Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Verðmæti hrossakjöts
Fréttir 24. nóvember 2023

Verðmæti hrossakjöts

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Útflutningsverðmæti hrossakjöts á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 eru orðin hærri en útflutnings­tekjur ársins 2022.

Árið 2022 nam útflutningur hrossakjöts rúmum 197 tonnum og voru útflutningstekjurnar tæpar 95 milljónir króna. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 hafa rúm 174 tonn af hrossakjöti verið flutt út fyrir tæpar 100 milljónir króna.

Munar þar töluverðu á hærra kílóaverði til Sviss sem var árið 2022 að meðaltali 1.376 kr/kg en er í ár að meðaltali 1.878 kr/kg að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands.

Mikill munur er á uppgefnu verði fyrir hrossakjöt á tölunum en enginn greinamunur er þar gerður á skrokkhlutum, fellur allt nýtt eða fryst hrossakjöt undir sama tollskrárnúmerið.

Hrossakjöt er flutt í hverjum mánuði til Sviss en nemur þó minna en 20% af því magni sem flutt er út á ársgrundvelli. Verðmæti þeirra eru þó langhæst í samanburði við önnur útflutningslönd, eða ríflega 50% af útflutningstekjum hrossakjöts.

Stærstur hluti kjötsins hefur í ár farið til Kasakstan, eða um 30% af útflutningsmagni fyrstu níu mánuði ársins. Kasakstan kom nýtt inn á lista útflutningslanda árið 2022 en verðið þar er lágt í samanburði við önnur lönd, að meðaltali 224 krónur fyrir kíló í ár.

Auk Sviss og Kasakstan var umtalsvert magn af hrossakjöti sent til Hollands, Ítalíu og Japans í ár. Er meðalkílóverð til Hollands um 332 kr. en til Japans 811 kr.

Árið 2021 nam útflutningur tæpum 390 tonnum og voru útflutningstekjurnar rúmlega 130 milljón krónur. Þá fór um 10% útflutningsmagns til Rússlands.

Árið 2022 var rúm 20% af allri framleiðslu hrossakjöts útflutt en árið 2021 nam hlutfallið 48%. 

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f