Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Við dýrin: Um landbúnað og þróun, eðli og atferli manna og málleysingja
Fréttir 10. mars 2017

Við dýrin: Um landbúnað og þróun, eðli og atferli manna og málleysingja

Samlífi dýra og manna verður viðfangsefni málstofu sem verður haldin í dag á Hugvísindaþingi 2017 í Háskóla Íslands.

Í lýsingu Hugvísindaþings fyrir málstofuna segir:

Samlífi manna og annarra dýra á sér ævaforna sögu en hefur tekið miklum stakkaskiptum í heiminum á undanförnum áratugum samfara mannfjöldasprengingu, iðnvæðingu og aukinni velmegun. Á sama tíma hefur fjöldi rannsókna varpað nýju ljósi á þróun, eðli og atferli dýra, greind þeirra, sársaukaskyn, gagnkvæm tengsl þeirra við umhverfi sitt og aðrar tegundir, fyrir utan rannsóknir sem sýnt hafa fram á náinn skyldleika manna og annarra dýrategunda.

Í málstofunni verður fjallað um nokkrar þeirra spurninga sem nýjar aðstæður í landbúnaði og ný vísindaleg þekking vekur. Meðal annars verður spurt um hvernig eigi að hugsa landbúnað á komandi öld, hvaða gildi liggi dýraeldi til grundvallar og hvað sé eðlilegt atferli þegar dýr eiga í hlut.

Fyrirlesarar eru:

Ester Rut Unnsteinsdóttir: Merkilegt samband manna og melrakka og hvernig það hefur tekið breytingum í hagrænu og vistfræðilegu samhengi.

Hrefna Sigurjónsdóttir: „Dýr eru skyni gæddar verur og þau eiga að geta sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt“ - Hugleiðing dýraatferlisfræðings um nýleg lög um dýravernd.

Jón Ásgeir Kalmansson: Hvernig búskapur? Um ólíka sýn á það um hvað landbúnaður snýst.

Skúli Skúlason: Uppruni, þróun og umhverfi okkar dýranna - skyldleiki, samlíf og verðmætamat.

FÖSTUDAGUR 10. MARS

Hvar:

Stofu 052 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands

Hvenær:

Kl. 15.00-17.00

Málstofustjóri:

Jón Ásgeir Kalmansson

 

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.