Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Við dýrin: Um landbúnað og þróun, eðli og atferli manna og málleysingja
Fréttir 10. mars 2017

Við dýrin: Um landbúnað og þróun, eðli og atferli manna og málleysingja

Samlífi dýra og manna verður viðfangsefni málstofu sem verður haldin í dag á Hugvísindaþingi 2017 í Háskóla Íslands.

Í lýsingu Hugvísindaþings fyrir málstofuna segir:

Samlífi manna og annarra dýra á sér ævaforna sögu en hefur tekið miklum stakkaskiptum í heiminum á undanförnum áratugum samfara mannfjöldasprengingu, iðnvæðingu og aukinni velmegun. Á sama tíma hefur fjöldi rannsókna varpað nýju ljósi á þróun, eðli og atferli dýra, greind þeirra, sársaukaskyn, gagnkvæm tengsl þeirra við umhverfi sitt og aðrar tegundir, fyrir utan rannsóknir sem sýnt hafa fram á náinn skyldleika manna og annarra dýrategunda.

Í málstofunni verður fjallað um nokkrar þeirra spurninga sem nýjar aðstæður í landbúnaði og ný vísindaleg þekking vekur. Meðal annars verður spurt um hvernig eigi að hugsa landbúnað á komandi öld, hvaða gildi liggi dýraeldi til grundvallar og hvað sé eðlilegt atferli þegar dýr eiga í hlut.

Fyrirlesarar eru:

Ester Rut Unnsteinsdóttir: Merkilegt samband manna og melrakka og hvernig það hefur tekið breytingum í hagrænu og vistfræðilegu samhengi.

Hrefna Sigurjónsdóttir: „Dýr eru skyni gæddar verur og þau eiga að geta sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt“ - Hugleiðing dýraatferlisfræðings um nýleg lög um dýravernd.

Jón Ásgeir Kalmansson: Hvernig búskapur? Um ólíka sýn á það um hvað landbúnaður snýst.

Skúli Skúlason: Uppruni, þróun og umhverfi okkar dýranna - skyldleiki, samlíf og verðmætamat.

FÖSTUDAGUR 10. MARS

Hvar:

Stofu 052 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands

Hvenær:

Kl. 15.00-17.00

Málstofustjóri:

Jón Ásgeir Kalmansson

 

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...