Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fiskur er að ganga fyrr í Þjórsá en í meðalári.
Fiskur er að ganga fyrr í Þjórsá en í meðalári.
Í deiglunni 16. júní 2017

Veiðin hefur gengið vel á Urriðasvæðinu í Þjórsá

Höfundur: Gunnar Bender
,,Staðan við Urriðafossinn er mjög góð og  rosalega mikill fiskur að ganga,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir, þegar við spurðum  um veiðina á Urriðafossi í Þjórsánni. Veiðin þar hefur gengið ævintýralega vel það sem af er veiðitímanum.
 
,,Jú, við vissum að veiðin yrði góð, en óraði ekki fyrir að hún myndi byrja svona vel. Fiskur er að ganga fyrr en í meðalári. Það eru komnir um 60 laxar en það er hóflegur kvóti svo meirihluti þeirra hefur fengið líf. Við erum búin að vera í  vangaveltum með landeigendum í töluverðan tíma um að hefja stangveiði í Urriðafossi, vildum stíga létt til jarðar og vinna þetta rólega og kynnast svæðinu sem hefur lítið verið veitt á stöng.  Það verður að segjast að viðbrögð veiðiheimsins komu okkur mest á óvart og greinilega margir veiðimenn að kynnast svæðinu.  
 
Við erum mjög spennt að þróa þessa hugmynd áfram með landeigendum. Landeigendur þekkja náttúrlega hvern krók og kima á svæðinu og vissu mun betur en við hvernig þetta gæti orðið og sjá verðmætin í því að breyta veið­inni í Urriðafossi úr netaveiði í stangveiði. Við höfðum áætlað u.þ.b. fimm ár fyrir þessar breytingar og að byggja upp svæðið fyrir stangveiði en miðað við viðtökurnar þá gæti það tekið mun skemmri tíma,“ sagði Harpa enn fremur.
Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...