Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Veruleg aukning í fjárframlögum til aðgerðaáætlunarinnar
Fréttir 18. júlí 2019

Veruleg aukning í fjárframlögum til aðgerðaáætlunarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Björn Helgi Barkarson, sér­fræð­ingur hjá umhverfis- og auð­lindaráðuneytinu segir að í Fjármálaáætlun ríkis­stjórn­arinnar 2019–2023 sé gert ráð fyrir verulegri aukningu í fjár­framlögum ríkisins til að hrinda í framkvæmd aðgerða­áætlun í loftslagsmálum.

Björn Helgi Barkarson, sérfræð­ingur hjá umhverfis- og auðlinda­ráðuneytinu.

„Á árinu 2019 eru á fjárlögum 230 milljónir til verkefna á sviði kolefnisbindingar og stöðvunar losunar frá landi. Þeim er að mestu ráðstafað til aukningar í núverandi verkefnum Landgræðslunnar og Skógræktarinnar, Skógrækt á lögbýlum, Bændur græða landið, Landbótasjóð Landgræðslunnar og Endurheimt votlendis. Einnig er gert ráð fyrir aukningu til stórra samstarfsverkefna eins og Hekluskóga og Þorláksskóga og til stöðvunar jarðvegsrofs á landgræðslusvæðum og gróðursetningar í þjóðskógum.

Fram undan er að skipta fjármagni nákvæmlega niður á einstaka verkefni en ljóst að á árinu 2019 mun 170 milljónum verða varið til beinna aðgerða í skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Alls verður 45 milljónum varið í að styrkja bókhald og öflun grunnupplýsinga. Á næsta ári er síðan gert ráð fyrir fé til grunnrannsókna á eðli losunar og bindingar, sem og landgreiðslum til bænda. Veruleg aukning verður þá einnig á fjármagni til beinna aðgerða. Aukningin verður síðan enn meiri árin 2021 og 2022.“

Þrjú stöðugildi

Björn segir að búið sé að ráðstafa til Landgræðslunnar og Skóg­ræktar­innar sem samsvarar alls þremur stöðugildum til að auka getu þeirra til að sinna öflun grunnupplýsinga og bókhaldi til Loftslagssamningsins og Evrópusambandsins.

Eins og fram kemur í skýrslunni Bætt landnýting í þágu loft­s­lagsmála, sem kynnt var á blaða­mannafundi forsætisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra 2. júlí síðastliðinn, þá mun umfang verkefna aukast verulega á árabilinu 2019 til 2022 með auknum fjármunum til verkefnanna á þessu árabili.

Tækifæri fyrir bændur til að auka skógrækt

Bændur hafa um langt skeið tekið þátt í verkefnum eins og Bændur græða landið og Skógrækt á lögbýlum og hafa þeir núna tækifæri til að auka umfang verkefna á sínu landi, að sögn Björns.

„ Í byrjun næsta árs verður sett af stað samstarfsverkefni ríkisins við sauðfjárbændur um loftslagsvænni landbúnað. Þá fá bændur aðgengi að aukinni ráðgjöf og fræðslu um loftslagsmál og landnýtingu og geta unnið aðgerðaáætlun fyrir sína jörð og sitt bú. Gert er ráð fyrir að þátttakendur í verkefninu njóti aukins stuðnings, til dæmis í formi landgreiðslna.

Von okkar er að þar sjái bændur tækifæri í að draga úr losun frá búrekstrinum og frá landi auk aukinnar kolefnisbindingar enda má oft finna samlegð í slíkum verkefnum og bættum rekstri.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar­ins, Landgræðslan og Skógræktin hafa unnið sameiginlega að þróun þessa verkefnis síðustu vikur og munu vinna að því áfram.“

Forgangsröðun fjármagns

Eins og fram kemur í forgangs­áherslum umhverfis- og auðlindaráðherra verður aðgerðum forgangsraðað með það að markmiði að draga úr losun frá illa förnu landi og frá votlendi.
„Vissulega þarf að auka þekkingu á eðli og breytileika í losun og bindingu en það þarf ekki að koma í veg fyrir að ráðist sé í aðgerðir sem fela í sér endurheimt vistkerfa sem er tvímælalaust verkefni sem skilar árangri til langrar framtíðar. Þar er gott samstarf bænda og ríkisins lykilatriði í því að ná árangri.“

Nýjar landsáætlanir

„Við bindum vonir við að vinna við nýjar landsáætlanir í landgræðslu og skógrækt í samræmi við ný lög skili skarpari framtíðarsýn og markmiðum sem unnið verður að á næstu árum og áratugum. Sú vinna mun vafalítið hafa áhrif á þau verkefni og aðgerðir sem ráðist verður í á næstu árum. Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur nú skipað í verkefnisstjórnir sem vinna eiga að þessum áætlunum og eiga bændur fulltrúa í þeim báðum auk frjálsra félagasamtaka og háskóla,“ segir Björn Helgi Barkarson, sérfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. regluger...

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...