Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Verðmæti hrossakjöts
Fréttir 24. nóvember 2023

Verðmæti hrossakjöts

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Útflutningsverðmæti hrossakjöts á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 eru orðin hærri en útflutnings­tekjur ársins 2022.

Árið 2022 nam útflutningur hrossakjöts rúmum 197 tonnum og voru útflutningstekjurnar tæpar 95 milljónir króna. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 hafa rúm 174 tonn af hrossakjöti verið flutt út fyrir tæpar 100 milljónir króna.

Munar þar töluverðu á hærra kílóaverði til Sviss sem var árið 2022 að meðaltali 1.376 kr/kg en er í ár að meðaltali 1.878 kr/kg að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands.

Mikill munur er á uppgefnu verði fyrir hrossakjöt á tölunum en enginn greinamunur er þar gerður á skrokkhlutum, fellur allt nýtt eða fryst hrossakjöt undir sama tollskrárnúmerið.

Hrossakjöt er flutt í hverjum mánuði til Sviss en nemur þó minna en 20% af því magni sem flutt er út á ársgrundvelli. Verðmæti þeirra eru þó langhæst í samanburði við önnur útflutningslönd, eða ríflega 50% af útflutningstekjum hrossakjöts.

Stærstur hluti kjötsins hefur í ár farið til Kasakstan, eða um 30% af útflutningsmagni fyrstu níu mánuði ársins. Kasakstan kom nýtt inn á lista útflutningslanda árið 2022 en verðið þar er lágt í samanburði við önnur lönd, að meðaltali 224 krónur fyrir kíló í ár.

Auk Sviss og Kasakstan var umtalsvert magn af hrossakjöti sent til Hollands, Ítalíu og Japans í ár. Er meðalkílóverð til Hollands um 332 kr. en til Japans 811 kr.

Árið 2021 nam útflutningur tæpum 390 tonnum og voru útflutningstekjurnar rúmlega 130 milljón krónur. Þá fór um 10% útflutningsmagns til Rússlands.

Árið 2022 var rúm 20% af allri framleiðslu hrossakjöts útflutt en árið 2021 nam hlutfallið 48%. 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...