Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Snjóskaflar við Garðakot í Hjaltadal.
Snjóskaflar við Garðakot í Hjaltadal.
Mynd / Rina Sommi
Fréttir 13. júní 2024

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælaráðherra hefur sett á laggirnar viðbragðshóp vegna þeirra erfiðleika sem hafa verið í landbúnaði sakir óvenjulegrar kuldatíðar undanfarið.

Guðrún Birna Brynjarsdóttir, fulltrúi Bændasamtaka Íslands í hópnum, segir honum ætlað að kortleggja ástandið. Ásamt henni sitja fundina fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og almannavarna ásamt fulltrúum lögregluembættanna á Norðurlandi vestra og eystra.

Þegar þetta er ritað hefur hópurinn fundað tvisvar og segir Guðrún Birna vinnuna vera á byrjunarreit. Fyrstu skrefin séu að taka stöðuna á ólíkum stöðum, en eftir fyrsta fundinn lá ljóst fyrir að kuldakastið hefði haft veruleg neikvæð áhrif á starfsemi bænda, bæði til lengri og skemmri tíma.

Ekki er búið að ákveða hversu lengi viðbragðshópurinn starfar þar sem ekki er vitað hvenær tjónið muni koma í ljós. Guðrún Birna segir lykilatriði að bændur skrái tjón með því að taka myndir, en gögn séu nauðsynleg til þess að hægt sé að bæta skaðann. Verklag í kringum gagnavinnslu verði kynnt fljótlega.

Bjarkey Olsen matvælaráðherra segir í tölvupósti til
Bændablaðsins mikilvægt að ná utan um ástandið. Hún vilji koma því skýrt á framfæri við bændur að ráðuneytið standi heilshugar að baki þeim í ljósi þeirrar náttúruvár sem gengið hefur yfir.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...