Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Aðalfundurinn ályktaði um brottfall laga um gæðamat á æðadún.
Aðalfundurinn ályktaði um brottfall laga um gæðamat á æðadún.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mættu liðlega sextíu manns, þar af rúmlega tíu í gegnum fjarfundarbúnað.

Í einu af nokkrum erindum á fundinum fór Elías Gíslason yfir sölu- og markaðsmál. Þar kom fram að mikil aukning hefur verið í sölu á æðardúnssængum framleiddum á Íslandi. Árið 2020 hafi sængurnar verið sjö og hálft prósent af heildarverðmæti en var hlutfallið komið upp í rúm tuttugu og átta prósent árið 2022. Helstu viðskiptaþjóðirnar séu Bretland sem kaupi liðlega fjörutíu og sjö prósent sænganna og Bandaríkin sem versli tæp nítján prósent.

Frá aðalfundi Æðarræktarfélags Íslands á dögunum.

Margrét Rögnvaldsdóttir, formaður ÆÍ, segir í samtali við Bændablaðið að aukninguna megi rekja að hluta til þess að bein sala í gegnum netið er orðin auðveldari. Þetta sé jákvætt því verðmætaaukningin verði til hér á Íslandi.

Samkvæmt upplýsingum frá Margréti eru engar eldri birgðir til af dún í landinu og er verðið búið að vera hátt undanfarið. Japan hafi lengi verið stærsta viðskiptalandið með hrádún, en á síðasta ári var mestur útflutningur til Þýskalands.

Þá samþykkti fundurinn ályktun þar sem frumvarp um brottfall laga um gæðamat á æðardún er harðlega gagnrýnt. Í þeim lögum segir að allur æðardúnn skuli metinn og veginn af lögskipuðum dúnmatsmönnum áður en komi til dreifingar á innanlandsmarkaði eða til útflutnings.

Margrét segir ekkert samráð hafa verið við ÆÍ og það sé einhugur meðal félagsmanna um að missa ekki lögin í einu vetfangi. Þau hafi verið sett vegna ákalls æðarbænda, en fram að því hafi æðardúnn sem innihélt ryk og aðskotahluti verið fluttur út.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...