Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Vilja Neytendasamtökin innflutning á kjöti mengað af sýklalyfjum?
Lesendarýni 7. apríl 2015

Vilja Neytendasamtökin innflutning á kjöti mengað af sýklalyfjum?

Höfundur: Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna.
Ekki er óeðlilegt að blað sem gefið er út af Bændasamtökum Íslands reyni af bestu getu að gæta hagsmuna bænda en  Bændablaðið hefur að undanförnu farið mikinn í að verja þá tollastefnu sem beitt er að sögn til að vernda hagsmuni innlends landbúnaðar. Undirritaður sér sig þó knúinn til að leiðrétta ákveðinn misskilning sem einkennir einhliða málflutning Bændablaðsins þar sem ákveðnar staðreyndir koma ekki fram.
 
Jóhannes Gunnarsson.
Þannig leggur blaðið mikla áherslu á að spyrða Neytendasamtökin saman við samtök innan verslunarinnar og má helst skilja á skrifum blaðsins að Neytendasamtökunum sé meira umhugað um hag hennar en neytenda. Svona málflutningur dæmir sig að sjálfsögðu sjálfur, enda er það hlutverk Neytendasamtakanna að gæta hagsmuna neytenda og engra annarra. En þegar kemur að því að gæta þessara hagsmuna greinir okkur oft á við samtök sem gæta hagsmuna annarra. Þá er oftar en ekki vænlegra að aðilar setjist niður og ræði málið í stað þess að vera með upphrópanir.
 
Vissulega hafa Neytenda­samtökin gagnrýnt háa tolla á landbúnaðarvörur og krafist lækkana á þeim og í sumum tilvikum afnáms þegar til lengri tíma er litið. Samtökin hafa jafnframt kallað eftir endurskoðun á landbúnaðarkerfinu og ítrekað bent á að fyrr eða síðar verði tollar lækkaðir með nýjum samningum innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Því væri betra að í stað þess að vernda kerfi sem er dæmt til að taka breytingum að búa það undir þær breytingar. Enda vitum við að hér á landi eru framleiddar gæðavörur og flest okkar vilja hafa landbúnaðinn sem öflugastan, en um leið samkeppnishæfan. Því er löngu tímabært að endurskoða landbúnaðarstefnuna í þágu neytenda og einnig bænda. Jafnframt er ástæða til að minna á að íslenskar landbúnaðarvörur njóta vaxandi hylli í mörgum löndum. Með því að loka landið af með tollmúrum erum við um leið að skerða möguleika okkar á auknum útflutningi. Það á því að vera sameiginlegt hagsmunamál íslenskra neytenda og bænda að viðskiptafrelsi landa á milli með landbúnaðarvörur verði aukið sem allra mest.
 
Þegar Bændablaðið úthúðar Neytenda­sam­­­tökunum vegna meintrar stefnu þeirra í landbúnaðar­málum koma oft hinar furðu­legustu staðhæfingar fram. Þannig var nýlega fjallað um ofnotkun sýkla­lyfja í land­­búnaði í mörgum löndum og sagði þar m.a: „Þær áhyggjur sem Neytendasamtökin virðast hafa af kjötinnflutningi eru að ekki sé nógu ötullega unnið að því að fella niður innflutningsgjöld af kjöti. Lýðheilsumál eru ekki mikið rædd í því sambandi. Þar skipta verðlagsmál til skamms tíma greinilega meira máli.“ Það er lágmarkskrafa að þeir sem eru að fjalla um afstöðu Neytendasamtakanna til einstakra mála kynni sér stefnu þeirra í heild sinni en tíni ekki aðeins út það sem hentar. Þannig hafa Neytendasamtökin ítrekað gert kröfu um að innfluttar landbúnaðarvörur séu ekki lakari að gæðum en þær innlendu. Í samþykkt síðasta þings samtakanna segir þannig orðrétt: „Tryggja þarf með eftirliti að innfluttar vörur uppfylli sömu kröfur og gerðar eru til innlendrar framleiðslu.“ Það er því ljóst að um leið og Neytendasamtökin berjast fyrir sem lægstu vöruverði gera þau ýtrustu kröfur um gæði vörunnar og þetta ætti Bændablaðið að hafa í huga næst þegar það fjallar um stefnu Neytendasamtakanna varðandi innflutning á matvælum.
 
Loks skal minnt á að Neytendasamtökin hafa barist ötullega fyrir því að neytendur fái allar nauðsynlegar upplýsingar um vöruna áður en kaup fara fram, enda slíkt nauðsynlegt til að tryggja að neytendur geti valið á upplýstan hátt. Eitt af því sem neytendur vilja vita um er upprunaland matvara. Það var því fagnaðarefni þegar Neytendasamtökin, Bændasamtök Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu samstarfssáttmála um að vinna að því í sameiningu að upprunaland komi fram á öllum matvörum. Slíkt samstarf er vænlegra til árangurs heldur en upphrópanir og skítkast.
 
 
 
Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...