Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vefþættir um lambakjöt
Mynd / Beit.
Fréttir 19. febrúar 2018

Vefþættir um lambakjöt

Höfundur: TB

Bændablaðið og Markaðsráð kindakjöts hafa tekið höndum saman og látið framleiða fjóra stutta vefþætti um sauðfjárframleiðsluna. Bera þeir heitið „Lamb og þjóð“ en þar er fjallað um kindakjöt frá ýmsum hliðum, allt frá frumframleiðandanum og á disk neytenda. Markmiðið með gerð þáttanna er að fá heildstæða mynd af fjölbreyttu vöruúrvali í lambi og draga fram sjónarmið aðila á ólíkum stöðum í framleiðslukeðjunni ásamt öðrum viðhorfum. Meðal annars er fjallað um vöruþróun og markaðsmál, áherslur bænda, neytenda, verslunar og veitingamanna og kjötiðnaðarins.

Framleiðsla þáttanna er á hendi Harðar Þórhallssonar og Þorsteins Roy Jóhannssonar. Þeir hafa áður unnið þættina „Spjallað við bændur“ fyrir Bændablaðið. Þættirnir um „Lamb og þjóð“ verða aðgengilegir á vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is, og á YouTube og Facebook og sýndir á næstu vikum.

Í fyrsta þætti er rætt við Oddnýju Steinu Valsdóttur, formann Landssamtaka sauðfjárbænda, og Dominique Plédel Jónsson sem er formaður Slow Food á Íslandi ásamt því að sitja í stjórn Neytendasamtakanna.

 

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...