Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Varnarlínur breytast
Mynd / ÁL
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í baráttunni við búfjársjúkdóma.

Með innflutningi á sauðfé komu til landsins áður óþekktar pestir. Mæðiveiki, garnaveiki og riða ollu miklum búsifjum en með sauðfjárveikivörnum tókst að útrýma fyrstnefndu sóttinni. Með bóluefni hefur tekist að halda garnaveiki niðri.

Á síðustu misserum hafa orðið þáttaskil í baráttunni gegn riðu eftir að arfgerðir sem eru alþjóð- lega staðfestar sem riðuónæmar fundust í íslensku sauðfé. Með því verði hægt að rækta upp ónæmi í sauðfjárstofninum sem breyti nálguninni í sauðfjárveikivörnum. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir rétt að leggja mat á gildi núverandi fyrirkomulags í ljósi þess að við séum komin með fleiri verkfæri í verkfærakistuna.

Sérfræðingahópur skipaður af matvælaráðherra er að rýna tillögur frá fulltrúum sauðfjárbænda um breytingar á sauðfjárveikivörnum. Þær snúi í fyrsta lagi að uppbyggingu hjarðar eftir riðuniðurskurð. Í öðru lagi útfærslu á aðgerðum þegar riðuveiki greinist. Í þriðja lagi hvernig standa skuli að ræktun gegn riðuveiki. Von er á niðurstöðum 1. nóvember næstkomandi.

Sjá nánar á bls. 20–21. í nýju Bændablaði sem kom út í dag

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...