Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Velferðarsjóður BÍ verði stofnaður
Mynd / smh
Fréttir 3. mars 2017

Velferðarsjóður BÍ verði stofnaður

Höfundur: smh

Á ársfundi Bændasamtaka Íslands nú rétt í þessu kynnti Guðný Helga Björnsdóttir, stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands (BÍ), áform um stofnun velferðarsjóðs í nafni BÍ.

Í máli Guðnýjar kom fram að sjóðurinn muni hafi það hlutverk að styðja við bakið á félagsmönnum samtakanna þegar þeir verði fyrir meiriháttar áföllum í búskap sínum.  Það yrði til dæmis gert með því að að veita styrki til að ráða fólk til afleysinga í veikindum og stuðning vegna útgjalda til heilbrigðisþjónustu sem ekki eru greidd af Sjúkratryggingum. Einnig gæti hlutverk sjóðsins verið að veita styrki til heilsueflingar og til forvarnarverkefna.

Stofnframlag verður ein milljón króna sem greiðist af Bændasamtökum Íslands.

Í drögum að stofnun Velferðarsjóðs BÍ er gert ráð fyrir að stjórn BÍ verði falin eftirfarandi hlutverk:

  • að vinna reglur um styrkhæf verkefni sjóðsins.
  • að afla viðbótarfjármagns í sjóðinn, að lágmarki 150 milljónir króna.
  • að skipa stjórn sjóðsins.

Reglur verði sendar til umsagnar aðildarfélaganna áður en þær eru staðfestar af stjórn BÍ.

Sjóðurinn hefji starfsemi þegar lágmarks fjármögnun hefur verið náð.

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Mismunur bændum í óhag
5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Þjóðarréttur Íslendinga
4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Baldur Högni
4. desember 2024

Baldur Högni

Tildra
4. desember 2024

Tildra