Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vilja fleiri hleðslustöðvar
Fréttir 9. febrúar 2018

Vilja fleiri hleðslustöðvar

Verkefnið Hleðsla í hlaði auglýsir þessa dagana eftir fleiri áhugasömum bændum sem hafa hug á því að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla á sínum búum. 
 
Að Hleðslu í hlaði standa Hey Iceland (fyrrum Ferðaþjónusta bænda), Orkusetur og Bændasamtök Íslands. Á þriðja tug aðila hafa verið í samskiptum við verkefnahópinn og lýst yfir áhuga á að setja upp hleðslustöðvar og nokkrir þeirra hafa samið við fyrirtækið Hleðslu ehf. um uppsetningu á stöðvum.
 
„Við vonumst til þess að fá fleiri bændur og aðila í ferðaþjónustu til að stökkva á vagninn. Markmiðið er að fjölga rafhleðslustöðvum í sveitum og ýta þannig undir umhverfisvænni samgöngur,“ segir Tjörvi Bjarnason hjá Bændasamtökunum. 
 
„Það er mikil eftirspurn hjá rafbílaeigendum sem kunna vel að meta að vera öruggir með hleðslu hringinn í kringum landið. Rafmagnsbílum fjölgar hratt og við teljum að það sé tilvalið fyrir bændur, sem hafa tök á, að veita hleðsluþjónustu. Bæði er hægt að skapa sér nýjar tekjur og síðan getur rafhleðslustöðin verið kærkomin viðbót við aðra þjónustu og ýtt undir sölu, t.d. á veitingum eða afþreyingu,“ segir Tjörvi sem vonast til þess að með vorinu verði allnokkrar hleðslustöðvar komnar upp í sveitum landsins undir merkjum Hleðslu í hlaði.
 
Tilgangur samstarfshópsins er einkum að hvetja bændur til þess að kanna kosti hleðslustöðva og kynna þjónustuna þegar hún verður komin á laggirnar.

Auglýsing frá Hleðslu í hlaði
 
Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...