Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vetrarpúði með kaðlamunstri
Hannyrðahornið 23. ágúst 2017

Vetrarpúði með kaðlamunstri

Höfundur: Gallery Spuni
Hver elskar ekki að gera fínt og kózý hjá sér eftir sumarið. Það er mitt uppáhalds. Fátt er betra en að hnipra sig saman undir góðu teppi með góðan púða. Þessi er fullkominn fyrir kózý vetrarkvöld. 
 
Prjónað DROPS púðaver úr 2 þráðum Alpaca með köðlum
 
Mál: Ca. 45 x 45 cm – púðaverið passar fyrir kodda 50 x 50 cm það á að strekkjast aðeins á því þegar það er sett á.
 
Efni:  DROPS ALPACA frá Garnstudio - 350 g nr 100,  natur.
 
DROPS HRINGPRJÓNAR (60 eða 80 cm) NR 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 l x 22 umf með sléttprjóni með 2 þráðum verði 10 x 10 cm.
 
DROPS KAÐLAPRJÓNN – fyrir kaðla. 
 
GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*.
 
MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1 og A.2. Teikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu.
 
Púði:
Stykkið er prjónað í hring.
Fitjið upp 152 l með 2 þráðum Alpaca á hringprjóna nr 5. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan. Prjónið síðan 1 umf slétt þar sem aukið er út um 20 l jafnt yfir = 172 l. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið. Prjónið * A.1a (= 2 l), A.1b (= 26 l), A.2 (= 30 l), A.1b (= 26 l), A.1c (= 2 l) *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram með mynstur þar til A.1 hefur verið prjónað 5 sinnum á hæðina. Prjónið 4 umf garðaprjón – JAFNFRAMT í fyrstu umf er fækkað um 20 l jafnt yfir = 152 l. Fellið af. 
 
Frágangur: 
Brjótið uppá stykkið við prjónamerkin. Saumið saman efri hlið kant í kant yst í lykkjubogana. Fyllið púðaverið með kodda og saumið síðan saman neðri kantinn.
 
Bestu prjóna kveðjur frá Gallery Spuna. 
 
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...