Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Verg landsframleiðsla á hvern Íslending 30% meiri en að meðaltali í ESB-löndunum
Fréttir 10. júlí 2018

Verg landsframleiðsla á hvern Íslending 30% meiri en að meðaltali í ESB-löndunum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Verg landsframleiðsla á mann á Íslandi árið 2017 var 30% yfir meðaltali Evrópu­sambandsríkjanna 28 (ESB28) samkvæmt bráðabirgða­niðurstöðum hagstofu Evrópu­sambandsins (Eurostat).

Voru niðurstöðurnar birtar nýverið á vefsíðu Hagstofu Íslands. Þar segir að Ísland hafi verið í fimmta sæti af 37 Evrópuríkjum (ESB28 auk Íslands, Noregs, Sviss, Tyrklands, Svartfjallalands, Serbíu, Bosníu-Hersegóvínu, Albaníu og Makedóníu).

Magn vergrar landsframleiðslu á mann árið 2017 var hæst í Lúxemborg, 153% yfir meðaltali ESB28, en þar á eftir kom Írland þar sem verg landsframleiðsla á mann var 84% yfir meðaltali ESB28.

Lúxemborg sker sig úr hópnum en líta verður til þess að fjöldi fólks vinnur og verslar í landinu og leggur til landsframleiðslunnar en býr utan þess og telst því ekki til íbúa.

Ísland í samvinnu við Eurostat

Hagstofa Íslands tekur þátt í samstarfi hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, og Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um útreikning jafnvirðisgilda (PPP). Þau eru notuð til að umreikna hagrænar stærðir til sambærilegs verðlags svo unnt sé að bera saman rauntölur á milli landa. Þegar horft er á samanburð af þessu tagi má líka sjá mikla samsvörun á milli velgengni og verðlags. Því meiri sem velgengnin og kaupmáttur launa er í hverju landi, því meiri líkur eru á hærra verðlagi og öfugt. Þetta þekkja Íslendingar vel af ferðalögum erlendis.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...