Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
„Það er því augljóst að við verðum að ná inn 90% af framleiðendum, helst 100%. Að öðrum kosti getum við ekki rekið samtökin án stórkostlegra breytinga,“ sagði Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, á aðalfundi LK sem haldinn var á Akureyri í lok
„Það er því augljóst að við verðum að ná inn 90% af framleiðendum, helst 100%. Að öðrum kosti getum við ekki rekið samtökin án stórkostlegra breytinga,“ sagði Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, á aðalfundi LK sem haldinn var á Akureyri í lok
Fréttir 25. apríl 2017

Verðum að ná inn í samtökin 90% af framleiðendum, helst 100%

Arnar Árnason, formaður stjórnar Landssambands kúabænda, gerði félagsaðild að sambandinu að umtalsefni í skýrslu sinni á aðalfundi LK sem haldinn var á Akureyri nýverið.  
 
Fjármögnun breyttist verulega í kjölfar þess að búnaðargjald var fellt niður um síðustu áramót, frá því að vera skyldugreiðsla bænda á búnaðargjaldi yfir í fjármögnun sem byggð var á félagsgjaldi. Undirbúningur vegna breytinganna stóð yfir í nokkurn tíma og söfnuðu samtökin í sjóði til að mæta þeim tekjumissi sem óneitanlega varð við svo veigamiklar breytingar á fjármögnun.
 
Sú leið sem varð fyrir valinu hjá LK við innheimtu félagsgjalda var ákveðin á síðasta aðalfundi samtakanna, en hún felur í sér veltutengt gjald, 0,30 krónur af hverjum innvigtuðum lítra mjólkur og 500 krónur af hverjum grip sem lagður er inn í afurðastöð í UN, K og K1U flokkum. 
 
Arnar nefndi að í fyrstu umferð hefði félagsmönnum verið safnað á haustfundum LK og voru á þeim skráðir 175 framleiðendur, en næstu skref í félagasöfnun voru í höndum stjórna aðildarfélaga á hverju svæði sem hvöttu framleiðendur til að ganga til liðs við samtökun. Nú eru rúmlega 320 framleiðendur skráðir í LK. Arnar sagði að næstu skref yrðu stigin nú að loknum aðalfundi og yrði samband haft við þá framleiðendur sem ekki hefðu skráð sig. 
 
Frá aðalfundi LK á Akureyri.
 
Rekstrarkostnaður áætlaður 53 milljónir í ár
 
Áætlaður rekstrarkostnaður þessa árs er 53 milljónir króna, þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir töluverðri hagræðingu í rekstri samtakanna. „Það er því augljóst að við verðum að ná inn 90% af framleiðendum, helst 100%. Að öðrum kosti getum við ekki rekið samtökin án stórkostlegra breytinga,“ sagði Arnar. 
 
Formaðurinn gerði mjólkurframleiðslu og stefnumörkun til framtíðar einnig að umtalsefni í skýrslu sinni til aðalfundar. Á liðnu ári var met slegið varðandi framleiðslu og sölu mjólkurafurða. Innvigtun mjólkur fór í fyrsta sinn yfir 150 milljónir lítra. Heildarinnvigtun árið 2016 nam rúmlega 150,3 milljónum lítra það ár, samanborið við 146 milljónir lítra árið á undan, aukningin nemur 2,9% á milli ára.
 
Færri en stærri
 
Heildarsala mjólkur og mjólkurafurða umreiknuð á fitugrunn nam 139 milljónum lítra í fyrra og jókst um 4,80% milli ára. Sala á smjöri jókst um 4,2%,  á rjóma um 1,8% og ostum um 3,2%. Sala á próteingrunni var 129 milljón lítra, sem er aukning upp á 5,22% milli ára.
 
„Á sama tíma og þetta er að gerast hefur kúabændum fækkað um 40 á milli ára og eru nú 596 framleiðendur af mjólk í landinu. Þróunin er með sama móti og hún hefur verið síðastliðin 40 ár, okkur er að fækka en við erum að stækka á móti,“ sagði Arnar. 
 
Nauðsynlegt að huga að framtíðinni
 
Greiðslumark þessa árs er 144 milljón lítra. Sala hefur aukist jafnt og þétt „og á meðan ferðamönnum sem sækja Ísland heim fjölgar eru engin merki um annað en að sú þróun haldi áfam. Það er því nauðsynlegt að kúabændur hugi að framtíðinni og mæti vel undirbúnir til leiks,“ sagði Arnar, en á aðalfundi LK var samþykkt tillaga um að hefja þegar vinnu við stefnumörkun í mjólkur- og kjötframleiðslu til næstu 10 ára.
Arnar fór í skýrslu sinni einnig yfir gerð búvörusamninga en sú vinna var í brennidepli í starfsemi LK á liðnu ári sem og samráðshóp stjórnvalda, bænda, neytenda, afurðastöðva, launþega og atvinnulífs um landbúnaðarstefnu, en sá hópur mun skila skýrslu til landbúnaðarráðherra og vinna m.a. að endurskoðun á búvörusamningum. 
 
Nokkur ágreiningur varð strax við skipan hópsins og tók hann töluverðum breytingum þar til hann hóf störf snemma á þessu ári. Bændasamtökin eiga þrjá fulltrúa í hópnum og lagði LK þunga áherslu á að fá sinn fulltrúa þar inn sem gekk eftir. 
 
Varhugavert að fella eina grein búvörulaga úr gildi
 
Arnar fór einnig yfir endurskoðun á samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins í ræðu sinni á aðalfundinum, en ráðherra lagði drög að frumvarpi um endurskoðun á samkeppnisstöðu hans í byrjun mars, þar sem lagðar eru til miklar breytingar á núverandi kerfi, m.a. felur það í sér að verðtilfærsla milli tiltekinna afurða verði óheimil og samkomulag og verkaskipting milli mjólkursamlaga sömuleiðis. 
 
Arnar sagði LK hafa eindregið lagst gegn þessum breytingum, „og verður að teljast varhugavert að fella eina grein búvörulaga úr gildi án þess að taka búvörulögin til heildstæðrar endurskoðunar á sama tíma“.
 
Kostnaðarlækkun skilað sér beint til neytenda og bænda
 
Nefndi Arnar að með samvinnu, sérhæfingu og fækkun mjólkurvinnsla úr 17 árið 1990 niður í 5 árið 2016 hefði óumdeilanlega náðst fram töluverð kostnaðarlækkun sem skilað hefði sér beint til neytenda og bænda. 
 
„Þessi árangur sem við sjáum í dag af samstarfi afurðastöðvanna hefði ekki náðst án heimildar til sérhæfingar og verkaskiptingar þeirra á milli,“ sagði hann og benti jafnframt á að samtökin hefðu harðlega gagnrýnt að málið fái ekki að fara inn í þann feril sem það var sett í við afgreiðslu búvörusamninga, þ.e. í gegnum samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. 
Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Skýrsla um raunveruleikann
18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Subbu-Jobbi
18. september 2024

Subbu-Jobbi

Tjöldin dregin frá
18. september 2024

Tjöldin dregin frá

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi
19. september 2018

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi