Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Varinn er góður
Skoðun 16. september 2014

Varinn er góður

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Umbrotin við Bárðarbungu hafa nú staðið linnulaust frá 16. ágúst. Enn sem komið er hafa eldsumbrot ekki valdið usla í sveitum eða byggð, enda nær eingöngu bundin við Holuhraunssvæðið með tilheyrandi hraungosi. Síðustu daga hafa Austfirðingar þó fengið smjörþefinn af hættunni sem getur stafað af því súra gasi sem streymir upp úr gosgígunum.

Ef litið er á sögu eldgosa þá var það einmitt gasmóðan sem olli hvað mestum usla suður um alla Evrópu í Skaftáreldum 1783 til 1784 þegar Lakagígar gusu. Það hefur verið talið mesta gos Íslandssögunnar og eitt hið öflugasta á jörðinni. Aska og gosgufur ollu miklu mistri og móðu yfir Íslandi sem barst síðan yfir Evrópu, Asíu og Ameríku. Mikil mengun fylgdi móðunni sem olli eitrun í gróðri svo búpeningur féll unnvörpum á Íslandi og í Evrópu  sem aftur leiddi af sér hungursneyð. Móðan og gosaskan ollu líka köldu veðurfari vegna þess að þau drógu úr inngeislun sólar og deyfðu sólskinið. Þetta voru móðuharðindin svokölluðu, mestu harðindi sem dunið hafa yfir Íslendinga. Eldgosið er eitt mannskæðasta eldgos í mannkynssögunni. Menn skyldu því ekki vanmeta hættuna sem skapast getur af því gasi sem streymir upp úr gígunum í Holuhrauni.

Vísindamenn hafa verið að undirbúa sig undir að mögulega geti orðið mikið sprengigos undir jökli í sjálfri Bárðarbungu. Ef slíkt eldgos yrði, þá skiptir öllu máli hvaðan vindurinn blæs. Allir landsmenn gætu hæglega fundið illilega fyrir slíku gosi.

Þegar eldfjallið Askja gaus 1875 var það í fyrstu tiltölulega meinlaust þegar gos hófst 3. janúar sama ár. Að kvöldi 28. mars hófst svo djöfulgangurinn fyrir alvöru með gríðarlegu sprengigosi. Var gosið í tveim lotum og stóð sú fyrri í einn til tvo tíma en sú seinni í nokkrar klukkustundir og var mun öflugri. Þá lá vindur til norðausturs og lagðist vikurlag yfir heiðar og niður í dali. Á Jökuldal mældist eftir þessi ósköp 20 sentímetra þykkt öskulag. Þá nefna heimildir að brennheitir vikurmolar á stærð við tennisbolta hafi verið að falla í tuga kílómetra fjarlægð frá eldfjallinu. Þessi ósköp leiddu til þess að mikill fjöldi fólks af áhrifasvæði eldgossins flýði til Ameríku.

Þótt við vonum að slík niðurstaða verði ekki afleiðing núverandi óróahrinu, þá er alveg ljóst að yfirvöld verða að vera við því búin að leggja þurfi mikla fjármuni í neyðaraðstoð ef illa fer. Eru menn tilbúnir í þann slag? 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...