Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Toyota Mirai er frekar lágur undir lægsta punkti og ekki mikill malarvegaskelfir.
Toyota Mirai er frekar lágur undir lægsta punkti og ekki mikill malarvegaskelfir.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 14. maí 2019

Vetnisknúin Toyota Mirai rafbíll

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Árið 1979 þegar ég var 19 ára var ég um tíma á handfærabát sem gerður var út frá Hafnarfirði. Hluthafi í þessum bát var m.a. maður sem gekk undir nafninu Þorsteinn flugkappi og hafði verið orrustuflugmaður í seinni heimsstyrjöldinni í breska flughernum og flaug meðal annars Spitfirevél, einni þekktustu orrustuvél sögunnar. Þorsteinn var mikill sögumaður og kom oft um borð í bátinn í spjall og sögur. Í einni af þessum sögustundum sagði hann ógleymanlega sögu um vetnisbúnað sem settur var í Spitfirevél sem lengdi flugdrægni vélarinnar um allt að helming. 
 
Eftir að hafa hlustað á þessa sögu var ég þess fullviss að vetni væri framtíðarorkugjafi fyrir bílvélar og aðrar vélar.
 
Nokkrar tegundir vetnisbíla komnir í tilraunaakstur á Íslandi
 
Framleiðendur bíla hafa verið duglegir að prófa og þróa nýja bíla og mest er um að verið sé að þróa rafmagnsbíla, vissulega hentugir bílar fyrir Ísland og sjálfbæra rafmagnið, en hér er kalt sem dregur úr drægni (uppgefin drægni á rafmagnsbílum miðast við hita nálægt 20 gráðum sem er sjaldan og allur hiti undir því styttir vegalengdina). Svo eru metanbílar orðnir töluvert margir á Íslandi, ganga fyrir metangasi sem unnið er úr m.a. ruslahaugunum á Álfsnesi. Ódýrt eldsneyti sem mengar lítið sem ekkert, en þarf sérstaka meðferð á metanvélum til að þær endist. Nokkrir bílaframleiðendur eru farnir að veðja á að vetni verði ofan á sem orkugjafi framtíðarinnar og eru nokkrir bílar hér á landi sem prufubílar. Þessir bílar eru almennt ekki komnir í sölu til almennings en eru leigðir út í langtímaleigu mest til fyrirtækja. Einn af þessum bílum er frá Toyota og heitir Toyota Mirai.
 
Aftursætin frábær, eins og góðir hægindastólar sem sumir eiga fyrir framan sjónvarpið.
 
Nánast hljóðlaus akstur fyrir utan umhverfishljóð
 
Mirai er 100% rafknúinn, en þarf ekki að setja í hleðslu og hlaða með rafmagni eins og flesta aðra rafmagnsbíla. Þess í stað er hann með efnarafal sem knúinn er af vetni algjörlega hljóðlaust og framleiðir raforku með 0% útblæstri. Auk þess endurheimtir rafhlöðukerfið og endurnýtir orku við hröðun og hemlun. Vetnið er í sérstyrktum eldsneytistönkum sem eru sérstyrktir og taka fimm kg af vetni sem ætti að koma bílnum allt að 500 km á einni áfyllingu (300–350 km miðað við mitt aksturslag í prufuakstrinum). Við akstur heyrist ekkert í vetnismótornum, en það eina sem maður heyrir er núningshljóð í vélbúnaði og veghljóð frá hjólbörðum (mæli flesta bíla sem ég prófa á sama hraða á sama stað og útkoman í Mirai var meðalmæling 69db. sem er með lægstu mælingum sem ég hef séð í prufuakstri).    
 
Hönnun og lögun þaulhugsuð til að mótstaða sé eins lítil og hægt er
 
Að horfa á bílinn frá hlið finnst manni hann við fyrstu sýn vera ljótur, en sé hugsað til þess að bíllinn taki sem minnst af vindi á sig og kljúfi loftið eins auðveldlega og hægt er er hönnunin greinilega þaulhugsuð. Bíllinn er eins og stór vatnsdropi séð frá hlið (enda knúinn áfram af vatni). 
 
Grillið framan á bílnum tekur inn loft sem súrefni og vetni flyst úr geyminum í efnarafalinn og úr verður raforka og vatnið er losað. 
 
Hröðun og kraftur í rafmótornum er ágætur (ekki ósvipað og verið sé að keyra um 150 hestafla bíl), en samkvæmt bæklingi um bílinn þá er hann uppgefinn 154 hestöfl, með hámarkshraða upp á 175 km og eyðir 0,76 kg af vetni í blönduðum akstri á hundraðið (ég var að eyða 1,2 kg miðað við 100 km í prufuakstrinum enda lítið að spara vetnið).  
 
Kostir og gallar
 
Þessi bíll er í raun ekki til sölu og ég varð fyrir vonbrigðum að geta ekki fengið uppgefið hjá Toyota verð á bílnum, en mér fannst gott og gaman að keyra bílinn og í honum er mikið af öryggisbúnaði s.s. akreinalesari, blindhornsvari, árekstraröryggiskerfi, umferðar­skynjari að aftan, sjálfvirkt háuljósakerfi og innbyggður radarvari. Það er að verða algengur búnaður í nýjum bílum, en sjaldan er talað um það. 
Ókostur er að ekkert varadekk er í bílnum og að þegar ég ók bílnum á malarvegi heyrðist ansi mikið malarhljóð undir bílnum og minnti einna helst á þegar maður hlustar á rigningu berja tjald í íslenskri sumarnótt. 
 
Fyrir „mótornörd“, mig og fleiri, eru spennandi tímar fram undan í framtíðarorkugjafanum og verður fróðlegt að fylgjast með þróuninni í framtíðinni, en persónulega hef ég veðjað á að vetni verði framtíðin á meðan aðrir veðja á rafhlöðuknúna rafmagnsbíla eða metan.
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Lengd 4.890 mm
Hæð 1.535 mm
Breidd 1.810 mm
 

 

6 myndir:

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...