Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vilja fleiri hleðslustöðvar
Fréttir 9. febrúar 2018

Vilja fleiri hleðslustöðvar

Verkefnið Hleðsla í hlaði auglýsir þessa dagana eftir fleiri áhugasömum bændum sem hafa hug á því að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla á sínum búum. 
 
Að Hleðslu í hlaði standa Hey Iceland (fyrrum Ferðaþjónusta bænda), Orkusetur og Bændasamtök Íslands. Á þriðja tug aðila hafa verið í samskiptum við verkefnahópinn og lýst yfir áhuga á að setja upp hleðslustöðvar og nokkrir þeirra hafa samið við fyrirtækið Hleðslu ehf. um uppsetningu á stöðvum.
 
„Við vonumst til þess að fá fleiri bændur og aðila í ferðaþjónustu til að stökkva á vagninn. Markmiðið er að fjölga rafhleðslustöðvum í sveitum og ýta þannig undir umhverfisvænni samgöngur,“ segir Tjörvi Bjarnason hjá Bændasamtökunum. 
 
„Það er mikil eftirspurn hjá rafbílaeigendum sem kunna vel að meta að vera öruggir með hleðslu hringinn í kringum landið. Rafmagnsbílum fjölgar hratt og við teljum að það sé tilvalið fyrir bændur, sem hafa tök á, að veita hleðsluþjónustu. Bæði er hægt að skapa sér nýjar tekjur og síðan getur rafhleðslustöðin verið kærkomin viðbót við aðra þjónustu og ýtt undir sölu, t.d. á veitingum eða afþreyingu,“ segir Tjörvi sem vonast til þess að með vorinu verði allnokkrar hleðslustöðvar komnar upp í sveitum landsins undir merkjum Hleðslu í hlaði.
 
Tilgangur samstarfshópsins er einkum að hvetja bændur til þess að kanna kosti hleðslustöðva og kynna þjónustuna þegar hún verður komin á laggirnar.

Auglýsing frá Hleðslu í hlaði
 
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...