Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Óskað var eftir hugmyndum að uppbyggingu verslunar, þjónustu og íbúðabyggðar á Flúðum.
Óskað var eftir hugmyndum að uppbyggingu verslunar, þjónustu og íbúðabyggðar á Flúðum.
Mynd / Hrunamannahr.
Fréttir 12. desember 2023

Vilja nýjungar í miðju Flúða

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Hrunamannahreppur auglýsti nýverið eftir áhugasömum aðilum til að byggja upp verslun, þjónustu og íbúðabyggð á landi miðsvæðis á Flúðum.

Um er að ræða lóðir við Reynihlíð og Víðihlíð. Gerir núverandi landnotkun svæðisins ráð fyrir verslun og þjónustu við Reynihlíð en þar eru í dag byggingar sem eru víkjandi skv. deiliskipulagi. Samtals fermetrar skipulagðra lóða við báðar götur eru 9.365m2.

Segir í tilkynningu frá Hrunamannahreppi að ríkir möguleikar séu á lóðunum til fjölbreyttrar uppbyggingar en komi fram óskir um að vikið verði frá gildandi aðal- og/eða deiliskipulagi beri lóðarhafa að sjá um þær breytingar sem og að bera allan kostnað við þá vinnu. Frestur til að skila inn hugmyndum var til 13. nóvember sl.

Að sögn Aldísar Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra Hrunamannahrepps, barst eitt tilboð í lóðirnar, frá Torfa G. Ingvasyni, sem hyggur á uppbyggingu þar sem byggt verði á samspili gróðurhúsa og ferðatengdrar þjónustu. „Við erum að vonast til að geta náð fundi með sveitarstjórnarmönnum og Torfa í fyrstu vikunni í desember en sveitarstjórn er afar ánægð með þær hugmyndir sem Torfi hefur sett fram um uppbyggingu á svæðinu,“ segir Aldís.

Skylt efni: Flúðir

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...