Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Við Norðurá í Borgarfirði fyrir nokkrum dögum, mikið vatn var í ánni en hún verður opnuð 4. júní.
Við Norðurá í Borgarfirði fyrir nokkrum dögum, mikið vatn var í ánni en hún verður opnuð 4. júní.
Mynd / G. Bender
Í deiglunni 9. maí 2019

Veiðimenn vonast eftir góðu sumri

Höfundur: Gunnar Bender

Vorveiðin hefur farið vel af stað þrátt fyrir misjafnt veðurfar á köflum í vor, sjóbirtingsveiðin hefur gengið ágætlega og veiðimenn hafa farið víða til veiða, allt frá Varmá í Hveragerði og austur á Kirkjubæjarklaustur.

„Við erum  komin með 24 fiska á stöngina á fyrstu vakt, 11 við brúna og 13 fyrir neðan garðinn,“ sagði Didi Carlsson, sem var á veiðislóðum við Klaustur. Hún var að renna fyrir fisk í Geirlandsá en veiðin hefur gengið vel þar, eins og víða þar um slóðir.

Skömmu áður var veiðimaður í Tungulæk og veiddi vel.  Tungulækur   hefur gefið á milli 600 og 700 fiska núna í vor. Nokkru innar á svæðinu var Selma Björk Ísabella Gunnarsdóttir að renna fyrir sjóbirting og fékk nokkra. Með henni var sjóbirtingsbaninn Ólafur Guðmundsson.

Það styttist í laxveiðina en fyrstu árnar verða opnaðar í júní. Reyndar byrjar Þjórsá aðeins fyrr og þar getur ýmislegt gerst þegar veiðimenn mæta á árbakkann. Veiðin í fyrra var frábær í Þjórsánni. 

„Maður byrjar í Langá á Mýrum, eins og venjulega, og það er alltaf ákveðin spenna fyrir þá opnun á hverju ári,“ segir Jógvan Hansen og var viss tónn í röddinni eins og oft vill verða hjá honum. – „En biðin styttist,“ segir Jógvan enn fremur.

Já. það er rétt, stóri laxinn fer að skríða upp Hvítá í Borgarfirði á allra næstu dögum, Norðurá verður opnuð 4. júní og þar var lítið að sjá fyrir skömmu, nema nokkra skógarþresti og eina og eina rjúpu við ána, laxinn var ekki mættur, enda heldur snemmt. Það vissu flestir, kannski ekki allir.

En hverning veiðin verður veit enginn, ekki einu sinni fiskifræðingarnir. En hún verður vonandi góð og smálaxinn kemur í bland við stærri laxinn. 

„Held að þetta verði bara gott sumar,“ segir Þröstur Elliðason. Vonandi rætist það enda eru veiðimenn að gera sig klára. 

„Ég held bara að þetta verði fínt sumar og ég ætla sjálfur að veiða á nokkrum stöðum eins og venjulega,“ segir Ingólfur Kolbeinsson verslunarmaður.

Skylt efni: Norðurá | vorveiði

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...