Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Verðlækkun SS á sauðfjárafurðum minni en annarra
Mynd / BBL
Fréttir 25. ágúst 2017

Verðlækkun SS á sauðfjárafurðum minni en annarra

Höfundur: smh

Sláturfélag Suðurlands (SS) birti í dag verðskrá sína vegna sauðfjárslátrunar haustið 2017. Meðalverð fyrir lömb lækkar um 28,6 prósent miðað við verð í fyrra, fer úr 581,70 kr/kg í 415,28 kr/kg.

Þetta er þriðja verðskráin sem hefur verið birt meðal sláturleyfishafa og er verðlækkun SS 5,7 prósentum minni en hjá Norðlenska og 7,2 prósentum minni en hjá KS/SKVH að meðaltali þegar verðskrár eru bornar saman fyrir lömb. SS borgar 415 kr/kg að meðaltali fyrir lömb, Norðlenska 352,39 kr/kg og KS/SKVH 348,00 kr/kg.

Verðlækkun fyrir fullorðið fé nemur um 11,6 prósentum hjá SS, en það þýðir að verðið er komið nær hinum tveimur sláturleyfishöfunum sem ekki lækkuðu þetta verð núna. SS borgar þó ennþá meira fyrir fullorðið eða að meðaltali 117,44 kr/kg, en Norðlenska 110,56 kr/kg og KS/SKVH 115,80 kr/kg.

Verðskrá Sláturfélags Suðurlands

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...