Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Varðveislugildi gróðurhúsa í Hveragerði
Fréttir 12. mars 2020

Varðveislugildi gróðurhúsa í Hveragerði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Landform á Selfossi hefur skilað af sér skýrslu til Hveragerðisbæjar, sem inniheldur samantekt á varðveislugildi gróðurhúsa í Hveragerði. Markmið verkefnisins er að skrásetja og gera úttekt á öllum gróðurhúsum innan bæjarfélagsins.

Eins og kunnugt er byggðist Hveragerði að stórum hluta upp í kringum ylræktar- og garðyrkjustöðvar og eru þær stór hluti af sögu bæjarins og áberandi í svipmóti hans. Þróun undanfarinna ára hefur verið með þeim hætti að rekstur margra stöðvanna hefur verið erfiður og í stað garðyrkjustöðva hefur íbúðarhúsnæði verið byggt á lóðum þeirra. Fagrihvammur er fyrsta ylræktarstöðin í Hveragerði, stofnuð 1929 af Sigurði Sigurðssyni búnaðarmálastjóra og Ingimari syni hans. Búið er að rífa upprunalegu gróðurhúsin sem voru frá 1929, en elstu uppistandandi hús í Fagrahvammi eru frá 1961. Í dag eru 18 starfandi garðyrkjustöðvar í Hveragerði en álíka margar hafa lagt upp laupana á undanförnum árum.

Skylt efni: Hveragerði | gróðurhús

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f