Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Varinn er góður
Skoðun 16. september 2014

Varinn er góður

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Umbrotin við Bárðarbungu hafa nú staðið linnulaust frá 16. ágúst. Enn sem komið er hafa eldsumbrot ekki valdið usla í sveitum eða byggð, enda nær eingöngu bundin við Holuhraunssvæðið með tilheyrandi hraungosi. Síðustu daga hafa Austfirðingar þó fengið smjörþefinn af hættunni sem getur stafað af því súra gasi sem streymir upp úr gosgígunum.

Ef litið er á sögu eldgosa þá var það einmitt gasmóðan sem olli hvað mestum usla suður um alla Evrópu í Skaftáreldum 1783 til 1784 þegar Lakagígar gusu. Það hefur verið talið mesta gos Íslandssögunnar og eitt hið öflugasta á jörðinni. Aska og gosgufur ollu miklu mistri og móðu yfir Íslandi sem barst síðan yfir Evrópu, Asíu og Ameríku. Mikil mengun fylgdi móðunni sem olli eitrun í gróðri svo búpeningur féll unnvörpum á Íslandi og í Evrópu  sem aftur leiddi af sér hungursneyð. Móðan og gosaskan ollu líka köldu veðurfari vegna þess að þau drógu úr inngeislun sólar og deyfðu sólskinið. Þetta voru móðuharðindin svokölluðu, mestu harðindi sem dunið hafa yfir Íslendinga. Eldgosið er eitt mannskæðasta eldgos í mannkynssögunni. Menn skyldu því ekki vanmeta hættuna sem skapast getur af því gasi sem streymir upp úr gígunum í Holuhrauni.

Vísindamenn hafa verið að undirbúa sig undir að mögulega geti orðið mikið sprengigos undir jökli í sjálfri Bárðarbungu. Ef slíkt eldgos yrði, þá skiptir öllu máli hvaðan vindurinn blæs. Allir landsmenn gætu hæglega fundið illilega fyrir slíku gosi.

Þegar eldfjallið Askja gaus 1875 var það í fyrstu tiltölulega meinlaust þegar gos hófst 3. janúar sama ár. Að kvöldi 28. mars hófst svo djöfulgangurinn fyrir alvöru með gríðarlegu sprengigosi. Var gosið í tveim lotum og stóð sú fyrri í einn til tvo tíma en sú seinni í nokkrar klukkustundir og var mun öflugri. Þá lá vindur til norðausturs og lagðist vikurlag yfir heiðar og niður í dali. Á Jökuldal mældist eftir þessi ósköp 20 sentímetra þykkt öskulag. Þá nefna heimildir að brennheitir vikurmolar á stærð við tennisbolta hafi verið að falla í tuga kílómetra fjarlægð frá eldfjallinu. Þessi ósköp leiddu til þess að mikill fjöldi fólks af áhrifasvæði eldgossins flýði til Ameríku.

Þótt við vonum að slík niðurstaða verði ekki afleiðing núverandi óróahrinu, þá er alveg ljóst að yfirvöld verða að vera við því búin að leggja þurfi mikla fjármuni í neyðaraðstoð ef illa fer. Eru menn tilbúnir í þann slag? 

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...