Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Aðalfundurinn ályktaði um brottfall laga um gæðamat á æðadún.
Aðalfundurinn ályktaði um brottfall laga um gæðamat á æðadún.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mættu liðlega sextíu manns, þar af rúmlega tíu í gegnum fjarfundarbúnað.

Í einu af nokkrum erindum á fundinum fór Elías Gíslason yfir sölu- og markaðsmál. Þar kom fram að mikil aukning hefur verið í sölu á æðardúnssængum framleiddum á Íslandi. Árið 2020 hafi sængurnar verið sjö og hálft prósent af heildarverðmæti en var hlutfallið komið upp í rúm tuttugu og átta prósent árið 2022. Helstu viðskiptaþjóðirnar séu Bretland sem kaupi liðlega fjörutíu og sjö prósent sænganna og Bandaríkin sem versli tæp nítján prósent.

Frá aðalfundi Æðarræktarfélags Íslands á dögunum.

Margrét Rögnvaldsdóttir, formaður ÆÍ, segir í samtali við Bændablaðið að aukninguna megi rekja að hluta til þess að bein sala í gegnum netið er orðin auðveldari. Þetta sé jákvætt því verðmætaaukningin verði til hér á Íslandi.

Samkvæmt upplýsingum frá Margréti eru engar eldri birgðir til af dún í landinu og er verðið búið að vera hátt undanfarið. Japan hafi lengi verið stærsta viðskiptalandið með hrádún, en á síðasta ári var mestur útflutningur til Þýskalands.

Þá samþykkti fundurinn ályktun þar sem frumvarp um brottfall laga um gæðamat á æðardún er harðlega gagnrýnt. Í þeim lögum segir að allur æðardúnn skuli metinn og veginn af lögskipuðum dúnmatsmönnum áður en komi til dreifingar á innanlandsmarkaði eða til útflutnings.

Margrét segir ekkert samráð hafa verið við ÆÍ og það sé einhugur meðal félagsmanna um að missa ekki lögin í einu vetfangi. Þau hafi verið sett vegna ákalls æðarbænda, en fram að því hafi æðardúnn sem innihélt ryk og aðskotahluti verið fluttur út.

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...