Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Velferðarsjóður Bændasamtaka Íslands tekur til starfa
Fréttir 24. júlí 2018

Velferðarsjóður Bændasamtaka Íslands tekur til starfa

Höfundur: Tjörvi Bjarnason


Á ársfundi BÍ í mars 2017 var samþykkt að stofna Velferðarsjóð Bændasamtaka Íslands sem hafi það hlutverk að styðja fjárhagslega við félagsmenn samtakanna er þeir verða fyrir áföllum í búskap sínum.

Þar að auki styrki sjóðurinn forvarnarverkefni. Þá skyldi sjóðurinn hefja starfsemi þegar lágmarksfjármögnun væri náð. Nú liggur fyrir að sjóðurinn muni hefja starfsemi. Allir félagsmenn Bændasamtaka Íslands teljast til sjóðsfélaga og geta því sótt um styrk í sjóðinn.

Afgreiðsla umsókna fer fram fjórum sinnum á ári og verður sjóðsfélögum kynntur umsóknarfrestur í Bændablaðinu og á vefsíðu Bændasamtakanna. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum verður í haust en umsóknarfrestur er til 27. ágúst. Opnað verður fyrir umsóknir 23. júlí nk.

Hægt er að sækja um tvenns konar styrki. Annars vegar geta félagsmenn sótt um styrk fyrir búrekstur sinn hafi þeir orðið fyrir áfalli vegna veikinda eða slyss sem leiðir til aukins rekstrarkostnaðar fyrir búið, t.d. launakostnaðar vegna ráðninga afleysingafólks eða verktakakostnaðar. Veittir eru styrkir vegna útlagðs rekstrarkostnaðar sem fellur til vegna langvarandi veikinda þess sem að búrekstri stendur (veikindi skulu hafi staðið yfir í að lágmarki tvo mánuði) vegna ráðninga afleysingafólks, verktakakostnaðar eða annarra sambærilegra útgjalda. Þá geta veikindi maka skapað sömu réttindi fyrir sjóðsfélaga. Hámarks styrkveiting getur mest orðið kr. 400.000 í 6 mánuði á hverju 12 mánaða tímabili.

Hins vegar styrkir sjóðurinn forvarnir og vinnuvernd, þ.e. verkefni tengd vinnuvernd og slysavörnum eða önnur verkefni í einstökum búgreinum sem hafa það að markmiði að bæta velferð sjóðsfélaga, t.d. efling öryggismála á búi sjóðsfélaga.

Fjárhagur og stefna stjórnar sjóðsins ræður úthlutunum á hverjum tíma. Er nú í fyrsta sinn auglýst eftir umsóknum í sjóðinn. Þær skulu berast stjórn sjóðsins rafrænt en umsóknareyðublöð er að finna á Bændatorginu. Úthlutunarreglur sjóðsins má nálgast á bondi.is.

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. regluger...

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...