Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem fyrirtækin hafa í boði 2023. Meðalhækkun á áburði hjá Skeljungi er 3,3% en 1,8% hjá Fóðurblöndunni, mest munar um hækkun á köfnunarefni hjá báðum fyrirtækjum.

Lúðvík Bergmann sölustjóri segir að meðalhækkunin á áburði milli ára sé 3,3% en að köfnunarefnisáburður hækki mest, eða um 6,4%.

Dæmi um verð á þremur algengum tegundum hjá Skeljungi eru Sprettur N27, sem núna kostar 127.600 krónur tonnið en var 119.900 krónur á síðasta ári, Sprettur 25-5, sem kostar í ár 129.900 krónur sem er sama verð og á síðasta ári og Verð á Spretti 20-10-10+Selen sem er í ár 141.900 krónur en var á síðasta ári 135.900 krónur tonnið.

Allt verð er án virðisaukaskatts og miðast við að greitt sé fyrir 15. maí og þá með 3% afslætti.

Að sögn Úlfars Blandon, sölu- og markaðsstjóra hjá Fóðurblöndunni, er meðalhækkun á áburði milli ára 1,8%, mest er hækkun á
köfnunarefni.

Verð á Magna I N27 Ca er 128.400 en var 119.502 fyrir tonn og nemur hækkunin 7,4%, verð á Græði 9 27-6-6 + SE er 137.200 en var 132.918, hækkun um 3,2%, og verð á Fjölmóði 4 24-9 Ca + Se er 136.800 en var 133.511 og nemur hækkunin 2,5%.

Allt verð er án virðisaukaskatts og miðast við greiðslu 15. apríl og þá með 3% afslætti.

Skylt efni: áburður | áburðarverð

Afurðaverð haustsins veldur vonbrigðum
Fréttir 5. ágúst 2025

Afurðaverð haustsins veldur vonbrigðum

Deild sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands lýsir yfir vonbrigðum með þau afu...

Hefur opinber stuðningur við bændur skilað sér?
Fréttir 23. júlí 2025

Hefur opinber stuðningur við bændur skilað sér?

Meginstoðir íslenska landbúnaðarkerfisins sem ætlað er að tryggja fæðuöryggi lan...

Eftirlitsgjöld Matvælastofnunar tvöfaldast á skömmum tíma
Fréttir 22. júlí 2025

Eftirlitsgjöld Matvælastofnunar tvöfaldast á skömmum tíma

Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með þá ák...

30.500 tonn af malbiki
Fréttir 21. júlí 2025

30.500 tonn af malbiki

Áætlað er að leggja út 200.000 fermetra af malbiki í tengslum við malbikun við n...

Kvenfélagasamband vill betri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni
Fréttir 21. júlí 2025

Kvenfélagasamband vill betri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni

Kvenfélagasamband Suður-Þingeyinga hélt aðalfund á dögunum þar sem félagskonur l...

Nýr safnstjóri tekinn við
Fréttir 21. júlí 2025

Nýr safnstjóri tekinn við

Anna Guðný Gröndal er nýtekin við sem safnstjóri á Minjasafninu á Bustarfelli. B...

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...