Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Við dýrin: Um landbúnað og þróun, eðli og atferli manna og málleysingja
Fréttir 10. mars 2017

Við dýrin: Um landbúnað og þróun, eðli og atferli manna og málleysingja

Samlífi dýra og manna verður viðfangsefni málstofu sem verður haldin í dag á Hugvísindaþingi 2017 í Háskóla Íslands.

Í lýsingu Hugvísindaþings fyrir málstofuna segir:

Samlífi manna og annarra dýra á sér ævaforna sögu en hefur tekið miklum stakkaskiptum í heiminum á undanförnum áratugum samfara mannfjöldasprengingu, iðnvæðingu og aukinni velmegun. Á sama tíma hefur fjöldi rannsókna varpað nýju ljósi á þróun, eðli og atferli dýra, greind þeirra, sársaukaskyn, gagnkvæm tengsl þeirra við umhverfi sitt og aðrar tegundir, fyrir utan rannsóknir sem sýnt hafa fram á náinn skyldleika manna og annarra dýrategunda.

Í málstofunni verður fjallað um nokkrar þeirra spurninga sem nýjar aðstæður í landbúnaði og ný vísindaleg þekking vekur. Meðal annars verður spurt um hvernig eigi að hugsa landbúnað á komandi öld, hvaða gildi liggi dýraeldi til grundvallar og hvað sé eðlilegt atferli þegar dýr eiga í hlut.

Fyrirlesarar eru:

Ester Rut Unnsteinsdóttir: Merkilegt samband manna og melrakka og hvernig það hefur tekið breytingum í hagrænu og vistfræðilegu samhengi.

Hrefna Sigurjónsdóttir: „Dýr eru skyni gæddar verur og þau eiga að geta sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt“ - Hugleiðing dýraatferlisfræðings um nýleg lög um dýravernd.

Jón Ásgeir Kalmansson: Hvernig búskapur? Um ólíka sýn á það um hvað landbúnaður snýst.

Skúli Skúlason: Uppruni, þróun og umhverfi okkar dýranna - skyldleiki, samlíf og verðmætamat.

FÖSTUDAGUR 10. MARS

Hvar:

Stofu 052 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands

Hvenær:

Kl. 15.00-17.00

Málstofustjóri:

Jón Ásgeir Kalmansson

 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...