Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vilja ljósleiðara í Ásahrepp
Fréttir 28. júlí 2014

Vilja ljósleiðara í Ásahrepp

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hreppsnefnd Ásahrepps vill skoða möguleikann á lagningu ljósleiðara í hreppinn. Á fundi hreppsnefndar fyrir skömmu greindi Ingólfur Bruun frá því að lagning ljósleiðara í Mýrdal hefði gengið vel, en væri ekki að fullu lokið. 

Hann mælti með að hreppsnefnd Ásahrepps myndi hitta forsvarsmenn verkefnisins í Mýrdal og kynna sér það. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hver hönnunarkostnaður yrði fyrir ljósleiðaravæðingu Ásahrepps. 

Ingólfur mælti með að fyrirtækin Heflun ehf. og Leiðarinn ehf. yrðu fengin til að vinna verkið og að notaðir verði tengiskápar í stað tengibrunna. Hann lagði einnig til að sveitarfélagið eða dótturfyrirtæki þess verði eigandi allra lagna og að samið verði við fjarskiptafyrirtæki um rekstur kerfisins.

Hreppsnefnd Ásahrepps leggur áherslu á að vandað verði til undirbúnings fyrir ljósleiðaralögn í hreppinn og að verðkönnun verði gerð á sem flestum verkþáttum og efni til verksins.  Oddvita var falið að skipuleggja heimsókn til fyrirtækisins Líf í Mýrdal til að kynna sér viðhorf verkkaupa í Mýrdal.
 

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...