Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Verg landsframleiðsla á hvern Íslending 30% meiri en að meðaltali í ESB-löndunum
Fréttir 10. júlí 2018

Verg landsframleiðsla á hvern Íslending 30% meiri en að meðaltali í ESB-löndunum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Verg landsframleiðsla á mann á Íslandi árið 2017 var 30% yfir meðaltali Evrópu­sambandsríkjanna 28 (ESB28) samkvæmt bráðabirgða­niðurstöðum hagstofu Evrópu­sambandsins (Eurostat).

Voru niðurstöðurnar birtar nýverið á vefsíðu Hagstofu Íslands. Þar segir að Ísland hafi verið í fimmta sæti af 37 Evrópuríkjum (ESB28 auk Íslands, Noregs, Sviss, Tyrklands, Svartfjallalands, Serbíu, Bosníu-Hersegóvínu, Albaníu og Makedóníu).

Magn vergrar landsframleiðslu á mann árið 2017 var hæst í Lúxemborg, 153% yfir meðaltali ESB28, en þar á eftir kom Írland þar sem verg landsframleiðsla á mann var 84% yfir meðaltali ESB28.

Lúxemborg sker sig úr hópnum en líta verður til þess að fjöldi fólks vinnur og verslar í landinu og leggur til landsframleiðslunnar en býr utan þess og telst því ekki til íbúa.

Ísland í samvinnu við Eurostat

Hagstofa Íslands tekur þátt í samstarfi hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, og Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um útreikning jafnvirðisgilda (PPP). Þau eru notuð til að umreikna hagrænar stærðir til sambærilegs verðlags svo unnt sé að bera saman rauntölur á milli landa. Þegar horft er á samanburð af þessu tagi má líka sjá mikla samsvörun á milli velgengni og verðlags. Því meiri sem velgengnin og kaupmáttur launa er í hverju landi, því meiri líkur eru á hærra verðlagi og öfugt. Þetta þekkja Íslendingar vel af ferðalögum erlendis.

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...