Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur BÍ .
Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur BÍ .
Fréttir 10. september 2018

Vekur spurningar um framkvæmd tollverndar

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Málsókn fimm innflutnings­fyrirtækja á hendur íslenska ríkinu til endurgreiðslu á ofteknum sköttum í formi tolla á landbúnaðarvörum er óneitanlega stórfrétt vikunnar,“ segir Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands.

Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður, sem rekur málin, hefur áður lagt ríkið að velli fyrir dómstólum fyrir ólögmæta gjaldtöku vegna innflutnings á búvörum. Hann segir ólögmæti þeirrar gjaldtöku sem nú reynir á, jafnaugljóst og í fyrri málum.

Skylda stjórnvalda að eyða óvissu

Erna segir að rík skylda hvíli á Alþingi og stjórnvöldum að tryggja lögmæti þegar innheimta skatta og gjalda á í hlut. Óþolandi sé að mikilvægar stoðir íslensks landbúnaðar eins og tollvernd og framkvæmd hennar séu ekki yfir vafa hafin hvað þetta varðar.

„Ég er ekki lögfræðingur og hef því ekki forsendur til að tjá mig um lagalegt efni kröfu þessara fyrirtækja en það er mikið í húfi, bæði hvernig þessu máli reiðir af og ekki síður hvernig úr niðurstöðu þess verður unnið reynist umrædd gjaldtaka ólögmæt.“

Málið varðar í stuttu máli tvenns konar útfærslu á tollvernd, annars vegar afnám tolla, til dæmis á grænmetistegundum, þegar innlend framleiðsla er ekki á markaði. Hins vegar svokallaða opna tollkvóta sem eru útfærðir þannig að tollar á tilteknar afurðir eru lækkaðir í tiltekinn tíma þegar innlendar afurðir skortir á markað.

Herðir umræðuna

„Ég tel augljóst að þetta mál muni herða á umræðum um þessa tilteknu lagaheimild varðandi opnu tollkvótana. Skilgreining á skorti á innlendum vörum er að mínu mati á algerum villigötum eins og framkvæmdin er í dag og í því samhengi að magn tollfrjálsra kvóta frá ESB er að stóraukast. Stjórnvöld, sem hafa sem yfirlýsta stefnu að efla innlenda matvælaframleiðslu, verða að takast á við þessa umræðu,“ segir Erna Bjarnadóttir.

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast
Fréttir 25. janúar 2023

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast

Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildan...

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum
Fréttir 24. janúar 2023

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum

Ungir bændur hafa verið að kalla eftir því að þeir geti nýtt öll fasteignakaupsú...

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningar...

Vinnsla á próteini úr grasi
Fréttir 20. janúar 2023

Vinnsla á próteini úr grasi

Þörf heimsins fyrir prótein er alltaf að aukast og sífellt er leitað leiða til a...

Smitvarnir áréttaðar
Fréttir 20. janúar 2023

Smitvarnir áréttaðar

Í ljósi útbreiðslu bráðsmitandi afbrigðis af fuglaflensu H5N1 sá Eigenda- og ræk...

Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku
Fréttir 19. janúar 2023

Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku

Á undanförnum vikum hafa hnökrar verið á ullarþurrkun í ullarþvottastöðinni á Bl...