Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra í Elliðaárdal í dag.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra í Elliðaárdal í dag.
Fréttir 2. júlí 2019

Viðamiklar aðgerðir til að auka kolefnisbindingu og efla lífríkið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umfang landgræðslu og skógræktar verður tvöfaldað, endurheimt votlendis aukin til muna. Sett verða á laggirnar fjölbreytt verkefni um allt land í samvinnu ríkis við bændur, félagasamtök og fleiri. Áhersla verður á vernd lífríkis og endurheimt vistkerfa ásamt mælanlegum loftslagsávinningi.

Þetta er meðal þess sem kom frá á blaðamanafundi sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, héldu í Elliðaárdal í dag.

Loftslagsávinningur af kolefnisbindingu og endurheimt votlendis eykst verulega og kolefnisbinding víðs vegar um landið verður aukin til muna og er hún annar meginþáttur aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum.

Endurheimt votlendis stótaukið

Áætlað er að árlegur loftslagsávinningur af kolefnisbindingu og endurheimt votlendis verði um 50% meiri árið 2030 miðað við núverandi umfang með nýjum aðgerðum sem ráðist verður í næstu fjögur árin. Þá verði ávinningurinn um 110% meiri árið 2050 eða um 2,1 milljón tonn af CO2. Auk kolefnisbindinga er aðgerðunum ætlað að vinna gegn landhnignun og efla líffræðilega fjölbreytni með endurheimt vistkerfa, svo sem votlendis, birkiskóga og víðikjarrs og fjölbreyttri skógrækt.

Loftlagsmálin sett á oddinn
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sagði á fundinum að ríkisstjórnin hafi sett loftslagsmálin á oddinn og markað þá stefnu að Ísland uppfylli ekki einungis markmið Parísarsamkomulagsins heldur hafi náð kolefnishlutleysi ekki seinna en árið 2040. „Þær aðgerðir sem við kynnum í dag gegna ekki síst hlutverki við að ná því mikilvæga markmiði. Kolefnisbinding og endurheimt votlendis skipta miklu í baráttunni við loftslagsvána.“

Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldað
Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt og jafnframt er gert ráð fyrir að árlegt umfang skógræktar ríflega tvöfaldist.

Endurheimt votlendis verður efld verulega og gengið út frá því að árlegt umfang aukist úr um 45 hekturum að meðaltali árin 2016-2018 í um 500 hektara árið 2022. Til að ná sem mestum ávinningi fyrir loftslagið verður lögð áhersla á aðgerðir sem beinast að landi þar sem kolefni er að tapast úr jarðvegi.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra sagði að með aðgerðunum sé lögð megináhersla á heildstæða nálgun þar sem litið er til loftslagsmála og kolefnisbindingar á sama tíma og vernd og endurheimt lífríkis. „Þetta felur í sér verkefni þar sem við leitumst við að endurheimta fyrri landgæði, meðal annars votlendi og birkiskóga. Einnig er áhersla lögð á að efla skógræktarlandbúnað.“

Skógrækt á lögbýlum tvöfaldast á árunum 2018-2022
Mikill fjöldi bænda og annarra landeigenda vinnur að landgræðslu og skógrækt auk félagasamtaka, fyrirtækja, sveitarfélaga og annarra. Áformin sem kynnt voru í dag miða við að árlegt umfang í verkefninu Skógrækt á lögbýlum tvöfaldist á árunum 2018-2022 og að umfang verkefnisins Bændur græða landið ríflega þrefaldist. Stuðningur úr Landbótasjóði Landgræðslunnar verður sömuleiðis aukinn verulega.

Loftlagsvænni landbúnaður
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Landgræðslan og Skógræktin vinna nú sameiginlega að útfærslu á samstarfi ríkis og sauðfjárbænda um loftslagsvænni landbúnað í samstarfi við greinina og innan þess munu bændur geta unnið að samdrætti í losun frá búrekstri sínum og aukið kolefnisbindingu.

Landbótaverkefni styrkt
Verkefni á borð við Hekluskóga, Hólasand og Þorláksskóga verða efld til muna og nýjum verkefnum sem hafa endurheimt vistkerfa að markmiði verður hrundið af stað í samstarfi við sveitarfélög, landeigendur, samtök og fyrirtæki. Að auki verður stuðningur við frjáls félagasamtök aukinn en þau hafa í gegnum tíðina átt frumkvæði að fjölbreyttum landbótaverkefnum víða um land, m.a. með áherslu á fræðslu og starf sjálfboðaliða.

Landsáætlanir í landgræðslu og skógrækt væntanlegar
Ný heildarlög um landgræðslu og ný heildarlög um skóga og skógrækt voru samþykkt á nýafstöðnu þingi. Lögin munu gegna mikilvægu hlutverki í því starfi sem fram undan er hér á landi við að auka bindingu í jarðvegi og fjölbreyttum gróðri og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Landsáætlanir í landgræðslu og skógrækt verða meðal annars unnar, auk þess sem sett verða viðmið um sjálfbæra landnýtingu.

 

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...

Áburðareftirlit Mast árið 2021
Fréttir 18. janúar 2022

Áburðareftirlit Mast árið 2021

Á árinu 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni alls 368 tegu...

Endurnýja starfsleyfi Ísteka
Fréttir 18. janúar 2022

Endurnýja starfsleyfi Ísteka

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Ísteka ehf. Í star...

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum
Fréttir 18. janúar 2022

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum

Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu misserum í málum tengdum rannsóknum á ...

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu
Fréttir 18. janúar 2022

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu

Ræktun á vínviði og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfari...

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...