Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Eyþór Ívar Jónsson er í forsvari fyrir viðskiptahraðalinn Growth-Train sem staðsettur er á Suður-Jótlandi í Danmörku.
Eyþór Ívar Jónsson er í forsvari fyrir viðskiptahraðalinn Growth-Train sem staðsettur er á Suður-Jótlandi í Danmörku.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 29. ágúst 2017

Viðskiptahraðall fyrir íslensk matvælafyrirtæki

Höfundur: smh
Growth-Train er svokallaður viðskiptahraðall með áherslu á vaxtarfyrirtæki í matvæla- og/eða heilsufæðisgeiranum. Viðskiptahraðallinn nær yfir sjö vikur með sex ólíkum lotum þar sem farið er í gegnum möguleika fyrirtækja og stefnu. Falast er eftir fyrirtækjum frá Íslandi til þátttöku, en umsóknarfrestur er til 1. september.
 
Eyþór Ívar Jónsson er í forsvari fyrir verkefnið sem er staðsett í Suður-Jótlandi. „Hugmyndin er að auka stækkunarmöguleika fyrirtækja og búa til tengslanet sem hjálpar fyrirtækjunum að ná árangri mun hraðar en ella. Við erum einnig með fjárfesta, bæði viðskiptaengla og fjárfestingasjóði, sem hafa áhuga á að efla fyrirtæki í matvæla- og/eða heilbrigðisgeiranum. Viðskiptahraðallinn hefst þann 13. október næstkomandi og uppskeruhátíð verður haldin 1. desember. 
 
Við erum að keyra verkefnið í fyrsta skipti og þess vegna verður það í Suður-Jótlandi í Danmörku þar sem ég er staðsettur, nánar tiltekið í Nykobing-Falster. Við höfum í hyggju að keyra The Growht-Train víðar á næstu misserum þar sem „konseptið“ er að mörgu leyti nýstárlegt. Við höfum sendiherra í um þrjátíu löndum og Ingi Björn Sigurðsson frumkvöðull er sendiherra okkar á Íslandi. Sjávarklasinn er samstarfsaðili okkar þar. Tengslanet sendiherranna nær út um allan heim.“
 
Leita að íslenskum fyrirtækjum
 
„Við höfum mikinn áhuga á að fá eitt til tvö fyrirtæki frá Íslandi sem hafa náð verðskulduðum árangri á Íslandi og vakið athygli fyrir nýsköpun og frumkvæði,“ segir Eyþór. „Við getum hjálpað til við að opna leiðir sem geta aukið vaxtarlíkur þessara fyrirtækja verulega. Við erum með samstarfssamning við stórar ráðstefnur og fyrirtæki sem sérhæfa sig í matvælum.“
 
Lærir meira á sjö vikum en hingað til 
 
Eyþór Ívar er nokkuð viss um að sá frumkvöðull sem tekur þátt í verkefninu muni læra mjög mikið á stuttum tíma. „Ég held að viðkomandi muni læra meira á þessu verkefni en hann hefur lært hingað til í viðskiptum og rekstri vaxtarfyrirtækja. Þetta munu verða krefjandi sjö vikur sem munu breyta möguleikum fyrirtækisins og frumkvöðulsins til framtíðar. Við erum með mjög flott ferli og mentora sem munu hjálpa til við að skapa ný tækifæri og vaxtarmöguleika. Við höfum notað líkingu við lestarferð, þetta verður eins og að fara í hraðlest í þeim tilgangi að skapa árangur, þekkingu og tengslanet.“
 
Að sögn Eyþórs Ívars er Growth-Train verkefnið ekki eingöngu fyrir frumkvöðla eða sprotafyrirtæki – og hvetur alla sem áhuga hafa til að sækja um. Í lok verkefnisins kynna fyrirtækin sig fyrir hópi af fjárfestum í Danmörku, einnig hópi af alþjóðlegum „englafjárfestum“ og að endingu hópi frá Ítalíu.  
 
Það kostar ekkert að taka þátt fyrir þau fyrirtæki sem eru valin fyrir utan ferðakostnað og uppihald. Fyrir utan vinnusmiðjurnar og kynningarmöguleika á vörunum þá fá fyrirtækin aðgang að einhverju viðamesta drefikerfi í Danmörku á Suður-Jótlandi. 
 
Frekari upplýsingar má finna á.  http://growth-train.dk/. 
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...