Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Velferðarsjóður BÍ verði stofnaður
Mynd / smh
Fréttir 3. mars 2017

Velferðarsjóður BÍ verði stofnaður

Höfundur: smh

Á ársfundi Bændasamtaka Íslands nú rétt í þessu kynnti Guðný Helga Björnsdóttir, stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands (BÍ), áform um stofnun velferðarsjóðs í nafni BÍ.

Í máli Guðnýjar kom fram að sjóðurinn muni hafi það hlutverk að styðja við bakið á félagsmönnum samtakanna þegar þeir verði fyrir meiriháttar áföllum í búskap sínum.  Það yrði til dæmis gert með því að að veita styrki til að ráða fólk til afleysinga í veikindum og stuðning vegna útgjalda til heilbrigðisþjónustu sem ekki eru greidd af Sjúkratryggingum. Einnig gæti hlutverk sjóðsins verið að veita styrki til heilsueflingar og til forvarnarverkefna.

Stofnframlag verður ein milljón króna sem greiðist af Bændasamtökum Íslands.

Í drögum að stofnun Velferðarsjóðs BÍ er gert ráð fyrir að stjórn BÍ verði falin eftirfarandi hlutverk:

  • að vinna reglur um styrkhæf verkefni sjóðsins.
  • að afla viðbótarfjármagns í sjóðinn, að lágmarki 150 milljónir króna.
  • að skipa stjórn sjóðsins.

Reglur verði sendar til umsagnar aðildarfélaganna áður en þær eru staðfestar af stjórn BÍ.

Sjóðurinn hefji starfsemi þegar lágmarks fjármögnun hefur verið náð.

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...