Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Aðalfundurinn ályktaði um brottfall laga um gæðamat á æðadún.
Aðalfundurinn ályktaði um brottfall laga um gæðamat á æðadún.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mættu liðlega sextíu manns, þar af rúmlega tíu í gegnum fjarfundarbúnað.

Í einu af nokkrum erindum á fundinum fór Elías Gíslason yfir sölu- og markaðsmál. Þar kom fram að mikil aukning hefur verið í sölu á æðardúnssængum framleiddum á Íslandi. Árið 2020 hafi sængurnar verið sjö og hálft prósent af heildarverðmæti en var hlutfallið komið upp í rúm tuttugu og átta prósent árið 2022. Helstu viðskiptaþjóðirnar séu Bretland sem kaupi liðlega fjörutíu og sjö prósent sænganna og Bandaríkin sem versli tæp nítján prósent.

Frá aðalfundi Æðarræktarfélags Íslands á dögunum.

Margrét Rögnvaldsdóttir, formaður ÆÍ, segir í samtali við Bændablaðið að aukninguna megi rekja að hluta til þess að bein sala í gegnum netið er orðin auðveldari. Þetta sé jákvætt því verðmætaaukningin verði til hér á Íslandi.

Samkvæmt upplýsingum frá Margréti eru engar eldri birgðir til af dún í landinu og er verðið búið að vera hátt undanfarið. Japan hafi lengi verið stærsta viðskiptalandið með hrádún, en á síðasta ári var mestur útflutningur til Þýskalands.

Þá samþykkti fundurinn ályktun þar sem frumvarp um brottfall laga um gæðamat á æðardún er harðlega gagnrýnt. Í þeim lögum segir að allur æðardúnn skuli metinn og veginn af lögskipuðum dúnmatsmönnum áður en komi til dreifingar á innanlandsmarkaði eða til útflutnings.

Margrét segir ekkert samráð hafa verið við ÆÍ og það sé einhugur meðal félagsmanna um að missa ekki lögin í einu vetfangi. Þau hafi verið sett vegna ákalls æðarbænda, en fram að því hafi æðardúnn sem innihélt ryk og aðskotahluti verið fluttur út.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...