Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem fyrirtækin hafa í boði 2023. Meðalhækkun á áburði hjá Skeljungi er 3,3% en 1,8% hjá Fóðurblöndunni, mest munar um hækkun á köfnunarefni hjá báðum fyrirtækjum.

Lúðvík Bergmann sölustjóri segir að meðalhækkunin á áburði milli ára sé 3,3% en að köfnunarefnisáburður hækki mest, eða um 6,4%.

Dæmi um verð á þremur algengum tegundum hjá Skeljungi eru Sprettur N27, sem núna kostar 127.600 krónur tonnið en var 119.900 krónur á síðasta ári, Sprettur 25-5, sem kostar í ár 129.900 krónur sem er sama verð og á síðasta ári og Verð á Spretti 20-10-10+Selen sem er í ár 141.900 krónur en var á síðasta ári 135.900 krónur tonnið.

Allt verð er án virðisaukaskatts og miðast við að greitt sé fyrir 15. maí og þá með 3% afslætti.

Að sögn Úlfars Blandon, sölu- og markaðsstjóra hjá Fóðurblöndunni, er meðalhækkun á áburði milli ára 1,8%, mest er hækkun á
köfnunarefni.

Verð á Magna I N27 Ca er 128.400 en var 119.502 fyrir tonn og nemur hækkunin 7,4%, verð á Græði 9 27-6-6 + SE er 137.200 en var 132.918, hækkun um 3,2%, og verð á Fjölmóði 4 24-9 Ca + Se er 136.800 en var 133.511 og nemur hækkunin 2,5%.

Allt verð er án virðisaukaskatts og miðast við greiðslu 15. apríl og þá með 3% afslætti.

Skylt efni: áburður | áburðarverð

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...