Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Petra Kristín og Stormur frá Ytri-Sólheimum.
Petra Kristín og Stormur frá Ytri-Sólheimum.
Fréttir 12. desember 2022

Vilja hesthúsalóðir sem fyrst

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Petra Kristín Kristinsdóttir, formaður Hestamannafélagsins Sindra, hefur skrifað sveitarstjórn Mýrdalshrepps erindi fyrir hönd félagsins þar sem kallað er eftir því að drifið verði í að auglýsa lóðir undir hesthús í Vík.

Hún gerir um leið athugasemd við hversu seint gengur að klára málið og auglýsa lóðir.

Í erindinu segir hún að það sé farið að þrengjast verulega að þeim sem nýta hesthúsið í þorpinu. Erfitt sé að komast að og frá aðstöðunni á reiðveg vegna fjölda ferðamanna, bæði á bílum og gangandi vegfarenda.

Þrjú hús fyrir 155 félagsmenn

Svæði Hestamanna­ félagsins Sindra nær frá Álftaveri í austri og að Markarfljóti í vestri. Um 155 félagsmenn eru skráðir í Sindra en hesthúsin í Vík eru aðeins þrjú talsins og þar af hýsir eitt þeirra hestaleigu eingöngu. „Einnig eru þau sem eiga hesthús næst sjónum orðin uggandi vegna ágangs sjávar þar. Það er því von okkar að Mýrdalshreppur drífi í að klára málin og auglýsa lóðir, sem allra fyrst svo hægt sé að fara að nýta þetta svæði og svo í framhaldinu fara að vinna í að gera reiðvöll og vonandi reiðhöll þegar frá líður, því það stendur okkur fyrir þrifum að hafa ekki almennilega aðstöðu í sveitarfélaginu,“ segir Petra Kristín. Sveitarstjórn þakkaði fyrir erindið á síðasta fundi sínum og fól skipulags­ og byggingarfulltrúa að auglýsa lóðir þegar hægt er.

Skylt efni: hesthús

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.