Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vilja fleiri hleðslustöðvar
Fréttir 9. febrúar 2018

Vilja fleiri hleðslustöðvar

Verkefnið Hleðsla í hlaði auglýsir þessa dagana eftir fleiri áhugasömum bændum sem hafa hug á því að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla á sínum búum. 
 
Að Hleðslu í hlaði standa Hey Iceland (fyrrum Ferðaþjónusta bænda), Orkusetur og Bændasamtök Íslands. Á þriðja tug aðila hafa verið í samskiptum við verkefnahópinn og lýst yfir áhuga á að setja upp hleðslustöðvar og nokkrir þeirra hafa samið við fyrirtækið Hleðslu ehf. um uppsetningu á stöðvum.
 
„Við vonumst til þess að fá fleiri bændur og aðila í ferðaþjónustu til að stökkva á vagninn. Markmiðið er að fjölga rafhleðslustöðvum í sveitum og ýta þannig undir umhverfisvænni samgöngur,“ segir Tjörvi Bjarnason hjá Bændasamtökunum. 
 
„Það er mikil eftirspurn hjá rafbílaeigendum sem kunna vel að meta að vera öruggir með hleðslu hringinn í kringum landið. Rafmagnsbílum fjölgar hratt og við teljum að það sé tilvalið fyrir bændur, sem hafa tök á, að veita hleðsluþjónustu. Bæði er hægt að skapa sér nýjar tekjur og síðan getur rafhleðslustöðin verið kærkomin viðbót við aðra þjónustu og ýtt undir sölu, t.d. á veitingum eða afþreyingu,“ segir Tjörvi sem vonast til þess að með vorinu verði allnokkrar hleðslustöðvar komnar upp í sveitum landsins undir merkjum Hleðslu í hlaði.
 
Tilgangur samstarfshópsins er einkum að hvetja bændur til þess að kanna kosti hleðslustöðva og kynna þjónustuna þegar hún verður komin á laggirnar.

Auglýsing frá Hleðslu í hlaði
 
Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...