Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem fyrirtækin hafa í boði 2023. Meðalhækkun á áburði hjá Skeljungi er 3,3% en 1,8% hjá Fóðurblöndunni, mest munar um hækkun á köfnunarefni hjá báðum fyrirtækjum.

Lúðvík Bergmann sölustjóri segir að meðalhækkunin á áburði milli ára sé 3,3% en að köfnunarefnisáburður hækki mest, eða um 6,4%.

Dæmi um verð á þremur algengum tegundum hjá Skeljungi eru Sprettur N27, sem núna kostar 127.600 krónur tonnið en var 119.900 krónur á síðasta ári, Sprettur 25-5, sem kostar í ár 129.900 krónur sem er sama verð og á síðasta ári og Verð á Spretti 20-10-10+Selen sem er í ár 141.900 krónur en var á síðasta ári 135.900 krónur tonnið.

Allt verð er án virðisaukaskatts og miðast við að greitt sé fyrir 15. maí og þá með 3% afslætti.

Að sögn Úlfars Blandon, sölu- og markaðsstjóra hjá Fóðurblöndunni, er meðalhækkun á áburði milli ára 1,8%, mest er hækkun á
köfnunarefni.

Verð á Magna I N27 Ca er 128.400 en var 119.502 fyrir tonn og nemur hækkunin 7,4%, verð á Græði 9 27-6-6 + SE er 137.200 en var 132.918, hækkun um 3,2%, og verð á Fjölmóði 4 24-9 Ca + Se er 136.800 en var 133.511 og nemur hækkunin 2,5%.

Allt verð er án virðisaukaskatts og miðast við greiðslu 15. apríl og þá með 3% afslætti.

Skylt efni: áburður | áburðarverð

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...