Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skutulsfjörður og Eyrin sem gamli Ísafjarðarkaupstaður stendur á. Fyrir 47 árum voru 1.600 fleiri íbúar í sveitarfélögunum sem nú tilheyra Ísafjarðarbæ, eða samtals 5.223. Við formlega sameiningu sveitarfélaganna 1996 voru íbúar sömu sveitarfélaga 4.518.
Skutulsfjörður og Eyrin sem gamli Ísafjarðarkaupstaður stendur á. Fyrir 47 árum voru 1.600 fleiri íbúar í sveitarfélögunum sem nú tilheyra Ísafjarðarbæ, eða samtals 5.223. Við formlega sameiningu sveitarfélaganna 1996 voru íbúar sömu sveitarfélaga 4.518.
Mynd / HKr.
Fréttir 3. apríl 2017

Vestfirðingum hefur fækkað um helming frá byrjun síðustu aldar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru íbúar á Vestfjörðum í árslok 2016 samtals 6.883. Er þetta mikil fækkun frá 1901 þegar þeir voru 12.347, en flestir voru Vestfirðingar árið 1933, eða samtals 13.489. 
 
Vestfirðingar voru 7.137 árið 2011 og hefur því fækkað um 915 á síðustu fimm árum, eða sem nemur ríflega íbúafjölda Bolungarvíkur. Á þessum tíma hefur íbúum fækkað mest á norðanverðum Vestfjörðum og í dreifbýlinu. Íbúum hefur aftur á móti fjölgað í einstaka plássum eins og á Patreksfirði, á Bíldudal, í Bolungarvík og á Drangsnesi. 
 
Flestir voru íbúarnir 13.489
 
Sem dæmi um þróunina, þá voru íbúar Vestfjarða 12.347 árið 1901 og voru árið 1920 orðnir 13.397. Árið 1933 voru þeir orðnir 13.489, en síðan fór að halla undan fæti í íbúaþróuninni. Árið 1938 var íbúafjöldinn kominn niður í 1.299, en rokkaði í kringum 13.000 fram til ársloka 1942. Þá tók að fækka jafnt og þétt og voru íbúar orðnir 11.166 árið 1950 og í fyrsta sinn á öldinni orðnir færri en 11 þúsund árið 1953. Árið 1955 voru þeir 10.574 og 10.507 árið 1960. 
 
Skuttogaravæðingin var greinilega vítamínsprauta
 
Árið 1970, við upphaf skuttogara­væðingarinnar, voru íbúarnir 10.050 og fjölgaði í 10.479 árið 1980 og í 10.513 árið 1981. Árið 1980 voru íbúar gamla Ísafjarðarkaupstaðar 3.352, Bolungarvíkur 1.266 og Patreksfjarðar 1.032.
 
Í kjölfar kvótakerfisins  hallaði hratt undan fæti
 
Þetta var á tímum óðaverðbólgu og við setningu kvótalaganna 1984 voru íbúar Vestfjarða samtals 10.417.
Síðan fór fljótlega að halla undan fæti á ný með sölu kvóta og skipa burt úr héraði. Þannig fóru íbúar Vestfjarða í fyrsta sinn undir 10.000 íbúa markið árið 1989 og voru 9.798 árið 1990. Aldamótaárið 2000 voru íbúar Vestfjarða svo orðnir 8.310. Fjöldinn var kominn niður í 7.700 árið 2005 síðan í 7.362 árið 2010 og í 6.970 árið 2015. Í lok árs 2016 voru íbúar Vestfjarða orðnir 6.883 og fækkaði því um 87 á milli ára þrátt fyrir fjölgun á nokkrum stöðum. 
 
Íbúafækkun Ísafjarðarbæjar er sláandi 
 
Ísafjarðarbær, höfuðstaður Vest­fjarða, telur nú 3.623 íbúa, en sveitarfélagið samanstendur af fjórum bæjum og þorpum ásamt sveitunum í kring sem áður tilheyrðu öðrum sveitarfélögum. 
 
Ísafjörður sameinaðist Eyrar­hreppi og þar með Hnífsdal árið 1971 en þar voru 397 íbúar. Síðan sameinaðist Ísafjörður sex sveitarfélögum að meðtöldum byggðarkjörnunum á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri árið 1996 í kjölfar kosninga sumarið 1995. Þann 1. desember 1996 voru íbúar hins sameinaða Ísafjarðarbæjar 4.518.
 
Þann 1. desember 1970 voru íbúar Ísafjarðarkaupstaðar, þ.e. Ísfjarðar, Hnífsdals og sveitanna þar í kring samtals 2.680. Þá var íbúatala allra sveitarfélaganna sem nú tilheyra Ísafjarðarbæ samtals 5.223, eða ríflega helmingur íbúa Vestfjarða. Eins og fyrr segir voru þeir við sameininguna 1966 samtals 4.518. 
 
Hefur fækkað um1.600 manns á 47 árum
 
Nú eru íbúar Ísafjarðarbæjar 3.623 og hefur því fækkað um 1.600 manns í öllum sveitarfélögunum sem honum tilheyra á tæpum 47 árum, eða sem nemur rúmlega öllum íbúum Bolungarvíkur og Patreksfjarðar í dag. Á síðustu tuttugu árum, eða frá sameiningunni 1996, hefur íbúum Ísafjarðarbæjar fækkað um 895.
 
Vestfirska vorið vekur vonir
 
Ný hugsun í byggðamálum, bættar samgöngur og nýsköpun í atvinnumálum eins og í ferðaþjónustu og fiskeldi virðist loks vera að snúa þessari þróun við. Þess má sjá glögglega merki á sunnanverðum Vestfjörðum. Miklar væntingar eru einnig á norðanverðum Vestfjarðakjálkanum. Þar hefur töluverð drift verið í uppbyggingu ferðaþjónustu þó skiptar skoðanir séu vissulega um ágæti væntanlegrar stóruppbyggingar fiskeldis í sjó. 
 
Allar þessar væntingar um alla Vestfirði byggja þó á einum sameiginlegum þætti. Það er skýr krafa um  stórbættar vegasamgöngur. 
Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...

Bjórinn Naddi sló í gegn í London
Fréttir 28. maí 2024

Bjórinn Naddi sló í gegn í London

Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórv...

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...