Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Varinn er góður
Lokaorðin 16. september 2014

Varinn er góður

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Umbrotin við Bárðarbungu hafa nú staðið linnulaust frá 16. ágúst. Enn sem komið er hafa eldsumbrot ekki valdið usla í sveitum eða byggð, enda nær eingöngu bundin við Holuhraunssvæðið með tilheyrandi hraungosi. Síðustu daga hafa Austfirðingar þó fengið smjörþefinn af hættunni sem getur stafað af því súra gasi sem streymir upp úr gosgígunum.

Ef litið er á sögu eldgosa þá var það einmitt gasmóðan sem olli hvað mestum usla suður um alla Evrópu í Skaftáreldum 1783 til 1784 þegar Lakagígar gusu. Það hefur verið talið mesta gos Íslandssögunnar og eitt hið öflugasta á jörðinni. Aska og gosgufur ollu miklu mistri og móðu yfir Íslandi sem barst síðan yfir Evrópu, Asíu og Ameríku. Mikil mengun fylgdi móðunni sem olli eitrun í gróðri svo búpeningur féll unnvörpum á Íslandi og í Evrópu  sem aftur leiddi af sér hungursneyð. Móðan og gosaskan ollu líka köldu veðurfari vegna þess að þau drógu úr inngeislun sólar og deyfðu sólskinið. Þetta voru móðuharðindin svokölluðu, mestu harðindi sem dunið hafa yfir Íslendinga. Eldgosið er eitt mannskæðasta eldgos í mannkynssögunni. Menn skyldu því ekki vanmeta hættuna sem skapast getur af því gasi sem streymir upp úr gígunum í Holuhrauni.

Vísindamenn hafa verið að undirbúa sig undir að mögulega geti orðið mikið sprengigos undir jökli í sjálfri Bárðarbungu. Ef slíkt eldgos yrði, þá skiptir öllu máli hvaðan vindurinn blæs. Allir landsmenn gætu hæglega fundið illilega fyrir slíku gosi.

Þegar eldfjallið Askja gaus 1875 var það í fyrstu tiltölulega meinlaust þegar gos hófst 3. janúar sama ár. Að kvöldi 28. mars hófst svo djöfulgangurinn fyrir alvöru með gríðarlegu sprengigosi. Var gosið í tveim lotum og stóð sú fyrri í einn til tvo tíma en sú seinni í nokkrar klukkustundir og var mun öflugri. Þá lá vindur til norðausturs og lagðist vikurlag yfir heiðar og niður í dali. Á Jökuldal mældist eftir þessi ósköp 20 sentímetra þykkt öskulag. Þá nefna heimildir að brennheitir vikurmolar á stærð við tennisbolta hafi verið að falla í tuga kílómetra fjarlægð frá eldfjallinu. Þessi ósköp leiddu til þess að mikill fjöldi fólks af áhrifasvæði eldgossins flýði til Ameríku.

Þótt við vonum að slík niðurstaða verði ekki afleiðing núverandi óróahrinu, þá er alveg ljóst að yfirvöld verða að vera við því búin að leggja þurfi mikla fjármuni í neyðaraðstoð ef illa fer. Eru menn tilbúnir í þann slag? 

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...