Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Lokið hefur verið við að grafa lagnaskurð í gegnum Vaðlareit og áætlað að lagnir verði komnar í skurðinn nú um miðjan janúar. Stefnt er að því að malbika stíginn á komandi hausti.
Lokið hefur verið við að grafa lagnaskurð í gegnum Vaðlareit og áætlað að lagnir verði komnar í skurðinn nú um miðjan janúar. Stefnt er að því að malbika stíginn á komandi hausti.
Mynd / Svalbarðsstrandahreppur
Fréttir 17. janúar 2022

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Skrifað hefur verið undir samkomulag milli Svalbarðsstrandarhrepps og Vegagerðarinnar vegna uppbyggingar göngu- og hjólastígs frá Vaðlaheiðargöngum og að Skógarböðum sem verið er að reisa í landi Ytri-Varðgjár í Eyjafjarðarsveit, handan Akureyrar.

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar sveitarfélagsins við stígagerðina en áætlaður kostnaður við 30% hlut Svalbarðsstrandarhrepps er um 200 milljónir króna.
„Þessi styrkur frá Vegagerðinni hefur gríðarlega þýðingu fyrir lítið sveitarfélag í svo stóru og metnaðarfullu verkefni og mun hann tryggja að stígurinn verði fullkláraður með áningastöðum og lýsingu sem tryggir öryggi þeirra sem um stíginn fara,“ segir Þórunn Sif Harðardóttir, verkefnastjóri hjá Svalbarðsstrandarhreppi.

Undirbúningur að lagningu göngu- og hjólastígs um sveitarfélagið hefur staðið yfir nokkur undanfarin ár, en skriður komst á þegar landeigendur Ytri-Varðgjár ákváðu að byggja upp Skógarböð, baðstað í landi þeirra, og nýta heita vatnið sem rennur óbeislað í Eyjafjörðinn. Þórunn segir verkefnið metnaðarfullt og með lagningu stígsins verði umferðaröryggi hjólandi og gangandi vegfarenda stórlega aukið á hættulegri leið. Áningastaðir verða á leiðinni með bekkjum, upplýsingaskiltum og aðstöðu fyrir notendur til að stoppa og njóta.

Malbikað í haust

Norðurorka sér um lagningu á leiðsl­um og flutningi vatns frá Vaðlaheiðargöngum og að bað­staðnum. Jafnframt verða lagðar lagnir sem munu flytja kalt vatn frá Vaðlaheiðargöngum til Akureyrar. Þórunn segir að lokið hafi verið við að grafa lagnaskurð í gegnum Vaðlareitinn fyrir vatnslagnir og nú um miðjan janúar verður klárað að sjóða saman lagnir í skurðinn.

Gert er ráð fyrir að stígurinn verði malbikaður haustið 2022. 

Skylt efni: Vegagerðin | Vaðlareitur

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...