Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem fyrirtækin hafa í boði 2023. Meðalhækkun á áburði hjá Skeljungi er 3,3% en 1,8% hjá Fóðurblöndunni, mest munar um hækkun á köfnunarefni hjá báðum fyrirtækjum.

Lúðvík Bergmann sölustjóri segir að meðalhækkunin á áburði milli ára sé 3,3% en að köfnunarefnisáburður hækki mest, eða um 6,4%.

Dæmi um verð á þremur algengum tegundum hjá Skeljungi eru Sprettur N27, sem núna kostar 127.600 krónur tonnið en var 119.900 krónur á síðasta ári, Sprettur 25-5, sem kostar í ár 129.900 krónur sem er sama verð og á síðasta ári og Verð á Spretti 20-10-10+Selen sem er í ár 141.900 krónur en var á síðasta ári 135.900 krónur tonnið.

Allt verð er án virðisaukaskatts og miðast við að greitt sé fyrir 15. maí og þá með 3% afslætti.

Að sögn Úlfars Blandon, sölu- og markaðsstjóra hjá Fóðurblöndunni, er meðalhækkun á áburði milli ára 1,8%, mest er hækkun á
köfnunarefni.

Verð á Magna I N27 Ca er 128.400 en var 119.502 fyrir tonn og nemur hækkunin 7,4%, verð á Græði 9 27-6-6 + SE er 137.200 en var 132.918, hækkun um 3,2%, og verð á Fjölmóði 4 24-9 Ca + Se er 136.800 en var 133.511 og nemur hækkunin 2,5%.

Allt verð er án virðisaukaskatts og miðast við greiðslu 15. apríl og þá með 3% afslætti.

Skylt efni: áburður | áburðarverð

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...