Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Við dýrin: Um landbúnað og þróun, eðli og atferli manna og málleysingja
Fréttir 10. mars 2017

Við dýrin: Um landbúnað og þróun, eðli og atferli manna og málleysingja

Samlífi dýra og manna verður viðfangsefni málstofu sem verður haldin í dag á Hugvísindaþingi 2017 í Háskóla Íslands.

Í lýsingu Hugvísindaþings fyrir málstofuna segir:

Samlífi manna og annarra dýra á sér ævaforna sögu en hefur tekið miklum stakkaskiptum í heiminum á undanförnum áratugum samfara mannfjöldasprengingu, iðnvæðingu og aukinni velmegun. Á sama tíma hefur fjöldi rannsókna varpað nýju ljósi á þróun, eðli og atferli dýra, greind þeirra, sársaukaskyn, gagnkvæm tengsl þeirra við umhverfi sitt og aðrar tegundir, fyrir utan rannsóknir sem sýnt hafa fram á náinn skyldleika manna og annarra dýrategunda.

Í málstofunni verður fjallað um nokkrar þeirra spurninga sem nýjar aðstæður í landbúnaði og ný vísindaleg þekking vekur. Meðal annars verður spurt um hvernig eigi að hugsa landbúnað á komandi öld, hvaða gildi liggi dýraeldi til grundvallar og hvað sé eðlilegt atferli þegar dýr eiga í hlut.

Fyrirlesarar eru:

Ester Rut Unnsteinsdóttir: Merkilegt samband manna og melrakka og hvernig það hefur tekið breytingum í hagrænu og vistfræðilegu samhengi.

Hrefna Sigurjónsdóttir: „Dýr eru skyni gæddar verur og þau eiga að geta sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt“ - Hugleiðing dýraatferlisfræðings um nýleg lög um dýravernd.

Jón Ásgeir Kalmansson: Hvernig búskapur? Um ólíka sýn á það um hvað landbúnaður snýst.

Skúli Skúlason: Uppruni, þróun og umhverfi okkar dýranna - skyldleiki, samlíf og verðmætamat.

FÖSTUDAGUR 10. MARS

Hvar:

Stofu 052 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands

Hvenær:

Kl. 15.00-17.00

Málstofustjóri:

Jón Ásgeir Kalmansson

 

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar
Fréttir 11. apríl 2024

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra matvælaráðuneytis en Svandís Svavars...

Greiðslumark færist til Norðvesturlands
Fréttir 11. apríl 2024

Greiðslumark færist til Norðvesturlands

Um sjötíu prósent mjólkurkvóta sem skipti um eigendur á síðasta tilboðsmarkaði f...

Nemendur vilja betri hádegismat
Fréttir 10. apríl 2024

Nemendur vilja betri hádegismat

Fulltrúar ungmennaráðs Mýrdalshrepps vöktu máls á skólamáltíðum á sveitarstjórna...