Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Versta berjasumar í mörg ár
Fréttir 4. september 2015

Versta berjasumar í mörg ár

Allt útlit er fyrir að berjauppskera úr náttúru Íslands verði með versta móti þetta haustið.
 
Að sögn Þorvaldar Pálmasonar, eins af aðstandendum vefsins berjavinir.com, er smá von til þess að það rætist örlítið úr aðalbláberjunum ef tíðin verður hagstæð það sem eftir lifir sumars og í byrjun hausts. „Aðalbláberin eru fljótust til og því helst von með þau. Annars eru bara engin ber, neins staðar. Þannig að uppskeran verður einfaldlega mjög lítil eða engin víðast hvar. 
 
En ég bendi á að það er talsvert af aðalbláberjagrænjöxlum, þar sem aðalbláber vaxa – til dæmis í Svarfaðardal. Ef það kemur svolítið hlýindaskeið núna þá er, eins og ég segi, smá von til þess að það verði hægt að tína eitthvað af aðalbláberjum á þeim stöðum. Svo koma nú kannski einhver krækiber. Það má nú vera ansi hart til að þau láti ekki sjá sig. Verstar eru horfurnar fyrir bláberin.“
 
Þrátt fyrir að nokkuð sólríkt hafi verið vestanlands í sumar segir Þorvaldur að það nægi ekki. „Það var það kalt þannig að bjartviðrið dugar ekki til. Það ræður mjög miklu hvernig vorið er – og það var einstaklega kalt. Svo skiptir máli hvernig sumarið er og það hefur líka verið kalt – og líka hefur vantað sól eins og á Norður- og Austurlandi. Við Berjavinir höldum úti Facebook-síðu og við höfum hvergi frétt af vænlegri sprettu. Ég óttast að þetta verði eitt versta berjaár í nokkurn tíma,“ segir Þorvaldur berjavinur Pálmason. 
 
Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...