Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Versta berjasumar í mörg ár
Fréttir 4. september 2015

Versta berjasumar í mörg ár

Allt útlit er fyrir að berjauppskera úr náttúru Íslands verði með versta móti þetta haustið.
 
Að sögn Þorvaldar Pálmasonar, eins af aðstandendum vefsins berjavinir.com, er smá von til þess að það rætist örlítið úr aðalbláberjunum ef tíðin verður hagstæð það sem eftir lifir sumars og í byrjun hausts. „Aðalbláberin eru fljótust til og því helst von með þau. Annars eru bara engin ber, neins staðar. Þannig að uppskeran verður einfaldlega mjög lítil eða engin víðast hvar. 
 
En ég bendi á að það er talsvert af aðalbláberjagrænjöxlum, þar sem aðalbláber vaxa – til dæmis í Svarfaðardal. Ef það kemur svolítið hlýindaskeið núna þá er, eins og ég segi, smá von til þess að það verði hægt að tína eitthvað af aðalbláberjum á þeim stöðum. Svo koma nú kannski einhver krækiber. Það má nú vera ansi hart til að þau láti ekki sjá sig. Verstar eru horfurnar fyrir bláberin.“
 
Þrátt fyrir að nokkuð sólríkt hafi verið vestanlands í sumar segir Þorvaldur að það nægi ekki. „Það var það kalt þannig að bjartviðrið dugar ekki til. Það ræður mjög miklu hvernig vorið er – og það var einstaklega kalt. Svo skiptir máli hvernig sumarið er og það hefur líka verið kalt – og líka hefur vantað sól eins og á Norður- og Austurlandi. Við Berjavinir höldum úti Facebook-síðu og við höfum hvergi frétt af vænlegri sprettu. Ég óttast að þetta verði eitt versta berjaár í nokkurn tíma,“ segir Þorvaldur berjavinur Pálmason. 
 
„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...

Áburðareftirlit Mast árið 2021
Fréttir 18. janúar 2022

Áburðareftirlit Mast árið 2021

Á árinu 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni alls 368 tegu...