Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Vilja 97% heimila og vinnustaða í stað 99.5%
Fréttir 27. maí 2015

Vilja 97% heimila og vinnustaða í stað 99.5%

Höfundur: Vilmundur Hansen

365 miðlar biðja  um breytingu á útbreiðslu- og uppbyggingarkröfum vegna 4G/LTE þjónustu

Póst- og fjarskiptastofnun kallar eftir samráði um erindi 365 miðla ehf. þar sem félagið óskar eftir að stofnunin geri breytingu á skilmálum tíðniheimildar félagsins á 800 MHz tíðnisviðinu, svokallaðri A tíðniheimild, sem félagið hlaut í uppboði stofnunarinnar í ársbyrjun 2013.

Í 2. gr. tíðniheimildarinnar er fjallað um kröfur um útbreiðslu og uppbyggingu. Þar eru gerðar þær kröfur á tíðnirétthafa að hann tryggi að 99,5% lögheimila og vinnustaða á hverju tilteknu landssvæði, standi til boða 10 Mb/s gagnaflutningshraði fyrir árslok 2016 og 30 Mb/s gagnaflutningshraði fyrir árslok 2020.

Erindi 365 miðla ehf.
Í erindi 365 miðla er óskað eftir að félaginu verði veitt rýmri tímamörk til þess að uppfylla þau skilyrði sem fyrrnefnd tíðniheimild kveður á um. Fer félagið fram á að Póst- og fjarskiptastofnun geri þær breytingar á tíðniheimildinni.

„Tíðnirétthafi skuldbindur sig til að tryggja að 97% lögheimila og vinnustaða, með heilsárs starfsemi, hvers landsvæðis, sbr. viðauki I, standi til boða 10 Mb/s gagnaflutningshraði fyrir 31. desember 2016, en 99,5% framangreindra lögheimila og vinnustaða standi til boða 10 Mb/s gagnaflutningshraði fyrir 31. desember 2022 og 30 Mb/s gagnaflutningshraði fyrir 31. desember 2026.“

Félagið byggir erindi sitt á 12. gr. fjarskiptalaga, nr. 81/2003, sem kveður á um heimild Póst- og fjarskiptastofnunar til breytinga á skilyrðum í almennum heimildum og skilyrðum fyrir úthlutun réttinda, þegar sérstaklega stendur á, svo sem vegna breytinga á löggjöf.

Að mati félagsins felur ákvæðið ekki í sér tæmandi upptalningu á þeim atvikum sem geta leitt til þess að stofnuninni sé heimilt að gera breytingar á skilyrðum tíðniheimilda. Stofnuninni sé því heimilt, á grundvelli ákvæðisins, að gera umbeðnar breytingar á tíðniheimild félagsins á grundvelli eftirfarandi röksemda:

Í fyrsta lagi á grundvelli samstarfs Fjarskipta hf. (Vodafone) og Nova ehf. um uppbyggingu dreifikerfis í gegnum félag í sameign þeirra en PFS hefur heimilað samnýtingu á tíðniheimildum félaganna, sbr. ákvörðun PFS nr. 14/2014. Þá hefur Samkeppniseftirlitið veitt undanþágu frá 15. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, sbr. ákvörðun þess nr. 14/2015.

Í öðru lagi á grundvelli fyrirhugaðrar uppbyggingar ríkisstjórnarinnar á ljósleiðaraneti á landsbyggðinni, sbr. skýrslu frá mars 2015, Ísland ljóstengt, þar sem lýst er áformum um að auka gagnaflutningshraða verulega á landsbyggðinni með lagningu ljósleiðaranets um allt land með ríkisfjármagni. Að mati 365 miðla ehf. skarast þessar uppbyggingaráætlanir ríkisins við áætlanir félagsins um uppbyggingu á þráðlausu háhraða farneti á sömu stöðum.

Að mati 365 miðla eru aðstæður á fjarskiptamarkaðinum í dag gjörbreyttar frá því sem var þegar uppboð Póst- og fjarskiptastofnunar fór fram í febrúar og mars árið 2013 og er sérstaða félagsins sem skapaðist í kjölfar útboðsins, ekki lengur til staðar. Sú sérstaða byggðist fyrst og fremst á tíðnisviði félagsins á 800 MHz tíðnisviðinu sem og því að félagið taldi sig geta veitt landsbyggðinni háhraða nettengingar með þráðlausum hætti án þess að mikil samkeppni myndi ríkja á umræddum svæðum.

PFS kallar eftir samráði við hagsmunaaðila
Í samræmi við 3. mgr. 12. gr. fjarskiptalaga og 6. gr. laga, nr. 69/2003, um Póst- og fjarskiptastofnun óskar stofnunin eftir athugasemdum hagsmunaaðila við erindi 365 miðla ehf. sem hægt er að nálgast hér fyrir neðan. Athugasemdir sem sendar eru inn skulu vísa beint í erindi 365 miðla.

Skylt efni: fjarskipti | landsbyggðin

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...