Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vegabréf bjóráhugamannsins
Fréttir 17. febrúar 2022

Vegabréf bjóráhugamannsins

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Samtök íslenskra handverks­brugghúsa gaf nýlega út landakort með ámerktum staðsetningum 25 brugghúsa hringinn í kringum landið. Með kortinu vilja samtökin auka sýnileika íslenskra handverksbjóra, að sögn Laufeyjar Sifjar Lárusdóttur, formanns samtakanna.

„Fyrsta bjórkortið var gefið út af samtökunum árið 2018 og hefur nánast þurft að endurútgefa það árlega vegna árlegrar fjölg­unar í samtökunum. Í nýjustu útgáfunni er eins konar vegabréf bjóráhugafólksins með stimplakerfi. Vegabréfið er áþekkt í notkun og þau sem margir hafa haft í bílunum sínum síðustu tugi ára frá ákveðinni bensínstöð. Nema að í okkar útgáfu er markmiðið að fara í bráðskemmtilegt ferðalag hringinn í kringum Ísland, allt frá Grindavík til Ísafjarðar eða frá Hafnarfirði til Borgarfjarðar eystri, með kortið í hendi og reyna að heimsækja sem flest brugghús og fá um leið í leiðinni stimpil hjá sem flestum aðilum í samtökunum. Samtökin munu svo árlega verðlauna nokkra aðila sem deila mynd af sínum bjórkortaárangri á Instagram með myllumerkinu #icelandicbeerpics,“ segir Laufey.

Laufey Sif Lárusdóttir.

„Við sem þjóð getum verið afar stolt af öllum þeim fjölda brugghúsa sem hér á landi eru starfandi. Viljum við kynna sem flestum Íslendingum, sem og auðvitað erlendum ferðamönnum, fyrir íslenskum handverksbjór, íslensri menningu og hugviti og vonandi að sem flestir kynni sér starf og vörur frá aðildarfélögum okkar.“

Vilja bæta rekstrarumhverfið

Samtök íslenskra handverks­brugghúsa var stofnuð af 18 inn­lendum brugghúsum árið 2018. „Eitt af því sem einkennir íslensk handverksbrugghús og þá aðila sem koma að þeim rekstri er seigla, mikið hugmyndaflug og ástríða, en samtökin hafa frá stofnun unnið statt og stöðugt að því að bæta rekstrarumhverfi minni brugghúsa hér á landi. Það kæmi mér alls ekki á óvart ef þeim myndi fara fjölgandi enda hefur áhugi og vitundarvakning fyrir skemmtilegum geira aukist mikið á síðustu árum,“ segir Laufey.

Helsta baráttumál samtakanna hingað til hefur, að sögn Laufeyjar, snúið að því að framleiðendur fái leyfi til að selja framleiðslu sína beint til almennings út úr verksmiðjum sínum, líkt og tíðkast á Norðurlöndum.

„Við höfum einnig talað fyrir því að áfengisframleiðendum verði veittur afsláttur að áfengisgjaldi í samræmi við venjur og heimildir Evrópusambands en eins konar áfengisframleiðslu-skattkort væru áhugaverð framsetning í því samhengi. Svo er það auðvitað alltaf jafnmikilvægt að standa vel vörð um aðgengi og auka enn frekar framboð á vörum frá handverksbrugghúsum, hvort sem það er í verslunum ÁTVR, á börum eða veitingastöðum landsins,“ segir Laufey, en auk hennar skipa þeir Haraldur Þorkelsson, Jóhann Guðmundsson, Ólafur S.K. Þorvaldz og Sigurður P. Snorrason stjórn samtakanna.

Bjórkortunum hefur verið dreift hjá handverksbrugghúsunum og hjá ýmsum fyrirtækjum, börum og veitingastöðum en má einnig nálgast á vefsíðu samtakanna, handverksbrugghus.is, eða á Facebook-síðu þeirra.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...