Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Varnarlínur breytast
Mynd / ÁL
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í baráttunni við búfjársjúkdóma.

Með innflutningi á sauðfé komu til landsins áður óþekktar pestir. Mæðiveiki, garnaveiki og riða ollu miklum búsifjum en með sauðfjárveikivörnum tókst að útrýma fyrstnefndu sóttinni. Með bóluefni hefur tekist að halda garnaveiki niðri.

Á síðustu misserum hafa orðið þáttaskil í baráttunni gegn riðu eftir að arfgerðir sem eru alþjóð- lega staðfestar sem riðuónæmar fundust í íslensku sauðfé. Með því verði hægt að rækta upp ónæmi í sauðfjárstofninum sem breyti nálguninni í sauðfjárveikivörnum. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir rétt að leggja mat á gildi núverandi fyrirkomulags í ljósi þess að við séum komin með fleiri verkfæri í verkfærakistuna.

Sérfræðingahópur skipaður af matvælaráðherra er að rýna tillögur frá fulltrúum sauðfjárbænda um breytingar á sauðfjárveikivörnum. Þær snúi í fyrsta lagi að uppbyggingu hjarðar eftir riðuniðurskurð. Í öðru lagi útfærslu á aðgerðum þegar riðuveiki greinist. Í þriðja lagi hvernig standa skuli að ræktun gegn riðuveiki. Von er á niðurstöðum 1. nóvember næstkomandi.

Sjá nánar á bls. 20–21. í nýju Bændablaði sem kom út í dag

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...