Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Erik Vammen og Jesper Jensen.
Erik Vammen og Jesper Jensen.
Mynd / VH
Fréttir 25. mars 2022

Vilja íslenskan mink á fæti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fulltrúar danskra minkabænda voru staddir hér á landi fyrir stuttu til að kanna möguleika á að kaupa milli 20 og 25 þúsund lifandi minkalæður og högna.

Danirnir, Erik Vammen og Jesper Jensen, sem voru á landinu í þrjár vikur, eru báðir minkabændur og heimsóttu íslenska kollega sína.

Að þeirra sögn eru samtök minkabænda í Danmörku búin að sækja um leyfi til að hefja minkaeldi á ný eftir að öllum minkum þar var fargað í kjölfar þess að Covid-19 smit fannst í minkum þar fyrir tveimur árum.

Í samtali við Bændablaðið sögð­ust Danirnir bjartsýnir á að leyfið yrði afgreitt í maí. Þeir segjast einnig vera sannfærðir um að verð á minkaskinnum eigi eftir að hækka, enda verðið verið óvenjulágt á síðustu árum. Þeir segja að loðdýrabændur hafi lifað af þrengingar á markaði áður og að þeir munu lifa þrengingarnar núna af líka.

Ástæður þess að Danir hafa áhuga á íslenskum dýrum eru aðallega tvær. Í fyrsta lagi að minkar á Íslandi eru lausir við sjúkdóma sem herja á eldisminka í Evrópu, og í öðru lagi að íslenskir minkar eru upprunnir í Danmörku.

Ef af viðskiptunum verður mun dýrunum verða flogið til Danmerkur.

Vammen og Jensen sögðu að þeir hefðu einnig skoðað möguleikann á að kaupa eða leigja hentugt húsnæði til minkaeldis hér á landi, en að slíkt hafi ekki staðið til boða.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...