Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Varnarlínur breytast
Mynd / ÁL
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í baráttunni við búfjársjúkdóma.

Með innflutningi á sauðfé komu til landsins áður óþekktar pestir. Mæðiveiki, garnaveiki og riða ollu miklum búsifjum en með sauðfjárveikivörnum tókst að útrýma fyrstnefndu sóttinni. Með bóluefni hefur tekist að halda garnaveiki niðri.

Á síðustu misserum hafa orðið þáttaskil í baráttunni gegn riðu eftir að arfgerðir sem eru alþjóð- lega staðfestar sem riðuónæmar fundust í íslensku sauðfé. Með því verði hægt að rækta upp ónæmi í sauðfjárstofninum sem breyti nálguninni í sauðfjárveikivörnum. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir rétt að leggja mat á gildi núverandi fyrirkomulags í ljósi þess að við séum komin með fleiri verkfæri í verkfærakistuna.

Sérfræðingahópur skipaður af matvælaráðherra er að rýna tillögur frá fulltrúum sauðfjárbænda um breytingar á sauðfjárveikivörnum. Þær snúi í fyrsta lagi að uppbyggingu hjarðar eftir riðuniðurskurð. Í öðru lagi útfærslu á aðgerðum þegar riðuveiki greinist. Í þriðja lagi hvernig standa skuli að ræktun gegn riðuveiki. Von er á niðurstöðum 1. nóvember næstkomandi.

Sjá nánar á bls. 20–21. í nýju Bændablaði sem kom út í dag

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...