Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Snjóskaflar við Garðakot í Hjaltadal.
Snjóskaflar við Garðakot í Hjaltadal.
Mynd / Rina Sommi
Fréttir 13. júní 2024

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælaráðherra hefur sett á laggirnar viðbragðshóp vegna þeirra erfiðleika sem hafa verið í landbúnaði sakir óvenjulegrar kuldatíðar undanfarið.

Guðrún Birna Brynjarsdóttir, fulltrúi Bændasamtaka Íslands í hópnum, segir honum ætlað að kortleggja ástandið. Ásamt henni sitja fundina fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og almannavarna ásamt fulltrúum lögregluembættanna á Norðurlandi vestra og eystra.

Þegar þetta er ritað hefur hópurinn fundað tvisvar og segir Guðrún Birna vinnuna vera á byrjunarreit. Fyrstu skrefin séu að taka stöðuna á ólíkum stöðum, en eftir fyrsta fundinn lá ljóst fyrir að kuldakastið hefði haft veruleg neikvæð áhrif á starfsemi bænda, bæði til lengri og skemmri tíma.

Ekki er búið að ákveða hversu lengi viðbragðshópurinn starfar þar sem ekki er vitað hvenær tjónið muni koma í ljós. Guðrún Birna segir lykilatriði að bændur skrái tjón með því að taka myndir, en gögn séu nauðsynleg til þess að hægt sé að bæta skaðann. Verklag í kringum gagnavinnslu verði kynnt fljótlega.

Bjarkey Olsen matvælaráðherra segir í tölvupósti til
Bændablaðsins mikilvægt að ná utan um ástandið. Hún vilji koma því skýrt á framfæri við bændur að ráðuneytið standi heilshugar að baki þeim í ljósi þeirrar náttúruvár sem gengið hefur yfir.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...