Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vatnsleysa 1
Bærinn okkar 1. ágúst 2018

Vatnsleysa 1

Á Vatnsleysu 1 í Biskupstungum er rekið blandað bú með sauðfé, kýr og hross. 
 
Býli:  Vatnsleysa 1.
 
 
Staðsett í sveit:  Biskupstungur í Bláskógabyggð. 
 
Ábúendur: Guðmundur Sigurðsson og Sigríður Egilsdóttir, Egill Björn Guðmundsson, Rúnar Björn Guðmundsson og Birta Berg Sigurðardóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Guðmundur og Sigríður eiga fjögur börn. Birta og Rúnar eiga einn son.
 
Stærð jarðar?  Um 600 ha, þar af ræktað land um 110 ha auk þess heyjaðir um 25 ha á Vatnsleysu 2.
 
Gerð bús? Blandað bú. Guðmundur og Sigríður eru með kýrnar og Rúnar og Birta eru með féð.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 48 kýr auk geldneyta, 650 kindur, 26 hross, hundarnir Stína og Móri, tvær læður auk kettlinga.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Mjaltir kvölds og morgna, annars eru verk bundin árstíðum eins og gengur. Yfir vetrartímann snýst vinnudagurinn aðallega um gjafir, á vorin um sauðburð og jarðvinnslu, á sumrin heyskap og á haustin smalamennskur og fjárrag.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er þegar vel gengur og veðrið er gott. Leiðinlegast er þegar skepnur veikjast eða tæki bila á ögurstundu.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en þó með bættum aðbúnaði fyrir nautgripi og menn.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Það ber að þakka því fólki sem vinnur þau störf en jafnframt mikilvægt að halda vel á spöðunum. Margt vel gert og annað má betur fara. 
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum á eftir að farnast vel, ef stjórnmálamenn hafa dug í sér að standa með íslenskum landbúnaði og láta ekki stjórnast af skammtímasjónarmiðum.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Tækifærin liggja í því að skapa sérstöðu með hreinni gæðavöru.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Þar sem hér er verið að fjalla um tvær fjölskyldur er það ef til vill breytilegt en í báðum ísskápum er alltaf til mjólk, ostur og fjöldi krukkna með ýmiss konar innihaldi.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ofnsteikt lambakjöt gengur vel ofan í alla.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar húsakynni hafa verið endurnýjuð á síðustu árum, svo sem vélaskemma, hesthús og það nýjasta, fjárhúsin.
 
Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...