Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vefverslun með íslenskar búvörur
Mynd / Skjáskot Gott og blessað
Fréttir 2. nóvember 2020

Vefverslun með íslenskar búvörur

Höfundur: smh

Vefverslunin Gott og blessað hefur tekið til starfa. Nú er hægt að kaupa íslenskar búvörur frá smáframleiðendum beint í gegnum netið og fá þær sendar heim.

Vöruúrvalið spannar breitt svið íslenskrar matvöruframleiðslu en þar má finna grænmetis-, kjöt-, mjólkur- og fiskivörur – unnar matvörur og tilbúna rétti. 

Fjallað var um væntanlega opnun verslunarinnar í Bændablaðinu í ágúst. 

Gott og blessað hefur að markmiði að kynna og selja vörur íslenskra smáframleiðenda og heimavinnsluaðila ásamt því að selja sælkeravörur frá framleiðendum sem nota íslenskt hráefni.  Jafnframt því að reka vefverslun er Gott og blessað með litla verslun að Flatahrauni 27 í Hafnarfirði.  Þangað geta viðskiptavinir sótt vörur sem þeir hafa pantað en jafnframt skoðað og keypt vörur sem þar eru á boðstólum.

Vefverslunin mun leitast við að tryggja aðgang neytenda að þessum vörum og að vefverslunin verði öruggur farvegur fyrir smáframleiðendur til þess að koma vörum sínum í sölu og dreifingu.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...