Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vilja fleiri hleðslustöðvar
Fréttir 9. febrúar 2018

Vilja fleiri hleðslustöðvar

Verkefnið Hleðsla í hlaði auglýsir þessa dagana eftir fleiri áhugasömum bændum sem hafa hug á því að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla á sínum búum. 
 
Að Hleðslu í hlaði standa Hey Iceland (fyrrum Ferðaþjónusta bænda), Orkusetur og Bændasamtök Íslands. Á þriðja tug aðila hafa verið í samskiptum við verkefnahópinn og lýst yfir áhuga á að setja upp hleðslustöðvar og nokkrir þeirra hafa samið við fyrirtækið Hleðslu ehf. um uppsetningu á stöðvum.
 
„Við vonumst til þess að fá fleiri bændur og aðila í ferðaþjónustu til að stökkva á vagninn. Markmiðið er að fjölga rafhleðslustöðvum í sveitum og ýta þannig undir umhverfisvænni samgöngur,“ segir Tjörvi Bjarnason hjá Bændasamtökunum. 
 
„Það er mikil eftirspurn hjá rafbílaeigendum sem kunna vel að meta að vera öruggir með hleðslu hringinn í kringum landið. Rafmagnsbílum fjölgar hratt og við teljum að það sé tilvalið fyrir bændur, sem hafa tök á, að veita hleðsluþjónustu. Bæði er hægt að skapa sér nýjar tekjur og síðan getur rafhleðslustöðin verið kærkomin viðbót við aðra þjónustu og ýtt undir sölu, t.d. á veitingum eða afþreyingu,“ segir Tjörvi sem vonast til þess að með vorinu verði allnokkrar hleðslustöðvar komnar upp í sveitum landsins undir merkjum Hleðslu í hlaði.
 
Tilgangur samstarfshópsins er einkum að hvetja bændur til þess að kanna kosti hleðslustöðva og kynna þjónustuna þegar hún verður komin á laggirnar.

Auglýsing frá Hleðslu í hlaði
 
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...