Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Víkingsstaðir
Bóndinn 20. júlí 2015

Víkingsstaðir

Magnús Sigurðsson, Halldóra Sveinsdóttir og Ína Gunnlaugs­dóttir komu inn í búskapinn á Víkingsstöðum árið 2003 en þar reka þau félagsbú ásamt móður Magnúsar og Ingibjörgu, systur hans, sem býr á Auðólfsstöðum. Ingibjörg kemur í sauðburð og á haustin til að hafa stjórn á því hvað er sett á. Magnús er uppalinn á Víkingsstöðum en foreldrar hans fluttu þangað 1974.
 
Býli: Víkingsstaðir.
 
Staðsett í sveit:
Völlum á Fljótsdalshéraði.
 
Ábúendur:
Magnús Sigurðsson, 
Halldóra Sveinsdóttir og Ína Gunnlaugsdóttir. 
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við eigum þrjá drengi, Sigurð Orra (1999), Jóhann Inga (2001) og Gunnþór Svein (2010). Fjórir hundar og tveir kettir.
 
Stærð jarðar:
Um 400 hektarar.
 
Gerð bús:
Sauðfjárbú og verktaka við heyskap.
 
Fjöldi búfjár og tegundir:
Um 430 fjár.  
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Fer eftir árstíðum, hefðbundin störf á sauðfjárbúi. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin?
Flest eru bústörfin skemmtileg en þó er alltaf gaman að heyja í góðu verði, eins getur það verið leiðinlegt í óþurrkatíð.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár?
Svipaðan og hann er í dag.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda?
Teljum þau vera í góðum málum í dag. Þurfum að hafa þar öfluga forsvarsmenn á næstu árum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni?
Við verðum að vona að framtíð hans sé björt.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Teljum að 
helstu tækifærin séu í útflutningi á mjólkurafurðum og lambakjöti. Þurfum að halda á lofti hreinleika afurðanna.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Léttmjólk, ostur, skinka og egg.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu?
Það gætu verið nokkur svör við þessari spurningu ef allir eru spurðir. Þó klikkar grillað ærfile aldrei. 
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin?
Ætli það sé ekki bara að hafa flutt austur aftur eftir ellefu ára búsetu í Reykjavík.

6 myndir:

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...