Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Frá kornuppskeru í Gunnarsholti á Rangárvöllum.
Frá kornuppskeru í Gunnarsholti á Rangárvöllum.
Mynd / Auðunn Magni Björgvinsson
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnarsholti 24. apríl.

Hugmyndin er að félagið verði milliliður í viðskiptasambandi kornbænda og kornstöðva á svæðinu og undirbúningur fyrir næsta skref sem er stofnun kornsamlags.

Björgvin Harðarson, svína- og kornbóndi í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, var kjörinn í stjórn félagsins og segir hann að með því að félagið sé endurvakið núna sé tekið skref í átt að stofnun kornsamlags. „Munurinn er sá að kornsamlagið yrði í sérstöku eignarhaldsfélagi sem kornbændur myndu leggja peninga inn í. Þeir verða þá að leggja mat á hvernig kornræktin muni ganga hjá þeim almennt séð áður en kemur til fjárútláta.“

Björgvin segir að félagsaðild að Kornræktarfélaginu verði eins og önnur aðild að Búnaðarsambandi Suðurlands.

Kornræktarfélagið verði milliliður

„Hugmyndin er að Kornræktarfélag Suðurlands verði nú ákveðinn milliliður milli kornræktenda og kornstöðvanna sem eru nú þegar til staðar hér á Suðurlandi sem munu nú eflast vegna þess fjárfestingastuðnings sem stjórnvöld hafa sett inn í greinina,“ heldur Björgvin áfram.

„Þannig verður stöðvunum gert kleift að taka við korninu frá bændum sem geta þá farið að máta sig við framleiðslu á fóðurkorni til að setja á markað í raun. Þeir eru í raun ekki vanir því að framleiða söluvöru og þurfa tíma til að prófa sig áfram með hvernig það gengur áður en þeir verða tilbúnir til að leggja fjármuni í verkefnið.

En auk þess að skuldbinda sig með því að kaupa hlut í samlaginu verða þeir að skuldbinda sig til að leggja inn korn til þurrkunar.

Stuðningur stjórnvalda virkar þannig að 40 prósent af fjárfestingarkostnaði í greininni kemur frá ríkinu en 60 prósent verða að koma frá þeim sem hyggjast fjárfesta í nýjum stöðvum eða stækkunum – þá bændur eða aðrir fjárfestar. Það geta verið alls konar fjárfestar, til dæmis fiskeldisfyrirtæki, fóðurframleiðendur, brugverksmiðjur og aðrir þeir sem vilja kaupa íslenskt korn,“ útskýrir Björgvin.

Gæðastaðlar fyrir kornvöru

Björgvin bendir á að það sé allt annar hlutur að framleiða eigið fóðurkorn eða kornvöru sem á að selja á markaði. Því þurfi bændur margir hverjir að setja sig í alveg nýjar stellingar þar sem huga þurfi að ákveðnum gæðastöðlum. Fjárfestingarstuðningurinn muni nýtast líka til þess að stöðvar geti bætt sína aðstöðu til kornmóttöku og gæðamats. Næstu skref verði að fræða bændur um gæðastaðla svo þeir geti byrjað að rækta og þreskja korn til sölu.

Að sögn Björgvins geta þær fjórar stöðvar sem séu starfhæfar á Suðurlandi afkastað á bilinu tveimur til fimm þúsund tonnum á ári, en þær eru í Birtingarholti í Hrunamannahreppi, í Gunnarsholti á Rangárvöllum, á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og á Sandhóli í Meðallandi.

Auk þess er Eimverk með kornþurrkstöð í Bjálmholti í Holtum. Með honum í nýrri stjórn Kornræktarfélagsins eru Haraldur Ívar Guðmundsson á Reykhóli, Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri, Örn Karlsson á Sandhóli og Sigurjón Eyjólfsson í Eystri-Pétursey.

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...