Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Verðlækkun SS á sauðfjárafurðum minni en annarra
Mynd / BBL
Fréttir 25. ágúst 2017

Verðlækkun SS á sauðfjárafurðum minni en annarra

Höfundur: smh

Sláturfélag Suðurlands (SS) birti í dag verðskrá sína vegna sauðfjárslátrunar haustið 2017. Meðalverð fyrir lömb lækkar um 28,6 prósent miðað við verð í fyrra, fer úr 581,70 kr/kg í 415,28 kr/kg.

Þetta er þriðja verðskráin sem hefur verið birt meðal sláturleyfishafa og er verðlækkun SS 5,7 prósentum minni en hjá Norðlenska og 7,2 prósentum minni en hjá KS/SKVH að meðaltali þegar verðskrár eru bornar saman fyrir lömb. SS borgar 415 kr/kg að meðaltali fyrir lömb, Norðlenska 352,39 kr/kg og KS/SKVH 348,00 kr/kg.

Verðlækkun fyrir fullorðið fé nemur um 11,6 prósentum hjá SS, en það þýðir að verðið er komið nær hinum tveimur sláturleyfishöfunum sem ekki lækkuðu þetta verð núna. SS borgar þó ennþá meira fyrir fullorðið eða að meðaltali 117,44 kr/kg, en Norðlenska 110,56 kr/kg og KS/SKVH 115,80 kr/kg.

Verðskrá Sláturfélags Suðurlands

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...