Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Vilja ljósleiðara í Ásahrepp
Fréttir 28. júlí 2014

Vilja ljósleiðara í Ásahrepp

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hreppsnefnd Ásahrepps vill skoða möguleikann á lagningu ljósleiðara í hreppinn. Á fundi hreppsnefndar fyrir skömmu greindi Ingólfur Bruun frá því að lagning ljósleiðara í Mýrdal hefði gengið vel, en væri ekki að fullu lokið. 

Hann mælti með að hreppsnefnd Ásahrepps myndi hitta forsvarsmenn verkefnisins í Mýrdal og kynna sér það. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hver hönnunarkostnaður yrði fyrir ljósleiðaravæðingu Ásahrepps. 

Ingólfur mælti með að fyrirtækin Heflun ehf. og Leiðarinn ehf. yrðu fengin til að vinna verkið og að notaðir verði tengiskápar í stað tengibrunna. Hann lagði einnig til að sveitarfélagið eða dótturfyrirtæki þess verði eigandi allra lagna og að samið verði við fjarskiptafyrirtæki um rekstur kerfisins.

Hreppsnefnd Ásahrepps leggur áherslu á að vandað verði til undirbúnings fyrir ljósleiðaralögn í hreppinn og að verðkönnun verði gerð á sem flestum verkþáttum og efni til verksins.  Oddvita var falið að skipuleggja heimsókn til fyrirtækisins Líf í Mýrdal til að kynna sér viðhorf verkkaupa í Mýrdal.
 

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...