Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stjórn deildar svínabænda BÍ. Geir Gunnar Geirsson, Sveinn Jónsson og Ingvi Stefánsson formaður.
Stjórn deildar svínabænda BÍ. Geir Gunnar Geirsson, Sveinn Jónsson og Ingvi Stefánsson formaður.
Mynd / ÁL
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mars síðastliðinn. Endurskoðun tollverndar og fjárfestingastuðningur mikilvægustu málefna næstu missera var m.a. á dagskrá. Ingvi Stefánsson var endurkjörinn formaður.

Samkvæmt skýrslu formanns um stöðu búgreinarinnar kemur fram að ný reglugerð um velferð svína sé stjórn ofarlega í huga. Sú reglugerð var samin 2014 og mun innleiðing á auknum aðbúnaðarkröfum taka gildi 1. janúar 2025. Stjórnvöld þurfa að koma til móts við bændur eigi greinin að dafna.

Í þessu samhengi var nefnt að fjárfestingastuðningur sem ætlaður er í endurnýjun á húsakosti skipti miklu máli. Ríkisvaldið hefur úthlutað fé til þessa, en svínabændur segja fjármagnið hafa dugað skammt.

Skipulagsmál reynast bænd­um erfið og eru mun meiri fjarlægðarmörk við smíði nýrra svínahúsa hérlendis en tíðkast í löndunum í kringum okkur. Þetta atriði vill deild svínabænda taka upp við endurskoðun búvörusamninga ásamt því að fá áheyrn viðeigandi ráðuneyta. Tollamál voru tekin til umræðu á fundinum, en aukningu á neyslu svínakjöts hefur í auknum mæli verið svarað með innflutningi á erlendu kjöti. Tollkvótinn, eða það magn sem má flytja tollfrjálst, hefur verið 700 tonn á ári síðan 2019 vegna samninga við ESB. Tollar á svínakjöti eru föst krónutala sem hefur ekki breyst frá árinu 1995 og er því magn svínakjöts sem flutt er inn á fullum tollum alltaf að aukast.

Á síðasta ári voru flutt inn 1.400.000 kílógrömm erlends svínakjöts, sem þýðir að helmingurinn var utan tollkvóta.

Félag svínabænda er enn starfandi, þó svo að nær öll starfsemi þess hafi flust yfir í deild svínabænda BÍ eftir uppstokkun félagskerfisins. Svínabændur vilja halda gamla félaginu lifandi fyrst um sinn og snúa helstu verkefni þess að umsýslu og sölu á erlendu kynbótasæði. Svínabændur borga 11-12 milljónir á ári fyrir aðgang að kynbótastarfi Norðmanna og spyrja þeir hvort ekki sé rétt að gera breytingar á lögum til að veita Íslendingum aðgang að kynbótastarfi fleiri þjóða. Frjósemi gyltanna er eitt mikilvægasta atriðið í kynbótum og mikilvægt að greinin fái aðgang að erfðaefni með skilvirkari hætti til að dragast ekki úr þeim í Danmörku og Þýskalandi.

Í stjórn voru kosnir Ingvi Stefánsson formaður, Geir Gunnar Geirsson og Sveinn Jónsson.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...