Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Erik Vammen og Jesper Jensen.
Erik Vammen og Jesper Jensen.
Mynd / VH
Fréttir 25. mars 2022

Vilja íslenskan mink á fæti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fulltrúar danskra minkabænda voru staddir hér á landi fyrir stuttu til að kanna möguleika á að kaupa milli 20 og 25 þúsund lifandi minkalæður og högna.

Danirnir, Erik Vammen og Jesper Jensen, sem voru á landinu í þrjár vikur, eru báðir minkabændur og heimsóttu íslenska kollega sína.

Að þeirra sögn eru samtök minkabænda í Danmörku búin að sækja um leyfi til að hefja minkaeldi á ný eftir að öllum minkum þar var fargað í kjölfar þess að Covid-19 smit fannst í minkum þar fyrir tveimur árum.

Í samtali við Bændablaðið sögð­ust Danirnir bjartsýnir á að leyfið yrði afgreitt í maí. Þeir segjast einnig vera sannfærðir um að verð á minkaskinnum eigi eftir að hækka, enda verðið verið óvenjulágt á síðustu árum. Þeir segja að loðdýrabændur hafi lifað af þrengingar á markaði áður og að þeir munu lifa þrengingarnar núna af líka.

Ástæður þess að Danir hafa áhuga á íslenskum dýrum eru aðallega tvær. Í fyrsta lagi að minkar á Íslandi eru lausir við sjúkdóma sem herja á eldisminka í Evrópu, og í öðru lagi að íslenskir minkar eru upprunnir í Danmörku.

Ef af viðskiptunum verður mun dýrunum verða flogið til Danmerkur.

Vammen og Jensen sögðu að þeir hefðu einnig skoðað möguleikann á að kaupa eða leigja hentugt húsnæði til minkaeldis hér á landi, en að slíkt hafi ekki staðið til boða.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...