Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Vilja ljósleiðara í Ásahrepp
Fréttir 28. júlí 2014

Vilja ljósleiðara í Ásahrepp

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hreppsnefnd Ásahrepps vill skoða möguleikann á lagningu ljósleiðara í hreppinn. Á fundi hreppsnefndar fyrir skömmu greindi Ingólfur Bruun frá því að lagning ljósleiðara í Mýrdal hefði gengið vel, en væri ekki að fullu lokið. 

Hann mælti með að hreppsnefnd Ásahrepps myndi hitta forsvarsmenn verkefnisins í Mýrdal og kynna sér það. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hver hönnunarkostnaður yrði fyrir ljósleiðaravæðingu Ásahrepps. 

Ingólfur mælti með að fyrirtækin Heflun ehf. og Leiðarinn ehf. yrðu fengin til að vinna verkið og að notaðir verði tengiskápar í stað tengibrunna. Hann lagði einnig til að sveitarfélagið eða dótturfyrirtæki þess verði eigandi allra lagna og að samið verði við fjarskiptafyrirtæki um rekstur kerfisins.

Hreppsnefnd Ásahrepps leggur áherslu á að vandað verði til undirbúnings fyrir ljósleiðaralögn í hreppinn og að verðkönnun verði gerð á sem flestum verkþáttum og efni til verksins.  Oddvita var falið að skipuleggja heimsókn til fyrirtækisins Líf í Mýrdal til að kynna sér viðhorf verkkaupa í Mýrdal.
 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f