Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Velferðarsjóður BÍ verði stofnaður
Mynd / smh
Fréttir 3. mars 2017

Velferðarsjóður BÍ verði stofnaður

Höfundur: smh

Á ársfundi Bændasamtaka Íslands nú rétt í þessu kynnti Guðný Helga Björnsdóttir, stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands (BÍ), áform um stofnun velferðarsjóðs í nafni BÍ.

Í máli Guðnýjar kom fram að sjóðurinn muni hafi það hlutverk að styðja við bakið á félagsmönnum samtakanna þegar þeir verði fyrir meiriháttar áföllum í búskap sínum.  Það yrði til dæmis gert með því að að veita styrki til að ráða fólk til afleysinga í veikindum og stuðning vegna útgjalda til heilbrigðisþjónustu sem ekki eru greidd af Sjúkratryggingum. Einnig gæti hlutverk sjóðsins verið að veita styrki til heilsueflingar og til forvarnarverkefna.

Stofnframlag verður ein milljón króna sem greiðist af Bændasamtökum Íslands.

Í drögum að stofnun Velferðarsjóðs BÍ er gert ráð fyrir að stjórn BÍ verði falin eftirfarandi hlutverk:

  • að vinna reglur um styrkhæf verkefni sjóðsins.
  • að afla viðbótarfjármagns í sjóðinn, að lágmarki 150 milljónir króna.
  • að skipa stjórn sjóðsins.

Reglur verði sendar til umsagnar aðildarfélaganna áður en þær eru staðfestar af stjórn BÍ.

Sjóðurinn hefji starfsemi þegar lágmarks fjármögnun hefur verið náð.

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...