Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Veljum íslenskt
Mynd / smh
Skoðun 3. júlí 2014

Veljum íslenskt

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Notkun á gróðureyðingarefnum, fúkkalyfjum og öðrum hjálparefnum í landbúnaði á Íslandi er einhver sú allra minnsta sem þekkist í heiminum. Þar af leiðir eru landbúnaðarvörur sem hér eru framleiddar einhverjar þær heilnæmustu sem mögulegt er að fá og lausar við óæskileg aukaefni sem víða eru fylgifiskur stórframleiðslu í landbúnaði í öðrum löndum.

Eftir þessu er tekið í útlöndum og hingað hafa verið sendir erindrekar til að læra af íslenskum bændum. Samt vinna ákveðin öfl í samfélaginu stöðugt að því að gera framleiðsluvörur íslenskra bænda tortryggilegar.

Það þarf ekki að fara í grafgötur með að á bak við neikvæða umfjöllun um íslenska landbúnaðarframleiðslu standa öflug hagsmunaöfl sem vinna leynt og ljóst að óheftum innflutningi landbúnaðarvara. Þannig geta sömu menn komist í kjörstöðu til að stýra allri verðlagningu á landbúnaðarvörum. Menn vita sem er að án verndar af einhverjum toga eins og í nágrannalöndunum mun íslenskur landbúnaður ekki standast samkeppni við erlenda stórframleiðendur. Við slíkar aðstæður yrðu innflytjendur í yfirburðastöðu. Það er því langur vegur frá að þessi áróður sé af sérstakri væntumþykju fyrir íslenskum neytendum. Það hefur sannast best á könnunum Eurostat, reiknistofu Evrópusambandsins, og er nýjasta könnun stofnunarinnar á verðlagi í Evrópuríkjum þar engin undantekning.

Í nýrri verðkönnun Eurostat sem birt var 19. júní kemur greinilega fram að það er íslensk matvælaframleiðsla sem viðheldur lægsta matarverði á Íslandi af öllum Norðurlandaríkjunum. Sama hefur verið uppi á teningnum í síðustu könnunum Eurostat. Þar kemur líka fram að sala raftækja á Íslandi, þar sem engin samkeppni ríkir við íslenska framleiðslu, er sér á báti á evrópskan mælikvarða. Hér er verð raftækja það hæsta sem þekkist í Evrópu þó að samkeppnin við óheftan innflutning sé engin og tollar mjög lágir. Þetta sýnir svart á hvítu að án samkeppni við íslenska framleiðslu haga innflytjendur sér eins og þeim sýnist. Væntumþykjan fyrir íslenskum neytendum er þá greinilega það fyrsta sem fýkur út um gluggann. Þetta mættu ýmsir þeir sem lagst hafa á sveif með andstæðingum íslensks landbúnaðar hafa í huga næst þegar þeir munda pennann. Varla lýgur Eurostat. 

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f