslun, þjónustu og íbúðabyggð á landi miðsvæðis á Flúðum.

Um er að ræða lóðir við Reynihlíð og Víðihlíð. Gerir núverandi landnotkun svæðisins ráð fyrir verslun og þjónustu við Reynihlíð en þar eru í dag byggingar sem eru víkjandi skv. deiliskipulagi. Samtals fermetrar skipulagðra lóða við báðar götur eru 9.365m2.

Segir í tilkynningu frá Hrunamannahreppi að ríkir möguleikar séu á lóðunum til fjölbreyttrar uppbyggingar en komi fram óskir um að vikið verði frá gildandi aðal- og/eða deiliskipulagi beri lóðarhafa að sjá um þær breytingar sem og að bera allan kostnað við þá vinnu. Frestur til að skila inn hugmyndum var til 13. nóvember sl.

Að sögn Aldísar Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra Hrunamannahrepps, barst eitt tilboð í lóðirnar, frá Torfa G. Ingvasyni, sem hyggur á uppbyggingu þar sem byggt verði á samspili gróðurhúsa og ferðatengdrar þjónustu. „Við erum að vonast til að geta náð fundi með sveitarstjórnarmönnum og Torfa í fyrstu vikunni í desember en sveitarstjórn er afar ánægð með þær hugmyndir sem Torfi hefur sett fram um uppbyggingu á svæðinu,“ segir Aldís.

Skylt efni: Flúðir

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...