Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Petra Kristín og Stormur frá Ytri-Sólheimum.
Petra Kristín og Stormur frá Ytri-Sólheimum.
Fréttir 12. desember 2022

Vilja hesthúsalóðir sem fyrst

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Petra Kristín Kristinsdóttir, formaður Hestamannafélagsins Sindra, hefur skrifað sveitarstjórn Mýrdalshrepps erindi fyrir hönd félagsins þar sem kallað er eftir því að drifið verði í að auglýsa lóðir undir hesthús í Vík.

Hún gerir um leið athugasemd við hversu seint gengur að klára málið og auglýsa lóðir.

Í erindinu segir hún að það sé farið að þrengjast verulega að þeim sem nýta hesthúsið í þorpinu. Erfitt sé að komast að og frá aðstöðunni á reiðveg vegna fjölda ferðamanna, bæði á bílum og gangandi vegfarenda.

Þrjú hús fyrir 155 félagsmenn

Svæði Hestamanna­ félagsins Sindra nær frá Álftaveri í austri og að Markarfljóti í vestri. Um 155 félagsmenn eru skráðir í Sindra en hesthúsin í Vík eru aðeins þrjú talsins og þar af hýsir eitt þeirra hestaleigu eingöngu. „Einnig eru þau sem eiga hesthús næst sjónum orðin uggandi vegna ágangs sjávar þar. Það er því von okkar að Mýrdalshreppur drífi í að klára málin og auglýsa lóðir, sem allra fyrst svo hægt sé að fara að nýta þetta svæði og svo í framhaldinu fara að vinna í að gera reiðvöll og vonandi reiðhöll þegar frá líður, því það stendur okkur fyrir þrifum að hafa ekki almennilega aðstöðu í sveitarfélaginu,“ segir Petra Kristín. Sveitarstjórn þakkaði fyrir erindið á síðasta fundi sínum og fól skipulags­ og byggingarfulltrúa að auglýsa lóðir þegar hægt er.

Skylt efni: hesthús

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...