Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá BÍ.
Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá BÍ.
Mynd / ÁL
Fréttir 22. nóvember 2023

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Heildargreiðslumark mjólkur verður í sögulegu hámarki á næsta ári samkvæmt nýlegri ákvörðun framkvæmdanefndar búvörusamninga.

Er greiðslumarksmagnið aukið um 2,5 milljónir lítra, úr 149 milljónum í 151,5 og er aukningin 1,7 prósent miðað við núverandi greiðslumark.

„Þetta er í sjálfu sér jákvætt hvað það er mikil eftirspurn eftir okkar afurðum, það er víst nóg af neikvæðum fréttum úr greininni,“ segir Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands, sem situr í framkvæmdanefnd búvörusamninga. „Þetta er auðvitað tilkomið að miklu leyti vegna fjölgunar ferðafólks hingað. Um leið og þetta eru gleðileg tíðindi í sjálfu sér mun þetta hafa þau áhrif að opinberar beingreiðslur á hvern lítra skerðast, miðað við þær forsendur sem eru í dag á þessum ríkisstuðningi.“

Breytt staða á kvótamarkaði

„Ég var svolítið forvitinn að sjá hvernig þessi síðasti kvótamarkaður færi því fram undir þetta hefur alltaf verið mun meiri eftirspurn eftir greiðslumarki en framboð. Það er greinilega breytt staða í greininni sem meðal annars sést á markaðnum. Þannig að tvo tilboðsmarkaði í röð hefur eftirspurn verið minni en framboð eftir greiðslumarki,“ heldur Rafn áfram.

„Fyrir því eru ýmsar ástæður. Líkur eru á að útjöfnun verði talsvert mikil þannig að bændur fá fullt afurðastöðvaverð fyrir stóran hluta af framleiðslu umfram greiðslumark. Svo eru þessi háu vaxtakjör í dag ekki til að hvetja til fjárfestingar. Greinilegt að við þessar aðstæður eru bændur ekki til í að borga jafnhátt verð fyrir greiðslumark og verið hefur – þannig að verðið fer lækkandi.

Bændur hafa greinilega lítið svigrúm til lántöku svo hægt sé að bæta við sig kvóta, greiðslubyrði er þegar þung.“

Aðgerðir – ekki fleiri umræðuhópa

Að sögn Rafns sé það yfirleitt svo að bændur selji ekki greiðslumark nema þeir séu að hætta. „Þróunin frá því í fyrra hefur verið sú að æ fleiri nautgripabændur bregði búi, það bar talsvert á því í fyrra og ég held að það sé ekkert minna í ár þó ég hafi ekki tölur yfir það enn þá.“

Rafn segir engin viðbrögð hafa borist frá stjórnvöldum enn við rekstrarvanda nautgripabænda og ákallinu um aðstoð. „Við bíðum enn átekta og ég á ekkert von á neinum viðbrögðum fyrr en starfshópur ráðuneytisstjóranna hefur skilað einhverju af sér. Það var eftir því tekið að þetta var ekki spretthópur, eins og myndaður var í fyrra – þó það hefði verið þörf fyrir einn slíkan núna. Ég tek undir orð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, sem höfð voru eftir henni um daginn, að nú væri þörf á aðgerðum en ekki fleiri umræðuhópum.“

Nóg af sæði í hafrastöðinni
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að...

Eggjaskortur vegna dýravelferðar
Fréttir 8. nóvember 2024

Eggjaskortur vegna dýravelferðar

Litlar birgðir á eggjum í verslunum má rekja til umfangsmikilla breytinga sem bæ...

Hveitikynbætur alger nýlunda
Fréttir 8. nóvember 2024

Hveitikynbætur alger nýlunda

Á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands er verið að hefja vinnu að hveitikynbótum í f...

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi
Fréttir 7. nóvember 2024

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi

Japanskt fyrirtæki hyggst bæta hrísgrjónarækt við jarðarberjaframleiðslu sína á ...

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd
Fréttir 7. nóvember 2024

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd

Drög að nýjum verðlagsgrunni kúabús liggja fyrir, sem er uppfærsla á grunninum f...

Jafnvægisverð lækkar áfram
Fréttir 7. nóvember 2024

Jafnvægisverð lækkar áfram

Á markaði með greiðslumark í mjólk, haldinn 1. nóvember, myndaðist jafnvægisverð...

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi
Fréttir 7. nóvember 2024

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi

Nýtt kjúklingframleiðsluhús er á teikniborðinu á Miðskógi í Dölum, sem verður sö...

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn
Fréttir 7. nóvember 2024

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn

Áfram heldur þeim lömbum að fækka sem koma til slátrunar ár hvert. Í liðinni slá...