Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vatnsskortur innan aldarfjórðungs
Fréttir 30. apríl 2019

Vatnsskortur innan aldarfjórðungs

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt nýjum spám Um­hverf­is­­stofnunar Bretlands­eyja er talið að Bretlandseyjar gætu átt við alvarlegan vatnsskort að etja á næsta aldarfjórðungi.

Skýrsla um vatnsbirgðir og vatns­notkun á Bretlandseyjum var lögð fram á ráðstefnunni Waterwise í síðustu viku. Samkvæmt skýrslunni er vatnsþörf íbúa Bretlands í dag svo mikil að vatnsmagn í boði annar vart eftirspurn. Helsta ástæða þessa er sagður vera vaxandi fólksfjöldi og hækkandi hiti vegna loftslagsbreytinga. 

Í tillögu til að stemma stigu við líklegum vatnsskorti er lagt til að fólk dragi úr vatnsnotkun sinni um allt að einn þriðja og að farið verði í gagngerar endurbætur á vatnalögnum í landinu til að draga úr leka þeirra. Talið er að um 35% af öllu vatni sem fara um vatnsleiðslur á Bretlandseyjum tapist vegna leka. Einnig er sagt nauðsynlegt að koma upp nýjum vatnslónum og auka hreinsun á vatni til muna.

Samkvæmt skýrslunni verða Bretar og stjórnvöld í landinu að hætta að stinga hausnum í sandinn þegar kemur að stöðu vatnsmála í landinu. Talið er að um 2040 muni hitabylgjur verða tíðar og líklega árvissar á Bretlandseyjum og að það muni auka vatnsþörfina en á sama tíma draga úr framboði á vatni. Talið er að fólksfjöldi á Bretlandseyjum muni fara úr 67 milljónum í 75 milljónir um miðja þessa öld sem mun að sjálfsögðu auka vatnsþörfina.

Á ráðstefnunni kom fram að meðalnotkun Breta á vatni í dag er um 140 lítrar á dag en að notkunin þurfi að fara í 100 lítra á dag til að vel megi vera. Einnig kom fram að Bretar hafa ekki byggt nýtt vatnslón í áratugi og að vegna þess þurfi að flytja neysluvatn langar vegalengdir eftir hriplekum vatnsleiðslum og að úr því verði að bæta hið bráðasta.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...