Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vetrarpúði með kaðlamunstri
Hannyrðahornið 23. ágúst 2017

Vetrarpúði með kaðlamunstri

Höfundur: Gallery Spuni
Hver elskar ekki að gera fínt og kózý hjá sér eftir sumarið. Það er mitt uppáhalds. Fátt er betra en að hnipra sig saman undir góðu teppi með góðan púða. Þessi er fullkominn fyrir kózý vetrarkvöld. 
 
Prjónað DROPS púðaver úr 2 þráðum Alpaca með köðlum
 
Mál: Ca. 45 x 45 cm – púðaverið passar fyrir kodda 50 x 50 cm það á að strekkjast aðeins á því þegar það er sett á.
 
Efni:  DROPS ALPACA frá Garnstudio - 350 g nr 100,  natur.
 
DROPS HRINGPRJÓNAR (60 eða 80 cm) NR 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 l x 22 umf með sléttprjóni með 2 þráðum verði 10 x 10 cm.
 
DROPS KAÐLAPRJÓNN – fyrir kaðla. 
 
GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*.
 
MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1 og A.2. Teikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu.
 
Púði:
Stykkið er prjónað í hring.
Fitjið upp 152 l með 2 þráðum Alpaca á hringprjóna nr 5. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan. Prjónið síðan 1 umf slétt þar sem aukið er út um 20 l jafnt yfir = 172 l. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið. Prjónið * A.1a (= 2 l), A.1b (= 26 l), A.2 (= 30 l), A.1b (= 26 l), A.1c (= 2 l) *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram með mynstur þar til A.1 hefur verið prjónað 5 sinnum á hæðina. Prjónið 4 umf garðaprjón – JAFNFRAMT í fyrstu umf er fækkað um 20 l jafnt yfir = 152 l. Fellið af. 
 
Frágangur: 
Brjótið uppá stykkið við prjónamerkin. Saumið saman efri hlið kant í kant yst í lykkjubogana. Fyllið púðaverið með kodda og saumið síðan saman neðri kantinn.
 
Bestu prjóna kveðjur frá Gallery Spuna. 
 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...