Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fiskur er að ganga fyrr í Þjórsá en í meðalári.
Fiskur er að ganga fyrr í Þjórsá en í meðalári.
Í deiglunni 16. júní 2017

Veiðin hefur gengið vel á Urriðasvæðinu í Þjórsá

Höfundur: Gunnar Bender
,,Staðan við Urriðafossinn er mjög góð og  rosalega mikill fiskur að ganga,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir, þegar við spurðum  um veiðina á Urriðafossi í Þjórsánni. Veiðin þar hefur gengið ævintýralega vel það sem af er veiðitímanum.
 
,,Jú, við vissum að veiðin yrði góð, en óraði ekki fyrir að hún myndi byrja svona vel. Fiskur er að ganga fyrr en í meðalári. Það eru komnir um 60 laxar en það er hóflegur kvóti svo meirihluti þeirra hefur fengið líf. Við erum búin að vera í  vangaveltum með landeigendum í töluverðan tíma um að hefja stangveiði í Urriðafossi, vildum stíga létt til jarðar og vinna þetta rólega og kynnast svæðinu sem hefur lítið verið veitt á stöng.  Það verður að segjast að viðbrögð veiðiheimsins komu okkur mest á óvart og greinilega margir veiðimenn að kynnast svæðinu.  
 
Við erum mjög spennt að þróa þessa hugmynd áfram með landeigendum. Landeigendur þekkja náttúrlega hvern krók og kima á svæðinu og vissu mun betur en við hvernig þetta gæti orðið og sjá verðmætin í því að breyta veið­inni í Urriðafossi úr netaveiði í stangveiði. Við höfðum áætlað u.þ.b. fimm ár fyrir þessar breytingar og að byggja upp svæðið fyrir stangveiði en miðað við viðtökurnar þá gæti það tekið mun skemmri tíma,“ sagði Harpa enn fremur.
Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri
Fréttir 23. júní 2025

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri

Í gömlu ræktunarstöðinni við Krókeyri á Akureyri eru matjurtagarðar bæjarins þar...

Aukinn útflutningur á reiðhestum
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunna...

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...